Monthly Archive: september 2015

Molar um málfar og miðla 1805

UPPNEFNI Fremur er sjaldgæft að sjá eða heyra fólk uppnefnt í fjölmiðlum. Í viðtali á visir.is (25.09.2015) talaði útvarpsstjóri Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir um Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kastljóss, og sagði: ,,Ekki mátti minnast á það hjá Þóru litlu Arnórs þegar hún var að fjalla um upphaf lögreglukvenna…”. Þetta segir heilmikið um útvarpsstjóra Útvarps Sögu, en …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1804

FLJÓTANDI VATN Rafn skrifaði (28.092015) vegna fyrirsagnar á mbl.is:,, Þessi frétt er nú á net-Mogga. Ég á því að venjast, að talað sé um rennandi vatn en ekki fljótandi: Vís­bend­ing­ar um fljót­andi vatn Vís­inda­menn NASA hafa fundið vís­bend­ing­ar um að vatn fljóti niður hlíðar gljúfra og gíga á yf­ir­borði Mars yfir sum­ar­mánuðina þar. Þeir segja …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1803

  RAUÐI KROSSINN SLETTIR Rauði krossinn á Íslandi slettir á okkur ensku í sjónvarpsauglýsingu og segir VERTU NÆS. Hversvegna talar Rauði kross Íslands ekki íslensku við Íslendinga?   Þetta er ekki til eftirbreytni. Ráðamenn hjá Rauða krossinum ættu að sjá til þess að þessu verði breytt. Þetta er Rauða krossinum ekki til sóma. Meira um slettur: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1802

  Í KRÖGGUM Fyrirsögn af visir.is (23.09.2015): Hjón í fjárhagslegum erfiðleikum unnu 15 milljónir. Þarna kom vinningur greinilega á réttan stað. En skyldi sá sem fréttina skrifaði aldrei hafa heyrt orðtakið að vera í í kröggum, – skorta fé, vera lítt fjáður, eiga við fjárhagsvanda að etja? Hjónin voru í kröggum. Kröggur eru (fjárhags)vandræði, segir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1801

  FÉKK Á SIG LEKA! Ýmislegt undarlegt ber fyrir augu á vefmiðlum, sem miðla fréttum á netinu. Þannig er (21.09.2015) á visir.is sagt frá togara sem leki kom að, að hann hafi fengið á sig leka! Enginn les yfir. Enginn metnaður til að gera vel. Í fréttinni segir: ,, Togarinn Ásbjörn RE, sem fékk á sig …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1800

  VERSLA – KAUPA Í Bónusversluninni í Árbænum rak Molaskrifari augun í auglýsingaskilti frá Blindravinnustofunni, sem á stóð: Verslaðu hágæðavörur. Betra hefði verið: Kauptu hágæðavörur.   VÍÐA LEYNIST OLLA Í sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins (20.09.2015) er lóðrétt orð, sem finna skal fyrir orsökuðum. Það reyndist vera ullum, sem væntanlega er dregið af sögninni að olla sem er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1799

  FLJÓTFÆRNI Sigurður Sigurðarson skrifaði (19.09.2015): Sæll, Hér eru örfá dæmi um fljótfærnislegar villur í fjölmiðlum. Þarfnast varla skýringa:   Ferðalangur fær sér kaffibolla og nýtur útsýnisins yfir Havana. Airbnb hefur slegið í gegn þar í borg og skapar heimamönnum verðmætar aukatekjur. Myndatexti í Morgunblaðinu 30. ágúst 2015, bls. 21. Eru til verðlitlar aukatekjur? Betra að tala um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1798

HROÐVIRKNI Molavin skrifaði (18.09.2015): „Maðurinn, Hannibal Sigurvinsson, var gert að sök að hafa veist að ofbeldi að manni er sá sat í bifreið sinni…“ Svo segir í frétt Vísis 18. sept. Ég trúi því ekki að blaðamaðurinn kunni ekki að skrifa rétt venjulegt mál – en í þessu eina broti einnar málsgreinar fréttarinnar er svo …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1797

ENN UM STOKKINN Molavin skrifaði í gærkvöldi (18.09.2015): ,,Í sjónvarpsfréttum í kvöld, 18. sept. var sagt að Arnar Jónsson leikari muni ,,stíga á stokk“ hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrsta sinn í langan tíma. Hér er bull á ferðinni. Hann mun stíga á svið, eða eins og oft er sagt, stíga á fjalirnar. En meðan fréttastjóri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1796b

  AÐ OLLA Sögnin að olla ( sem reyndar er ekki til ) kemur  æ oftar  við sögu í fréttaskrifum. Gunnsteinn Ólafsson  benti á þetta nýlega dæmi á mbl.is (15.09.2015):  ,,Þess­ar upp­götv­an­ir ullu því að sam­band hans við móður­ina sem ætt­leiddi hann versnaði og ákvað hann að flýja Pól­land.” http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/15/endurfundir_eftir_70_ara_adskilnad/ Fréttin er um endurfundi tvíbura …

Lesa meira »

Older posts «