Monthly Archive: maí 2015

Molar um málfar og miðla 1725

Í fréttum Bylgjunnar (25.05.2015) var haft eftir SDG forsætisráðherra , að þingið mundi sennilega starfa eitthvað inn í sumarið. Er ekki álvenja er að segja fram á sumar, ekki inn í sumarið. En aftur og aftur heyrum við þetta orðalag í fréttum ,… inn í sumarið. Næst verður það sjálfsagt inn í haustið , inn …

Lesa meira »

Minningarorð:HALLDÓR ÁSGRÍMSSON f. 8.9.1947,d.18.5.201

Birt í Morgunblaðinu 28.5.2015  Leiðir okkar Halldórs Ásgrímssonar lágu saman í stjórnmálum og störfum fyrir lýðveldið í aldarfjórðung. Við vorum ýmist samherjar í stuðningi við ríkisstjórn eða mótherjar. Aldrei andstæðingar.Það var alltaf hlýtt á milli okkar. Þráður vinarþels, leyfi ég mér að segja. Póltíkin var þá dálítið önnur en nú  – séð frá hliðarlínunni. Þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1724

Af visir.is (21.05.2015): “Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. “  Fyrir loftak? Hefði ekki verið eðlilegra að segja, til dæmis, – áður en gengið var um borð? http://www.visir.is/asmundur-a-thingi-i-dag—eg-gat-ekki-sed-ad-hann-vaeri-farveikur-/article/2015150529869   Ekki heyrði Molaskrifari betur en að í fréttum Stöðvar tvö um bresku kosningarnar (07.05.2015) hafi fréttamaður sagt þegar kjörstöðum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1723

Fyrirsögn úr Kjarnanum (23.05.2015): Svíar sigruðu Eurovision söngvakeppnina eftir spennandi stigagjöf – Það er erfitt að hafa þetta rétt. Það sigrar enginn keppni. http://kjarninn.is/2015/05/sviar-sigrudu-eurovision-songvakeppnina-eftir-spennandi-stigagjof/ Svíþjóð sigraði í Eurovision, var réttilega sagt á mbl.is. http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/23/svithjod_sigradi_i_eurovision/ Af mbl.is (16.05.2015) : http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/16/kindur_og_snjostormur_til_cannes/ Með kindur og snjóstorm til Cannes. Orðið snjóstormur er ljót hráþýðing úr ensku, sem fréttaskrifarar ættu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1722

  Molaskrifari tekur nú upp þráðinn að nýju. Kannski verða Molarnir strjálli. Sjáum hvað setur. Molaskrifari þakkar vinum í netheimum af heilum hug einlægar samúðarkveðjur og hlý orð undanfarna daga.   Helgi Haraldsson prof.emeritius í Osló benti á eftirfarandi frétt af mbl.is (07.05.2015): Hann segir: ,,Málið auðgast” http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/05/07/blodug_slagsmal_i_kuluspili/ : „Upp­hafs­menn­irn­ir enduðu á slysa­deild eft­ir að högg …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1721

Molavin skrifaði (05.05.2015): „RÚV bætir þjónustu við börn með Krakka RÚV“ segir á Fasbókarsíðu Ríkisútvarpsins. Það sem áður hét Barnatíminn verður þá væntanlega nefnt Krakkatíminn. Það var blæbrigðamunur á merkingu orðanna börn og krakkar (fór svolítið eftir þægð), sem kom fram í máltækinu „börnin mín á morgnana og krakkarnir á kvöldin.“ Það færi vel á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1720

Síðdegis á laugardag (02.05.2015) átti Molaskrifari leið um sunnanvert Snæfellsnes. Gamalkunnar slóðir úr pólitískum ferðalögum fyrri ára. Þá brunnu þar sinueldar, sunnan vegar. Slökkvilið komið á vettvang og bændur á traktorum með haugsugudælur. Erfitt virtist að komast eldunum. Sendi tvær myndir af brunanum klukkan 19:06 á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Mbl.is birti mynd og frétt frá fréttamanni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1719

  Þeir sem lesa veðurfregnir í Ríkisútvarpinu gera það yfirleitt vel, eru áheyrilegir og skýrmæltir. Frá þessu eru þó undantekningar, – öðru hverju. Ótrúlegt, að ráðamenn á Veðurstofunni skuli ekki heyra þetta , eða láta lakan lestur, sem vind um eyru þjóta. Nýir veðurfræðingar, ásamt öðrum eldri og reyndari, koma nú starfa í veðurfréttum Ríkissjónvarps. …

Lesa meira »