AÐ KOMA VIÐ SÖGU Það skal fúslega viðurkennt, að hér er nokkuð oft minnst á sömu hlutina, það er gert í þeirri vissu að, – dropinn holar steininn og að aldrei er góð vísa … Algengt er að orðtökum sé slegið saman. Í veðurfréttum Ríkissjónvarps ( 13.07.2015) sagði veðurfræðingur: Þegar hér er komið við sögu. …
Monthly Archive: júlí 2015
Molar um málfar og miðla 1752
AÐ FURÐAST Gamall skólabróðir skrifara, nú búsettur erlendis, sendi þessar línur (13.07.2015): ,,Sá þetta í grein á Stundinni í frétt um uppsagnir starfsmanna Ríkisútvarpsins. Þeir starfsmenn RÚV sem Stundin hefur rætt við furðast uppsagnirnar og segja að þær hafi komið flatt upp á alla. Mér finnst ekki að móðurmálið verði ríkara af þessu nýyrði. Hvað finnst þér? (Furða …
Molar um málfar og miðla 1751
RÝR EFTIRTEKJA Ríkissjónvarpið gerði fréttamann út af örkinni með forsætisráðherra, SDG, til Brussel fyrir nokkrum dögum. Ráðherra fór í tilgangslausa og illa tímasetta ferð. Heldur var fréttaeftirtekjan rýr og var þar ekki við ágætan fréttamann Ríkisútvarpsins að sakast. Við fengum að vita, að fundurinn með Donald Tusk forseta leiðtogaráðs ESB hefði verið ,, óvenju afslappaður …
Molar um málfar og miðla 1750
KARLMAÐUR EÐA KONA Í Spegli Ríkisútvarpsins á miðvikudagskvöld (08.07.2015) var pistill um ferðamenn sem koma til Íslands. Þar sagði fréttamaður: … þá var hinni dæmigerði ferðamaður um þrítugt, karlmaður eða kona, og kom frá … Þetta hef sem sé verið hin merkilegasta rannsókn. Ferðamenn, sem heimsóttu Ísland, voru ýmist karlar eða konur. Þetta er mjög …
Molar um málfar og miðla 1749
ALLT UNNIÐ FYRIR GÝG? Þannig spyr K.Þ. í bréfi til Molanna (08.07.2015). Hann sendir þessa tengingu: http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/07/08/oli-bjorn-thingid-hefur-hvorki-tima-ne-thekkingu/ „Óli Björn rekur upp störf nýliðins Alþingis … “ Og bætir við: ,,Þar fór í verra!”- Molaskrifari þakkar ábendinguna og nefnir að ekki væri verra á stundum að geta rakið upp það sem prójónað hefur verið á …
Molar um málfar og miðla 1748
VER OG VERBÚÐ Molavin skrifaði (08.07.2015): – ,, ,,Um svokallaða verbúð er að ræða, en Eyþór telur að frá miðöldum og allt til landnáms hafi fólk komið í verið, róið þaðan til sjávar og sótt fisk sem síðan var færður aftur í verið og verkaður.“ Þessi texti er úr Morgunblaðinu 8. júlí. Blaðamaður (barn?) …
Molar um málfar og miðla 1747
Molavin skrifaði (06.07.2015): ,,Morgunblaðið segir í fyrirsögn og frétt ( http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/07/06/georg_spegilmynd_fodur_sins/ ) 6. júlí að Georg prins, sonur Vilhjálms prins, hertoga af Cambridge, sé „spegilmynd föður síns.“ Ég sé að í enskum fjölmiðlum hefur snáðinn verið sagður vera „spitting-image“ föður síns og þá er það nú málvenja hér að tala um „lifandi eftirmynd föður síns.“ Hins …
Molar um málfar og miðla 1746
K.Þ. skrifaði (05.07.2015): ,,Á heimasíðu Vísis (http://www.visir.is/forsida ) er tengill á eina fréttina ritaður þessum orðum: Hnífjafnt á mununum. Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa.http://www.visir.is/grikkir-ganga-til-atkvaeda-i-dag/article/2015150709521 Ég sé þetta orðalag ekki í fréttinni sjálfri. Ég kannast við orðalagið mjótt á mununum, en orðalagið jafnt á mununum (eða jafnvel hnífjafnt) er nýtt fyrir …
Molar um málfar og miðla 1745
Málglöggur Molalesandi spurði hvort skrifari hefði misst af þessari málfarslegu dvergasmíð: http://vb.is/frettir/118629/ Fyrirsögnin í Viðskiptablaðinu (03.07.2015) er svona: Skortur á efnislegum gæðum dregst saman. !!! Satt er það að þessi fyrirsögn er aldeilis óvenjuleg dvergasmíð! Það gildir raunar um alla fréttina. Enginn les yfir, – ekki á þessum bæ, frekar en öðrum. Molaskrifari þakkar ábendinguna. …