Monthly Archive: júní 2015

Molar um málfar og miðla 1744

Hann vill ekki taka afstöðu um hvort …, sagði nýiliði á fréttastofu Ríkisútvarpsins í tíufréttum á föstudagskvöld (26.06.2015). Hann vill ekki taka afstöðu til þess hvort …. Hvaða málfarskröfur eru gerðar til nýliða? Hvað fá þeir mikla þjálfun áður en þeir eru settir fyrir framan opinn hljóðnema?   Í hádegisfréttum Ríkisútvarps á laugardag (27.07.2015) sagði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1743

  Af visir.is (25.06.2015): ,, … á meðan hópur fólks með er með áfengi við hönd á öðrum bát á í mestu vandræðum með verkefnið”. http://www.visir.is/norsk-auglysing-gegn-olvun-a-batum-vekur-athygli/article/2015150629402 Þarna er ekki aðeins einu með ofaukið heldur er farið rangt með algengt orðatiltæki um neyslu áfengis. Talað er um að hafa áfengi við hönd. Rétt er að segja …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1742

Biðjast afsökunar á tréspýtum, segir í fyrirsögn á mbl.is (23.06.2015): http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/06/23/bidjast_afsokunar_a_trespytum/ Fréttin hefst á þessum orðum: ,, Kjörís hef­ur beðist af­sök­un­ar á því að íspinn­ar hafa á und­an­förn­um vik­um verið fram­leidd­ir með tré­spýt­um en ekki plast­spýt­um líkt og aug­lýst er fram­an á ís­köss­um.” Molaskrifari hefur hvorki heyrt áður talað um tréspýtur eða plastspýtur. Spýta er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1741

  Molavin skrifaði (22.06.2015): – „Skets úr fyrsta þættinum“ segir i dagskrárkynningarfrétt Stöðvar-2 á visir.is (22.06.2015). Enskuslettur af þessu tagi eru ekki aðeins óþarfar – það er til mjög gott orð, „stiklur“ yfir sýnishorn af þessu tagi – heldur eru þær merki um aðhaldsleysi af hálfu ritstjórnar. Ungt fólk, sem sýnir ekki viðleitni til að skrifa gott …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1740

Rafn benti á þessa frétt á mbl.is (18.06.2015) og spyr: ,, Hvað eru „Frönskurnar“ (samanber fyrirsögn)?? og hvað eru „franskarnar“ (samanber meginmál)??” ,,Frönskurnar seldust upp”. Í fréttinni segir: „Sal­an var bara meiri en fram­leiðslan og við þurft­um að taka okk­ur pásu til þess að út­búa meira,“ seg­ir Friðrik Dór, tón­list­armaður og einn eig­anda nýja frönsk­ustaðar­ins „Reykja­vík …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1739

Aldarártíð kosningaréttar kvenna, er fagnað um land allt í dag. Þetta var okkur sagt í fréttayfirliti Bylgjunnar á hádegi á kvennadaginn, 19. júní. Ótrúlegt. Ártíð er dánarafmæli, dánardægur. Það eiga allir, sem skrifa fréttir að hafa á hreinu.   Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins, sama dag 19.júni, var Ingibjörg H. Bjarnason kölluð fyrsta alþingiskonan. Í Spegli Ríkisútvarpsins …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla1738

  Rafn sendi eftirfarandi (15.06.2015): ,,Sæll Eiður Hér er dæmi um fréttabarn, sem hvorki kann íslenzku né þekkir mismun á evrópskum og bandarískum talnakerfum. Gjaldmiðill getur verið verðminnstur slíkra fyrirbæra, en verðlausari en verðlaus getur hann varla orðið. Síðan er augljóst, að kvadrilljónin er af bandarískum ættum, þar sem 3 núll skilja að milljónir, billjónir, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1737

Rafn skrifaði (16.06.2015) um frétt á mbl.is: ,,Samkvæmt fyrirsögninni hér fyrir neðan hafa tveir (eða fleiri) misst útlim. Ég get séð fyrir mér, að einn missi útlimi, en ekki að fleiri missi útlim, nema Þetta hafi verið Síamstvíburar.” Er­lent | mbl | 15.6.2015 | 12:23 Misstu út­lim eft­ir há­karla­árás.- Molaskrifari þakkar bréfið. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/06/15/misstu_utlim_eftir_hakarlaaras/   Í fréttum Stöðvar tvö á föstudag …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1736

Gamall vinnufélagi skrifaði (12.06.2015): Sæll félagi. „Engar framfarir hafa orðið í viðræðum AGS og Evrópusambandsins við Grikki“, stendur á vefsíðu Kjarnans. Kannast menn ekki lengur við hið ágæta orð „árangur“? Máltilfinning mín tengir framfarir ekki viðræðum manna í millum heldur eitthvað stærra. Tel mig ekki þurfa að tilgreina dæmi þar að lútandi, en held að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1735

  Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins (14.06.2015) er spurning vikunnar: Telurðu nauðsynlegt að setja lögbann á verkfallsaðgerðir? Spurningunni er beint til fjögurra einstaklinga, sem blaðamaður hefur væntanlega hitt á förnum vegi. Spurningin er ekki bara út í hött, heldur byggð á nokkuð viðamikilli vanþekkingu spyrjanda. Lögbann er fógetaaðgerð, sem beinist oftast gegn því að stöðva eða banna …

Lesa meira »

Older posts «