Hversvegna þarf að riðla kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins á Íslandi þótt Brasilíumenn séu að spila handbolta við Qatar? Ég spyr. Þar var gert í gærkveldi og fréttum seinkað um 15 mínútur. Kastljósið skorið við trog. Svo bættist reyndar við enn meira boltafjas seinna um kvöldið. Sennilega hefur Molaskrifari ekki verið sá eini sem þá gafst upp á …
Monthly Archive: janúar 2015
Molar um málfar og miðla 1653
Herrafatabúð Birgis auglýsti í Ríkisútvarpinu á miðvikudag (14.01.2015): Jakkaföt, – tvö fyrir ein. Þetta las þulur athugasemdalaust. Tvö jakkaföt! Enn virðist auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taka gagnrýnilaust við öll sem að henni er rétt. Enginn les yfir. Átt var við að tvenn jakkaföt fengjust á verði einna. Þetta var leiðrétt daginn eftir. Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps …
Molar um málfar og miðla 1652
Þórarinn Guðnason sendi eftirfarandi (12.01.2015):,,BrúUnum yfir Eyrarsund og Stórabelti var lokað í gærkvöld…“. Hann segir: – ,,Þetta kann að hafa verið mismæli hjá þulnum, sem annars las mjög vel, – kann líka að vera að hann hafi ekki skrifað fréttina sjálfur – en ekki leiðrétti hann sig”. – Molaskrifari þakkar ábendinguna. Brúnum, hefði þetta átt …
Molar um málfar og miðla 1651
,,Köfunarmenn sem fóru niður að flaki farþegaþotu Air Asia flugfélagsins sem hrapaði í Javahafi fundu í dag flugrita flugvélarinnar.” Þetta mátti lesa á fréttavef Ríkisútvarpsins á sunnudag. Síðar var þetta lagfært og köfunarmönnum breytt í kafara. En áfram stóð í fréttinni að flugvélin hefði hrapað í Javahafi. Vélin hrapaði í Javahaf eða Jövuhaf. Fréttastofan þarf …
Molar um málfar og miðla 1650
Smáþáttur númer tvö,af fimmtíu og tveimur, í röðinni Öldin hennar var á dagskrá í Ríkissjónvarpinu í gærkveldi. Þátturinn hét Stríðstískan. Árið var 1943, Þessir þættir eru gerðir í tilefni þess að öld er liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Í þættinum var rætt við sagn- og kynjafræðing. Hún sagði okkur að sokkabuxur með saumi að …
Molar um málfar og miðla 1649
… í miðborg París, sagði fréttamaður Stöðvar tvö (078.01.2014). Beygja, beygja. .. í miðborg Parísar hefði þetta átt að vera. Í fréttum Ríkisútvarps (07.01.2014) var talað um samskeppnisleg áhrif. Samkeppnisáhrif eða áhrif á samkeppni. Rík tilhneiging til að bæta –leg , -lega, við nafnorð í tíma og ótíma. Samanber viðtekið orðalag í íþróttafréttum nú …
Molar um málfar og miðla 1648
Í Morgunútgáfunni í Ríkisútvarpinu (06.01.2015) ræddu tveir umsjónarmanna við málfarsráðunaut. Meðal annars bar á góma sögnina að fokka, að gaufa eða slæpast. Molaskrifari hefur heyrt orðið notað í þessari merkingu alla sína ævi. – Ég veit ekki hvað hann var að fokka, – ég veit hvað hann var að slæpast. Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals …
Molar um málfar og miðla 1647
Í kvöldfréttum (05.01.2015) héldu fréttamenn áfram að spyrja fulltrúa deiluaðila í læknadeilunni spurninga, sem vanir fréttamenn vita að ekki er hægt að ætlast til að sé svarað. Dálítið einkennileg vinnubrögð. Sem betur fer virðist þessi snúna og erfiða deila nú vera leyst (07.01.2015) Úr frétt á visir.is (04.01.2015): Áhafnarmeðlimir fundust ekki og var leit …
Molar um málfar og miðla 1646
Fréttir og veðurfréttir voru í þynnsta lagi í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi (05.01.2015). Urðu að víkja fyrir íþróttum. Þær hafa forgang. Alltaf. Til hvers er sérstök íþróttarás? Hvers eiga þeir að gjalda, sem hafa meiri áhuga á almennum fréttum, innlendum og erlendum og veðurfréttum en íþróttum? Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (02.01.2015) var sagt að sýslumannsembætti yrðu lokuð. …
Molar um málfar og miðla 1645
Molavin skrifaði (04.01.2015): ,,Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins auglýsir blaðið eftir viðskiptablaðamanni. Eftirtektarvert er að þar er tekið fram að „mjög góð íslenskukunnátta“ sé nauðsynleg. Þetta er lofsvert og vonandi taka aðrir fjölmiðlar upp þessa stefnu.” Undir það tekur Molaskrifari og þakkar bréfið. Haukur Kristinsson skrifaði frá Sviss og bendir á eftirfarandi frétt á mbl.is …