Fyrirsögn af mbl.is á föstudag (28.11.2014) ,Fljótsdalshérað hafði betur gegn Ölfuss”. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/11/28/fljotsdalsherad_hafdi_betur_gegn_olfuss/ Hafði betur gegn Ölfusi, hefði þetta átt að vera. En þegar sagt er sigraði lið Ölfuss þá er það rétt. Ef fréttaskrifarar eru í vafa um beygingar orða er einfalt og fljótlegt að styðjast við hinn ágæta vef Árnastofnunar, beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. …