Molaskrifara var svolítið brugðið er hann hlustaði á upphaf kvöldfrétta Ríkisútvarpsins í gærkvöldi (27.11.2014) en í upphafi fréttatímans var sagt: Uppþot varð á Alþingi í dag …. Fyrst hvarflaði að honum að til slagsmála hefði komið í þingsal, enda skilur hann orðið uppþot með sama hætti og orðabókin; óeirðir, upphlaup. Svo kom í ljós að …
Monthly Archive: nóvember 2014
Molar um málfar og miðla 1623
Málglöggur Molalesandi benti á eftirfarandi frétt á visir. is (24.11.2014). http://www.visir.is/hardur-arekstur-a-akureyri/article/2014141129488 Í fréttinni segir: ,,Engir farþegar voru í bílunum og var þeim ekið úr andspænis áttum. Báðir voru því á grænu ljósi, en þó lentu bílarnir saman.” Ja, hérna. Úr andspænis áttum ! Annar lesandi benti á þetta, sem einnig er af visir.is …
Molar um málfar og miðla 1622
Gaman að beinni útsendingu frá Færeyjum á Rás eitt á laugardagskvöld (22.11.2014), þótt upphafið væri slitrótt ,þegar tæknin brást. Bein útsending var svo að nýju frá Færeyjum í Morgunútgáfunni á mánudag (24.11.2014). Þar var til fyrirmyndar að tala við Færeyinga á íslensku, ekki babla ensku eins og gert er í Flandraþáttunum Ríkissjónvarpinu. Á sínum …
Molar um málfar og miðla 1621
Fyrrverandi starfsfélagi úr blaðamennskunni skrifaði (23.11.2014): ,, ,,Frakkar eru nú þegar með níu herþotur staðsettar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum”. Þessi málsgrein er af Mbl.is í dag. Þarna er orðinu staðsettar algerlega ofaukið. Því færri orð því betri stíll í fréttum. Þetta var verið að reyna að kenna okkur ásamt öðru af málfarsráðunautum hér á árum …
Molar um málfar og miðla 1620
Molavin skrifaði (22.11.2014) : ,,Í fyrirsögn á Netmogga (21.11.2014) segir m.a.: „Hefur grætt milljónir á nammisölu“ Hér eru dæmigerð skrif frá fréttabarni. Þótt barnaorðið „nammí“ hafi náð nokkurri útbreiðslu í talmáli, gert af ungbarnahjalinu „nammí-namm“ er ástæðulaust að nota það í fréttaskrif í blaði, sem hefur alltaf viljað taka sig alvarlega, sem fréttablað amk. …
Molar um málfar og miðla 1619
Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins eru of margar misfellur í málfari. Að morgni fimmtudags (20.11.2014) var talað um að versla jólagjafir á netinu og fara í mollin. Við kaupum jólagjafir og moll er hallærisleg enskusletta (shopping-mall). Íslendingar tala um að fara í Kringluna eða fara í Smáralindina. Svo var okkur sagt að klukkan væri alveg að detta …
Molar um málfar og miðla 1618
Molaskrifari er ekki sérstaklega viðbrigðinn. En honum verður oft hverft við, þegar hann hlustar á þægilega lesnar tilkynningar / auglýsingar á Rás eitt,meðan beðið er eftir fréttum, en svo er hljóðstyrkurinn allt í einu aukinn og byrjað er að æpa á okkur undir yfirskini auglýsinga. Ríkisútvarpið ætti sem fyrst að láta af þessari hvimleiðu nýjung. …
Molar um málfar og miðla 1617
Tvímælalaust hefur kvikmyndaval Ríkissjónvarpsins batnað undanfarna mánuði. Enn meiri framför hefur þó orðið í vali heimildamynda til sýninga þar á bæ. Fjölbreyttara efni, nýrri myndir, fréttaskýringaþættir öðru hverju og áhugaverðara efni þegar á heildina er litið, að ekki sé sagt svona heilt yfir eins og hver fjölmiðlungurinn étur upp eftir öðrum um þessar mundir ! …
Molar um málfar og miðla 1616
Molavin skrifaði (17.11.2014): ,,Sumar ábendingar þarf að endurtaka einum of oft og virðist samt varla duga. Í kvöldfréttum Útvarps (17.11.2014) gerði fulltrúi Landhelgisgæslunnar með skýrum og góðum hætti grein fyrir ýmsum rekstrarmálum varðskipa – en talaði samt um „áhafnarmeðlimi“ þeirra. Þessi samsetningur er óyrði, óværa í málinu þegar við eigum til svo sígilt orð sem …
Molar um málfar og miðla 1615
Lesandi sem lætur sér annt um móðurmálið þakkar Molaskrifin og segir: ,,Þessi fyrirsögn var á forsíðu Morgunblaðsins á dögunum. http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2014/11/05/hjalmar_tekur_eitt_ar_til_vidbotar/ Þetta skrípi, ,,að taka’’ allan fjandann (taka fund, taka göngutúr, taka sturtu) er margtuggið en kolrangt og fer einstaklega mikið í taugarnar á mér. Þó ekki jafn mikið og ,,actually’’ og ,,basically’’. Hjálmar verður …