Molavin skrifaði (09.04.2015): ,,Það er ástæða fyrir því að góðir fréttamenn styðjast við hefðbundið, viðurkennt orðalag í fréttum. Til dæmis hefur jafnan verið sagt af slysum að líðan hins slasaða sé „eftir atvikum“ sem er mjög skýrandi. Nú hefur færzt í vöxt að óreyndir fréttamenn sletti enskri hugsun og segi að „líðan viðkomandi sé stöðug“ …