K.Þ. skrifaði (28.12.2014): Hann segir: ,,Sæll Eiður, Bestu hátíðarkveðjur frá gömlum félaga og kollega! Ég bendi nú á enn eitt dæmið um sömu málvilluna hjá íslenskum blaðamönnum, ranga beygingu orðsins „tengdur“: „Hvarf þotu Air Asia er enn eitt áfallið fyrir malasísk flugfélög en um er að ræða þriðja óhappið tengdu malasískum flugfélögum síðan í …
Monthly Archive: desember 2014
Molar um málfar og miðla 1643
K.Þ. skrifaði (28.12.2014): Hann segir: ,,Sæll Eiður, Bestu hátíðarkveðjur frá gömlum félaga og kollega! Ég bendi nú á enn eitt dæmið um sömu málvilluna hjá íslenskum blaðamönnum, ranga beygingu orðsins „tengdur“: „Hvarf þotu Air Asia er enn eitt áfallið fyrir malasísk flugfélög en um er að ræða þriðja óhappið tengdu malasískum flugfélögum síðan í mars.“ …
Molar um málfar og miðla 1642
Úr frétt á mbl.is (23.12.2014): Meðal annars höfnuðu tvö ruðningstæki Vegagerðarinnar út fyrir veg og var um verulegt tjón að ræða á öðru tækinu. Ekki kann Molaskrifari vel við orðalagið að hafna út fyrir veg. Ruðningstækin, – snjóplógar eða vörubílar með snjótönn fóru út af , höfnuðu utan vegar. Stundum eru nefndar hér einkennilegar …
Molar um málfar og miðla 1641
Þorvaldur sendi eftirfarandi (21.12.2014): ,,Var að lesa frétt í vefmogga um franskan bílstjóra sem ók drukkinn. Fjórum sinnum er í fréttinni sagt að maðurinn hafi klesst á eitt og annað. Ekki lausir við barnamálið enn. Á sömu síðu er sagt af björgun fótbrotins manns úr Esjuhlíðum. Þar segir að skjótum viðbrögðum björgunarliðs hafi verið …
Molar um málfar og miðla 1640
Vel yfirstaðnir aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar,er ekki mjög lipurlega samin fyrirsögn í Garðapóstinum (18.12.2014).Líkast til er átt við að tónleikarnir hafi tekist vel, þetta hafi verið góðir tónleikar, sem Molaskrifari efast hreint ekkert um. Málfar umsjónarmanna í Virkum morgnum á Rás tvö frá dagmálum til hádegis fyrir neðan virðingu Ríkisútvarpsins. Þátturinn er raunar oftar en …
Molar um málfar og miðla 1639
Molavin skrifaði (17.1.2014): ,, Veiruvarnir gegn vírusum? Frétt á Pressunni (16.12.2014) hefst á þessum orðum: „Þessa stundina breiðist illskeyttur vírus hratt út á Facebook. Veiruvarnarfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að því að reyna að stöðva útbreiðslu vírussins…“ Þetta er athyglisvert. Hér er í sömu málsgrein blandað saman enska orðinu vírus og hinni ágætu íslenzku …
Molar um málfar og miðla 1638
Hér er gott dæmi um ísl-ensku, ef þannig má taka til orða. Þetta er af mbl.is (16.12.2014): „Við erum einnig í mjög góðu samstarfi við Brunavarnir Suðurnesja og störfum saman öxl í öxl í veðrum eins og þessu. Við höfum einnig verið að aðstoða þá í dag við sjúkraflutninga,“ segir Haraldur sem telur að veðrið …
Molar um málfar og miðla 1637
Furðu lostinn fylgdist Molaskrifari með úttekt Helga Seljans og starfsfélaga hans í Kastljósi í gærkvöldi (16.12.2014) á vafasömum (að ekki sé meira sagt) viðskiptaháttum, sem viðgengist hafa hjá Vegagerðinni. Þetta var Kastljós eins og það á að vera. Takk og hrós. Lá við að maður vorkenndi reyndar vegamálastjóra í viðtalinu í seinni hluta þáttarins. …
Molar um málfar og miðla 1636
Myndbirtingar á vefmiðlum eru stundum kyndugar. Þá fara stundum viðvaningar í myndasöfn og leita. Oft með lélegum árangri. Á laugardag (13.12.2014) birti mbl.is frétt um flóttamann, sem beið bana í Englandi. Hann hafði falið sig undir vöruflutningabíl sem fór frá Frakklandi til Englands. Lést ,,þegar hann gerði tilraun til að koma sér út úr …
Molar um málfar og miðla 1635
Rafn benti á þessa frétt á mbl.is (11.12.2014) og segir: ,,Neðanskráð frétt er í Netmogga núna. Það sem vekur furðu mína er tvennt, annars vegar; hver hefur hagsmuni af að bjarga slysi og tryggja þar með framgang þess? og hins vegar; undan hverju var slysinu forðað? Ég hefði talið eðlilegt að reyna að kæfa …