SKYNSAMAR TILLÖGUR Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (27.08.2015) var talað um skynsamar tillögur. Molaskrifara var kennt á sínum tíma að tillögur eða breytingar gætu ekki verið skynsamar. Þær gætu verið skynsamlegar. En þetta orðalag heyrist æ oftar. Sama morgun talaði umsjónarmaður þáttarins um að farið yrði yfir það sem hefði toppað allar fréttir vikunnar. Það er …
Monthly Archive: ágúst 2015
Molar um málfar og miðla 1782
AÐILAR OG EINSTAKLINGAR Molavin skrifaði: ,,Baráttan við klúðursyrðin aðila og einstakling er löng og ströng. Þessi orð eiga sjaldnast við í fréttum, rétt eins og dæmið í Vísi í dag (26.8.2015): „Nítján ára karlmaður gaf sig fram við dönsku lögregluna í morgun og viðurkenndi að hafa ráðið þremur einstaklingum bana á bóndabæ við Gandrup …
Molar um málfar og miðla 1781
FULLT AF Í auglýsingu á bls. 30 í Morgunblaðinu (24.08.2015) er kynnt útgáfa sérblaðs um heilsu og lífstíl föstudaginn 28. ágúst , – ætti raunar samkvæmt stafsetningarorðabók Molaskrifara að vera lífsstíl. Í auglýsingunni segir: Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu, … …
Molar um málfar og miðla 1780
EFTIRMÁL- EFTIRMÁLI Molavin skrifaði: „Þetta hefur American Banker eftir Guðrúnu Johnsen í grein um eftirmála bankahrunsins á Íslandi.“ Þetta er úr grein í Morgunblaðinu 21. ágúst og ljóst að ýmsir blaðamenn lesa ekki reglulega umfjöllun um málfar. Um mun á merkingu orðanna „eftirmál“ og „eftirmáli“ hefur verið rækilega og ítrekað fjallað á þessum vettvangi sem …
Molar um málfar og miðla 1779
ALVEG FYNDIÐ G.G. skrifaði (22.08.2015): ,, Ég held þú hefðir áhuga á að lesa þetta: http://www.ruv.is/frett/malvilla-a-morg-thusund-verdlaunapeningum „Þetta er alveg fyndið…“ sagði upplýsingarfulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur um villu í áletrun verðlaunapeninga. Engan skyldi undra að hún rak ekki augun í þetta í byrjun! ,,Alveg“ er nú troðið í ólíklegustu setningar. Þannig segir í prentuðu samkomulagi um félagslega …
Molar um málfar og miðla 1778
ÓMAR KVADDI VÍSU G.G. skrifaði (20.08.2015) og vísar til viðtals við Ómar Ragnarsson,sem var á ferð á rafknúnu reiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur og sló víst nokkur met í ferðinni: „…þú kvaddir vísu á leiðinni…“, sagði umsjónarkona þáttar á RÚV, í símtali við Ómar Ragnarsson! Kvaddi hann margar hálfkveðnar vísur á leiðinni, hver veit? …
Molar um málfar og miðla 1777
MÁLFAR Í ÍÞRÓTTAFRÉTTUM Velunnari Molanna skrifaði (19.01.2015) : ,,Blessaður, Eiður. Það er til að æra óstöðugan að amast við málfari íþróttafréttamanna, eins og við höfum áður rætt, og ekki því að heilsa að þeir „standi uppi sem sigurvegarar“ á þeim velli eða vinni þar „sannfærandi sigra“. En ekki er ótítt að þeir „fari alla leið“ …
Molar um málfar og miðla 1776
BLÉST UM KOLL Gunnsteinn Ólafsson benti á þetta af mbl.is (17.08.2015). Fréttin var um sprengingu í Bangkok: „Þetta var svo kröftug sprenging að ég blést hreinlega um koll og það gerðist líka fyrir aðra. Það féll mikið til ofan á mig,“ segir Siefert. „Ég var smurður svo miklu blóði að ég var ekki viss …
Molar um málfar og miðla 1775
VIÐTENGINGARHÁTTUR Vaxandi tilhneiging virðist til að nota viðtengingarhátt í fyrirsögnum þar sem betra væri að nota framsöguhátt. Dæmi af fréttavef Ríkisútvarpsins (17.08.2015): Rússar finni lítið fyrir þvingununum. http://www.ruv.is/frett/russar-finni-litid-fyrir-thvingunum Eðlilegra og skýrara hefði verið að segja: Rússar finna lítið fyrir þvingununum. SPENNIR KOMST Í REKSTUR Ekki kann Molaskrifari að meta orðalag á mbl.is (17.08.2015),sem notað …
Molar um málfar og miðla 1774
STÖÐVAST – STAÐNÆMAST T.H. skrifaði (15.08.2015). Hann vekur athygli á þessari frétt á visir.is (15.08.2015): http://www.visir.is/fjarlaegdu-langt-ror-ur-nefi-skjaldboku—myndband/article/2015150819337 Hann segir síðan:“Sá sem setur myndbandið inn skrifar einnig að blæðingin hafi staðnæmst nánast samstundis og rörið var komið út.“ Það þarf líklega að útskýra muninn á „að staðnæmast“ og „að stöðvast“ fyrir fréttabörnunum!” Þakka bréfið, T.H. Það …