FRAMKVÆMD MANNVIRKJA Ástæðan er gríðarlegur kostnaður við framkvæmd mannvirkja,sem tengjast leikunum, var sagt i í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (28.07.2015) Fréttin var um þá ákvörðun yfirvalda í Boston að sækjast ekki eftir því að halda Ólympíuleika. Hér var átt við mikinn kostnað við mannvirkjagerð. Framkvænd mannvirkja er út í hött. – Það þarf að lesa yfir, …
Monthly Archive: júlí 2015
Molar um málfar og miðla 1762
AUSTUR AF SVÍÞJÓÐ Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (28.07.2015): ,,Ég var mikið nær um kafbátafundinn eftir að ég las þetta á vísi: Kafarar fundu bátinn um þremur kílómetrum austur af Svíþjóð eftir að upplýsingar bárust um hnit frá íslensku fyrirtæki. http://www.visir.is/kafbaturinn-sokk-liklegast-arid-1916/article/2015150729167 Molaskrifari þakkar ábendinguna. Í fréttinni er líka talað um hvíldarstað bátsins. Báturinn mun hafa sokkið …
Molar um málfar og miðla 1761
ÍSLENDINGAR Íslendingaþættir Ríkissjónvarpsins eru gott efni. Gaman var að sjá þáttinn um Sigurð Sigurðsson (26.07.2015). Við unnum nánast hlið við á gömlu fréttastofunni á fyrstu árum sjónvarpsins. Skemmtileg myndin af Sigurði undir lok þáttarins, með sígarettuna við Smith Corona rafmagnsritvélina. Þær þóttu merkilegar á þeim tíma, – en voru gallagripir með alltof stórum valsi. Hentust …
Molar um málfar og miðla 1760
ÁHÆTTUR Molavin skrifaði (27.07.2015): „Dómarinn fékk heilahristing við að fá boltann í höfuðið og var ákveðið að taka engar áhættur með hann.“ Vísir 27.07 2015. Hvað næst? Ófærðir á vegum, neyðarástönd á sjúkrahúsum eða veðurblíður á landinu? – Já, von er að spurt sé. Þakka ábendinguna, Molavin. ENGIN STOÐ FYRIR ,,Engin stoð fyrir gífuryrði Ólafs”, …
Molar um málfar og miðla 1759
BROTHÆTT VEÐURSPÁ Já, Brothætt veðurspá. Þetta er fyrirsögn fréttar á dv. is (23.07.2015) Tengillinn við fréttina er skárri en fyrirsögnin: http://www.dv.is/frettir/2015/7/23/tvisynt-utlit-fyrir-verslunarmannahelgina/ Í fréttinni segir: ,,Tæplega tvær vikur eru þar til verslunarmannahelgin brestur á í allri sinni dýrð.”. Einmitt það:,,Í allri sinni dýrð!” ,,Það er búið að vera óheppilegt tíðarfar fyrir norðan og austan”. ,,Eftir næstu …
Molar um málfar og miðla 1758
UM NÁSTÖÐU OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson sendi Molum svohljóðandi bréf: ,,Sæll, Sendi þér þetta til að létta á mér þó tel ég mig ekkert tiltakanlega góðan í skrifum og málfari. Blaðamenn virðast margir hverjir ekki búa yfir hæfileika til að segja frá sem hlýtur að skipta meginmáli. Niðurstaðan verður oftast hnoð. Punktur getur þó …
Molar um málfar og miðla 1757
KISI BORÐAR Molavin skrifaði (22.07.2015): ,,Hvað má kisi ekki borða? Þannig hljóðar fyrirsögn í prentútgáfu Morgunblaðsins (22.07.2015) á grein um mataræði katta. Maður býst nú við öllu í netútgáfunni mbl.is – en trúlega eru afleysingabörn að störfum á ritstjórn blaðsins. Samt hélt ég að börn væru frædd um það í leikskóla að fólk borði en dýr éti. …
Molar um málfar og miðla 1756
BÁTASMÍÐI Á GÁSUM Rafn sendi eftirfarandi (20.07.2015) ,,Flest er farið að nýta sem byggingarefni. Á Gásum er sagt að verið sé að smíða bát úr miðaldaverkfærum. Ég get skilið, að miðaldaverkfæri séu nýtt við slíkar smíðar, það er að smíðað sé með þeim. Hins vegar er nokkuð langt til seilst að smíða bát úr slíkum …
Molar um málfar og miðla 1755
STAÐSETNINGARÁRÁTTAN Margir fréttaskrifarar hafa ofurást á orðinu staðsettur. Af mbl.is á laugardag (18.07.2015): ,,Annar kraninn verður staðsettur í Mjóeyrarhöfn en hinn á Grundartanga og mun sá síðarnefndi meðal annars verða nýttur til að þjónusta álver Norðuráls.” Kraninn verður við eða í Mjóeyrarhöfn. Hinn kraninn verður meðal annars notaður í þágu Norðuráls. Orðinu staðsettur er næstum …
Molar um málfar og miðla 1754
MIKIÐ MAGN FERÐAMANNA! Í fréttum Ríkissjónvarps (16.07.2015) var sagt: Ferðamenn streyma hingað í áður óþekktu magni. Það var og! Magn ferðamanna er venju fremur mikið í ár!!! Hér hefði farið betur á því að segja til dæmis, að ferðamenn kæmu nú til landsins í áður óþekktum mæli. Eða, – Fleiri ferðamenn koma nú til Íslands …