Monthly Archive: júní 2015

Molar um málfar og miðla 1734

  Elín Pálmadóttir blaðamaður og rithöfundur hefur verið sæmd æðstu orðu Frakklands fyrir framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar og er það að verðleikum. Rifjast nú upp, að fyrir áratugum á fundi í Blaðamannafélagi Íslands varð þeim sem þetta ritar það á að kalla Elínu og Hólmfríði Árnadóttur á Alþýðublaðinu blaðakonur. (Hefur verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1733

  Rafn skrifaði (08.06.2015): ,,Sæll Eiður – Opnun maga við keisaraskurð? Fréttin er ekki alveg ný, en hún er úr DV (15.05.2015). Ég hefði getað skilið að læknir týndi síma í kviðarholi sjúklings eða jafnvel legi, þar sem um keisaraskurð var að ræða. Hvernig honum tókst að koma símanum í maga sjúklingsins er hins vegar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1732

  Í fylgiblaði Morgunblaðsins (05.06.2015) er hálfsíðu auglýsing  frá Málningarverslun Íslands. Þar segir: Þegar hefðbundin málning er ekki að duga … Þarna hefur verið að verki slakur textahöfundur hjá auglýsingastofu eða fyrirtækinu. Hér hefði verið ólíkt betra að segja: Þegar hefðbundin málning dugar ekki.  Þess  er-að sýki er smitandi.   Í morgunfréttum Ríkisútvarps, klukkan átta, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1731

  Molavin skrifaði (05.06.2015): ,, Það heitir víst að bera í bakkafullan lækinn að nefna þetta enn einu sinni, en þeim á Vísi lærist seint að fara rétt með. Í dag, 5.6.2015 stendur þetta í frétt um jökulgöng fyrir ferðafólk: „Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vígði göngin við hátíðlega athöfn og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1730

  Gamall starfsbróðir benti Molaskrifara á eftirfarandi á vef Ríkisútvarpsins: ,, ,, 4000 sjómenn féllu við Íslandsstrendur“, segir á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Þar er átt við franska sjómenn. Ætli ekki sé átt við að þeir hafi drukknað? Ef svo er, þá er þetta með eindæmum klaufalegt orðalag, greinilega ritað án þess að hugsa.” –Vanhugsað. Molaskrifari þakkar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1729

  Molavin skrifaði (03.06.2015): ,,Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu í annarlegu ástandi á Austurvelli…“ segir í upphafi fréttar á Vísi í dag, 3. júní. Þetta er vitaskuld ekki rangt en óþarfa málalenging að nota fullt heiti embættisins. ,,Lögregla handtók konu…“ segir nóg. Lipur texti án málalenginga er kostur. Það ættu ritstjórar að brýna fyrir nýliðum. – …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1728

  Molalesandi skrifaði (01.06.2015):,, Á vef Kennarasambandsins er spurt: Eru danskir skólar að bregðast börnum innflytjenda? Væri ekki réttara að segja „Bregðast danskir skólar börnum innflytjenda?“ Hvað ætli kennarar í íslensku segi?” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Auðvitað er – er að – rit-tískan óþörf þarna. Já, hvað segja kennarar?   Draumur Íslendinga um Íslendingaslag ( í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1727

  Í auglýsingablaði um stóreldhús frá Ekru,sem fylgdi Fréttablaðinu á laugardag (30.05.2015) segir á forsíðu:  Það felst mikill sparnaður í því að versla alla matvöru á einum stað. Við verslum ekki matvöru. Við kaupum matvöru. Þar segir líka: Nýlega hóf fyrirtækið að selja matvöru í erlend skemmtiferðaskip sem stoppa hér á landi yfir sumartímann, en …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1726

Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (29.05.2015): ,,Enginn maður hefur gengt ráðherraembættum lengur en Halldór en hann sat á Alþingi í rúm þrjátíu ár,“ sagði Heimir Már Pétursson í fréttum Stöðvar 2 fimmtudaginn 28. maí þegar Halldórs Ásgrímsson var jarðsettur. ,,Á hverju skyldi hann hafa reist þessa skoðun? Í Handbók Alþingis segir, að Halldór hafi setið næst …

Lesa meira »

» Newer posts