Monthly Archive: mars 2015

Molar um málfar og miðla 1706

Úr ummælum á fésbók (28.03.2015): ,,Leiðréttist það hér með ef einhver hafi verið að spá í þessu”.  Aftur og aftur sér maður og heyrir að verið sé að spá í einhverju, spá í þessu. Molaskrifari hefur alltaf talað um og heyrt aðra tala um að spá í eitthvað, – velta einhverju fyrir sér. Og hér …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1705

  Úr frétt á mbl.is (27.03.2015), – haft eftir blaðafulltrúa Eimskipafélagsins: ,, „Dýpk­un Land­eyj­ar­hafn­ar er ekki á veg­um Eim­skipa­fé­lags­ins og þar af leiðandi höf­um við ekki lif­andi upp­lýs­ing­ar um það hvenær höfn­in verður dýpkuð, held­ur er okk­ur til­kynnt um það ….” Lifandi upplýsingar?   Eru þá til dauðar upplýsingar? Hér er fréttin: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/27/frettin_var_uppspuni_fra_rotum/ Líklega átti blaðafulltrúinn við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1704

Ekki er Molaskrifari sáttur við orðalagið, að eitthvað komi í kjölfarið á einhverju. Of oft heyrist í fréttum, að til dæmis yfirlýsing hafi verið birt í kjölfarið á frétt í dagblaði. Molaskrifari hefði sagt: Yfirlýsingin var birt í kjölfar fréttar í dagblaði. Eitthvað kemur í kjölfar einhvers. Hvað segja lesendur?   Ómar benti á þessa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1703

  Fréttaglöggur vinur Molanna benti skrifara á, að fréttin um flugslysið í Frakklandi þar sem 150 manns fórust, hefði verið frétt númer tvö í kvöldfréttum Stöðvar tvö á þriðjudagskvöld (24.03.2015). Molaskrifara er jafn hissa og þessi vinur Molanna. Furðulegt fréttamat. Ríkissjónvarpið var með þetta á hreinu og gerði fréttinni fagmannleg skil. Fyrsta frétt á Stöð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1702

  Af dv.is (21.03.2015): ,, …en hún hefur verið ákærð fyrir morð fyrir að hafa ekki stigið inn í til að vernda dóttur sína”. Hér er engu líkara en sá sem þýddi fréttina hafi leitað á náðir  þýðingarvélar  Google.  Þetta er ekki boðlegur texti. Hér hefði til dæmis verið hægt að segja, – gripið í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1701

  ,,Sportaðu nýju lúkki”, sagði í heilsíðuauglýsingu frá Útilífi í Fréttablaðinu sl. föstudag (20.03. 2015). Sumar auglýsingastofur , – og fyrirtæki sýna móðurmálinu oft ótrúlega lítilsvirðingu í auglýsingum.   ,, Nagl­inn Vig­dís myndi segja: að vera odd­viti fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í tveim­ur síðustu alþing­is­kosn­ing­um”. Haft eftir Vigdísi Hauksdóttur alþingismanni á svokölluðu Smartlandi mbl.is (20.03.2015). Ætti að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1700

  Tilvitnun í athugasemd á fésbók (19.03.2015): ,,Það er kannski lýsandi fyrir þessa umræðu hér að hún er framkvæmd af gömlum köllum, …” Umræðan er framkvæmd! Ja, hérna. Og það meira að segja af gömlum köllum! Þeim er líklega bannað að ræða mál og hafa skoðanir. Eða hvað? Það er stundum gaman að lesa snilldina, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1699

Gaman var að heyra Emil Björnsson, þá fréttamann á fréttastofu útvarpsins, lýsa sólmyrkvanum 1954 austan úr Landeyjum, en það mátti heyra í Spegli Ríkisútvarpsins í gærkvöldi(19.03.2015). Maður hreifst með. Vakti gamlar minningar um yfirmann á fréttastofu Sjónvarpsins og traustan vin. Séra Emil var kröfuharður um málfar, smekkmaður, málvís, einstaklega vel máli farinn. Ræðumaður góður, prestur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1698

  Gamall vinnufélagi benti á frétt á visir.is (18.03.2015), en þar segir: „Líkúd bandalagið, flokkur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels, sigraði þingkosningarnar sem fram fóru þar í landi í gær.“ – Af visir.is nú í morgun. Segir þetta eitthvað um stöðu móðurmálskennslu í skólum landsins, eða faglegan metnað miðilsins ? Spyr sá sem ekki veit. – …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1697

  ,,Amma, sem átti að halda á dóttursyni sínum undir skírn í London í dag ,var ekki hleypt um borð í flugvél Icelandair fyrir handvömm. Hún lenti á biðlista og missti af skírninni.” Þetta var sagt í fréttaágripinu á undan fréttum í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (15.03.2015) Setningin hefði auðvitað átt að byrja svona: Ömmu, sem …

Lesa meira »

Older posts «