Monthly Archive: nóvember 2014

Molar um málfar og miðla 1614

Í fréttum að undanförnu hefur aftur og aftur verið talað um að neita fyrir eitthvað í merkingunni að neita einhverju hafna einhverju. Sjá til dæmis Fréttablaðið bls. 4 á fimmtudag (13.11.2014) Kannski er hér verið að rugla notkun sagnarinnar að neita, saman við að þræta fyrir eitthvað. Molaskrifari kannast ekki við þetta orðalag, – að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1613

Þegar ferjan fór að halla ískyggilega, var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (11.11.2014). Betra hefði verið: Þegar ferjunni fór að hall ískyggilega, eða þegar ferjan fékk ískyggilega mikla slagsíðu. Í sama fréttatíma var sagt: Yfirgnæfandi hluti félagsmanna kaus með verkfallsaðgerðum … Betra hefði verið: Yfirgnæfandi hluti félagsmanna greiddi atkvæði með verkfallsaðgerðum …   T.H. sendi eftirfarandi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1612

Það er fjallað um þetta mál grúndígt í Morgunblaðinu í dag, (10.11.2014) var sagt í Morgunútgáfunni á Rás eitt. Allsendis óþörf sletta. Í sama þætti var einnig talað um bókakaffibókabúð. Molaskrifari hélt að bókakaffi væri bókabúð og kaffihús. Líka var sagt var því að bíll hafi ekið á ljósastaur og starfsmenn Orkuveitunnar hefðu verið kallaðir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1611

Það er ástæðulaust að vera með sérstakan fimmtán mínútna íþróttaþátt milli almennra frétta og veðurfrétta eins og gert var í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld (08.11.2014). Veðurfregnir eiga að koma strax í kjölfar almennra frétta. Er þetta ekki bara enn eitt dæmi um yfirgang íþróttadeildarinnar í Efstaleiti? Spurt hefur verið hvort þetta sé gert til að auka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1610

Sú spurning, by the way , reyndist krökkunum mjög auðveld, … sagði íslenskur embættismaður (deildarstjóri innlendra prófa hjá Námsmatsstofnun) úr skólakerfinu í hádegisfréttum Ríkisútvarps (06.11.2014). Hann var að verja illa samið íslenskupróf ,sem lagt var fyrir nemendur á samræmdum prófum í grunnskólum.   Aftur og aftur talaði fréttamaður Stöðvar tvö um vissaukaskatt í fréttum (06.11.2014) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1609

  Molavin sendi eftirfarandi (04.11.2014): „Æpir til að fela að hann fer með rangt mál“ segir í fyrirsögn á ruv.is (4.11.14). Verður maður ekki að gera ráð fyrir að fréttamenn Ríkisútvarpsins kunni rétta notkun viðtengingarháttar, sérstaklega þegar þeir breyta út af tilvitnuðum orðum? Röng notkun viðtengingarháttar var orðin útbreidd á þeim netmiðlum og síðum, sem skrifuð eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1608

Langdregið og lítið upplýsandi viðtal var í Kastljósi við tvo karla um mótmælin á Austurvelli síðdegis á mánudag (03.11.2014). Kastljóssmenn hafa gert margt vel. Þetta viðtal fer ekki í þann flokk. Það var fjölmenni á Austurvelli. Molaskrifari efast um að þessir tveir hafi verið bestu fulltrúar fjöldans, sem þarna var samankominn.   Sjálfsagt er það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1607

Íslenska skyrið vann til þriggja gullverðlauna og þriggja heiðursverðlauna, sagði fréttaþulur Stöðvar tvö á laugardagskvöld (01.11.2014). Þarna hefði átt að tala um þrenn og fern verðlaun eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður réttilega gerði í fréttinni. Verðlaun er fleirtöluorð. Ekki til í eintölu. Fréttaþulur Stöðvar tvö þarf að lesa upp og læra betur.   Þágufallið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1606

  Af mbl.is (31.10.2014): ,, Fer­tug­ur Kín­verji, sem tók barn úr vagni á bíla­stæði og henti því í jörðina með þeim af­leiðing­um að það lét lífið á sjúkra­húsi tveim­ur dög­um seinna …”. Molaskrifara finnst það heldur illa orðað að tala um að láta lífið á sjúkrahúsi. Betra hefði verið að segja að barnið hafi látist …

Lesa meira »

» Newer posts