Monthly Archive: janúar 2015

Molar um málfar og miðla 1664

  Trausti Harðarson vakti athygli á þessari frétt (29.01.2015) á dv.is: http://www.dv.is/frettir/2015/1/29/straeto-bs-breytir-leidakerfinu-nemendur-geta-loksins-maett-rettum-tima/ „Verð með strætó til Reykjavíkur kostar 1.400 kr.-“ Jæja já! Er kannski hægt að kaupa tvö verð í einu? –   Ja, hérna.  Er nú verðið farið að kosta?  Þakka ábendinguna, Trausti.   Guðmundur Guðlaugsson skrifaði (29.01.2015): ,,Oft og iðulega heyrist í Ríkisútvarpinu orðalag …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1663

Enn einu sinni var fréttastofa Ríkissjónvarpsins niðurlægð í gærkveldi (28.01.2015). Þá var fréttunum ýtt til hliðar vegna boltaleiks í Katar. Ísland er ekki lengur meðal þátttakenda þar. Fréttastjóri og fréttamenn virðast taka því sem sjálfsögðum hlut að fréttastofan sé niðurlægð, þegar íþróttir eru annars vegar. Molaskrifara finnst hlutskipti fréttastofunnar bágt í þessari þjóðarstofnun þar sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1662

  Sjónvarpsáhorfandi skrifaði Molum (26.01.2015): ,,Eins og sjálfsagt margir sækist ég eftir því að horfa á Landann í sjónvarpinu og hef talið gott efni. Stundum spillist það. Í kvöld horfði ég á þáttinn, en naut hans ekki af þeirri ástæðu einni, að umsjónarkonan kom ekki máli sínu á framfæri með nægilega skiljanlegum hætti og tapaði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1661

  Þrisvar sinnum, að minnsta kosti, var í morgunfréttum Ríkisútvarps á sunnudagsmorgni (25.01.2015) sagt um kosningarnar í Grikklandi: Kjörstöðum lokar klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta orðalag hefur svo sem heyrst áður í útvarpinu. Kjörstöðum lokar ekki. Kjörstöðum verður lokað. Undarleg meinloka.  Það var ekki fyrr en í tíu fréttum að Anna Kristín Jónsdóttir, fréttamaður, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1660

  Heldur hefur verið að rofa til í dagskrá Ríkissjónvarpsins að undanförnu og er það þakkarvert. Í liðinni viku voru til dæmis sýndar þrjár prýðilegar íslenskar heimildamyndir; ein um sögu Álafoss og þess merka starfs sem þar var unnið, önnur um Þórð á Dagverðará, þann kynjakvist, og sú þriðja (endursýnd, reyndar) Draumaland Andra Snæs. Tímasetning …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1659

Undarleg fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (22.01.2015): Leikskólastjórar fá vitlausan lífeyri http://www.ruv.is/frett/leikskolastjorar-fa-vitlausan-lifeyri Þarna hefði einhver þurft að lesa yfir og lagfæra. Í fréttinni er réttilega talað um rangar lífeyrisgreiðslur. Ekki vitlausar!   Góður húmor hjá Hauki Holm fréttamanni. Í þrjú fréttum Ríkisútvarps (22.01.2015) sagði hann frá uppákomu á Alþingi. Við heyrðum í tveimur þingmönnum, sem báðir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1658

Molavin skrifaði (20.01.2015): ,, Þótt haustannir bænda, svo sem göngur, leitir og réttir séu að venju í fleirtölu, þá á sama ekki við um húsleit. Hún er að hefð eintöluorð, jafnvel þótt leitað sé í fleiri húsum en einu. Netmoggi segir í dag, 20.01.2014: „Þýska lög­regl­an hef­ur fram­kvæmt hús­leit­ir á yfir 10 stöðum í dag…“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1657

  Glöggur Molalesandi skrifaði (19.01.2015): ,,Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn.“ Já, svona var fyrirsögnin á vísi.is í gær. Stutt var ambaganna á milli í stuttri frétt. „bíll fór út í höfnina… Maðurinn er talinn hafa verið lengi ofan í sjónum… að draga bílinn upp úr höfninni… þegar bíllinn keyrði fram af brúninni…” . Molaskrifari þakkar ábendinguna. Hér hefur enn einn viðvaningurinn verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1656

  Úr tíu fréttum Ríkisútvarps á laugardagskvöld (17.01.2015): Einn þeirra sem handtekinn var í Aþenu í kvöld svipar til Abaaoud og hafa lífsýni verið send til Belgíu. Hér hefði að mati Molaskrifara átt að segja: Einum þeirra … svipar til …  Einhverjum svipar til einhvers, einhver líkist einhverjum.   Útvarpshlustandi skrifaði (17.01.2015): ,,Hlustaði á spurningaþáttinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1655

1655-15 Sigurður Oddgeirsson skrifaði frá Danmörku (17.01.2014): ,,Hann átti að dæma leik Gróttu og Mílan út á Seltjarnarnesi í gær ásamt Ingvari Guðjónssyni. Þeir félagar misskildu þó málið eitthvað og keyrðu alla leið inn á Selfoss”. Skyldi hér vera átt við AC Milan?   ,,Þetta hef ég aldrei heyrt fyrr””, segir Sigurður. Sannar fyrir mér að …

Lesa meira »

Older posts «