Af mbl.is (26.04.2014): ,,Svíarnir höfðu verið á leiðinni að sjá Les Misérables á Broadway en víluðu ekki fyrir sér að stíga inn í”. Sænskir lögreglumenn í leyfi í New York yfirbuguðu tvo útigangsmenn sem voru að slást í lest í New York. Lestarstjórinn spurði hvort lögreglumenn væru í lestinni og Svíarnir brugðust skjótt við. Að …
Monthly Archive: apríl 2015
Molar um málfar og miðla 1717
Það er til marks um hve valt er að treysta fyrstu fréttum af náttúruhamförum, nú síðast fregnum af jarðskjálftanum í Nepal, að marg sagt var í fyrstu fréttum, að ekki væri vitað um manntjón. Það var áreiðanlega rétt, – svo langt sem það náði. Skjálftinn var fyrst sagður 7,5 á Richter kvarðann og því ljóst …
Molar um málfar og miðla 1716
Sumir eiga erfitt með að segja, að þeir voni, að við berum gæfu til að gera eitthvað , – verðum svo gæfusamir að gera hið rétta, að velja rétta leið. Síðast á föstudagsmorgni , í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (24.04. 2014) heyrðu hlustendur brot úr ræðu þingmanns,sem sagði . ,, að vonandi bæri okkur gæfu til …
Molar um málfar og miðla 1715
Gleðilegt sumar og þökk fyrir samskiptin í vetur, ágætu Molalesendur! Molaskrifari sest nú við að nýju efir nokkurt hlé. Brá sér af bæ. Ef til vill meira um það síðar. Molavin skrifaði vegna ummæla í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins: ,,Ráðstefnur voru til umræðu í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (17.4.2015) þar sem umsjónarkona sagði frá fjölda fólks, …
Molar um málfar og miðla 1714
Vettvangur kemur víða við sögu. Einkum í lögreglu- og slysafréttum. Í Morgunblaðinu (10.04.2015) sagði í frétt um bílveltu á Biskupstungnabraut: Mikil hálka var á vettvangi þar sem slysið varð. Þarna hefði í senn verið einfaldara og skýrara að segja, – mikil hálka var á veginum þar sem slysið varð. Slettan bransi er varla …
Molar um málfar og miðla 1713
Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (09.04.2015) var rætt við einn af þingmönnum Framsóknarflokks. ,sem líkti Framsókn við Miðflokkinn í Finnlandi ( þar sem kosið verður 19. apríl. Orðrétt sagði Framsóknarþingmaðurinn:,, Miðjuflokkurinn er með 25-26% fylgi og er að sigra þær kosningar (svo!) með miklum yfirburðum”! – Sigra kosningarnar! Það þarf greinilega ekkert að kjósa í Finnlandi, …
Molar um málfar og miðla 1712
Molavin skrifaði (09.04.2015): ,,Það er ástæða fyrir því að góðir fréttamenn styðjast við hefðbundið, viðurkennt orðalag í fréttum. Til dæmis hefur jafnan verið sagt af slysum að líðan hins slasaða sé „eftir atvikum“ sem er mjög skýrandi. Nú hefur færzt í vöxt að óreyndir fréttamenn sletti enskri hugsun og segi að „líðan viðkomandi sé stöðug“ …
Molar um málfar og miðla 1711
Úr Fréttablaðinu (04.04.2015) um vélsleðamann, sem ók fram af snjóhengju: ,, Hann reyndist ekki alvarlega slasaður og voru þá aðrar bjargir afturkallaðar.” Aðrar bjargir afturkallaðar? Enginn yfirlestur. Ekkert eftirlit. Var þá önnur aðstoð afþökkuð. Í hádegisfréttum Bylgjunnar (06.04.2015) heyrðist enn einu sinni ruglað saman tveimur orðtökum. Þar var sagt að engu verði til …
Molar um málfar og miðla 1710
Áskell skrifaði (03.04.2015): ,,Mbl.is á eftirfarandi línur: „Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey. Flutningaskipið Haukur missti stjórnhæfni á miðvikudag út af Hornafirði …“ Ég hef aldrei heyrt talað um stjórnvana skip eða að skip „missi stjórnhæfni“. Skip geta orðið vélvana og …
Molar um málfar og miðla 1709
Þórarinn skrifaði (03.04.2015): ,, … segist heldur betur hafa brugðið í brún þegar hún bað afgreiðslukonuna í greiðasölunni í flugstöðinni á Egilsstöðum um að lækka tónlistina í hátalarakerfinu.” Hann spyr: – Hefði ekki verið betra að hafa þetta: segir, að sér hafi heldur betur brugðið í brún ? Molaskrifari þakkar ábendinguna og svarar: Jú, …