Gamall samstarfsmaður sendi Molum eftirfrandi (26.02.2015): ,,Orðskrípið „óásættanlegur“ veður uppi sem aldrei fyrr og það jafnvel í tilkynningum frá akademískum stofnunum. Ég heyrði þennan ófögnuð fyrst af muni verkalýðsforingja eins fyrir hálfum öðrum áratug eða svo og síðan hefur honum stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Við eigum mörg góð orð í íslensku máli sem …
Monthly Archive: febrúar 2015
Molar um málfar og miðla 1683
Í fréttum Ríkissjónvarps í gærkvöldi (25.02.2015) var okkur sagt: ,,Haraldur fimmti Noregskonungur varð í gær fyrsti norski konungurinn til að heimsækja Suðurskautslandið og yfirráðasvæði Noregs þar”. Hér er frétt Aftenposten frá 11. febrúar sl. um komu Haraldar konungs til Suðurskautslandsins. Fyrir hálfum mánuði! http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/Kong-Harald-skrev-historie-i-Antarktis-7895562.html Af mbl.is (24.02.2015):,, Grunnhugmyndin að baki endurskoðun laga um …
Molar um málfar og miðla 1682
Margt er innihaldið! Í íþróttafréttum Ríkisútvarps (23.02.2015) var hlustendum sagt frá liðum, sem innihéldu ýmist íslenska leikmenn eða þjálfara! Efni Landans í Ríkissjónvarpi er fjölbreytt og fróðlegt. Molaskrifari hafði gaman af heimsókninni í Byggðasafnið á Garðskaga (22.02.2015). Að skaðlausu hefði mátt gera hinu stórmerka vélasafni, sem Guðni Ingimundarson frá Garðstöðum á allan heiður af, …
Molar um málfar og miðla 1681
Í fréttum Stöðvar tvö (20.02.2015) var greint frá fyrirhugaðri gerð kvikmyndar um örlög flutningaskipsins Suðurlands. Í inngangi fréttarinnar las fréttaþulur: ,, … þar er greint frá hinum þekktu og hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurlandi og áhöfn þess.” Hér er ófullburða hugsun að baki. Þulur hefði betur sagt: ,, .. þar er greint frá hinum kunnu …
Molar um málfar og miðla 1680
Í íþróttafréttum í hádegisfréttum Ríkisútvarps (19.02.2015) sagði fréttamaður að af sérsamböndunum væri starfsemi Knattspyrnusambandsins sú umfangsmesta á ársgrund velli. Ársgrundvöllur , títtnefndur, er ævinlega til óþurftar í fréttum. Svo var okkur sagt að framkvæmdastjóri sambandsins ætlaði að stíga til hliðar. Stíga til hliðar (e. step aside). Það hefði betur farið á því að …
Molar um málfar og miðla 1679
Af mbl.is (18.02.2015) : ,Ungt par sem ætlaði að krydda tilveruna hjá sér í sumarbústað í Borgarbyggðinni um liðna helgi með því að útbúa sér kannabis-ís, eftir uppskrift af Netinu, beit heldur betur úr nálinni þegar það byrjaði að gæða sér á ísnum”. Molaskrifari játar að hann áttar sig ekki á þessari notkun orðtaksins …
Molar um málfar og miðla 1678
Molavin sendi þetta ágæta bréf (17.02.2015): ,,Það er trúlega blanda af öllu þessu; þekkingarleysi, hugsunarleysi og eftirlitsleysi. þegar fyrirsagnir af þessu tagi verða til: BETRA AÐ SOFA EN SNÚSA LENGI (Fréttablaðið 17.2.2015). Þessi „ísl-enska“ er þó höfð orðrétt eftir formanni Hins íslenska svefnrannsóknafélags. „Snooze“ er enska og merkir að dorma áfram, blunda eða sofa …
Molar um málfar og miðla 1677
K.Þ. skrifaði (15.02.2015): Sæll Eiður, Eins og ég hef ítrekað bent á er orðið „tengdur“ nánast aldrei beygt rétt í fjölmiðlum. Ég læt hér fylgja tvö ný dæmi. „Sá sem rannsakaði spillingarmál þeim tengdum …“ http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/02/13/glaepamenn_fundu_skjol_hja_hsbc/ „Lögmenn ákærðra í hrun-málum, það er málum sem nú hafa verið dómtekin sem tengjast hruni bankanna og viðskiptagjörningum …
Molar um málfar og miðla 1676
Fróðlegt var að hlusta á Laugardagsviðtal Egils Helgasonar (14.02.2015) við Björn Bjarnason. Björn er sjór af fróðleik um alþjóðastjórnmál og sögu. Hann fylgist vel með gangi heimsmála og er víðlesinn. Oft er Molaskrifari sammála Birni , en finnst hann þó draga rangar ályktanir af því sem hann les um Evrópumálin! En þetta var fínt …
Molar um málfar og miðla 1675
Trausti benti Molaskrifara á þessa frétt á dv.is ((12.02.2015): http://www.dv.is/frettir/2015/2/12/fekk-ofurbil-felagans-lanadan-og-klessti/ Trausti segir: „Hámarkshraði bílsins eru rúmlega þrjú hundruð kílómetrar á klukkustund. Töluverðar skemmdir urðu á bílnum en hann var sendur í viðgerð og kostaði hún litlar 261 þúsund pund.“ Trausti bætir við: ,,Hámarkshraði (eintala) … eru (fleirtölumynd) … litlar (kvenkynsmynd) … þúsund (hvorugkyn) … …