Monthly Archive: október 2015

Molar um málfar og miðla 1825

  BRÉF FRÁ LESANDA Sigurður Sigurðarson sendi Molum eftirfarandi bréf (29.10.2015): 1. „Hnífaárásir gerðar á götum Ísraels“ segir í fyrirsögn í Morgunblaðinu á bls.17. þann 20. október 2015. Í fréttinni segir: „Ótti hefur gripið um sig í Ísrael vegna árása sem gerðar hafa verið á óvopnaða borgara á götum úti, oft með hnífum. Á sunnudag gerði ísraelskur bedúíni, Mohind …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1824

  GANGA EFTIR Úr frétt á stundin.is (26.10.2015) um vigtarskekkjur hjá Bónus:,, ,,Verslanir eigi að vera með löggild mælingartæki og Neytendastofa gangi á eftir því að þau séu það.” Hér hefði átt að standa: ,, … og Neytendastofa gangi eftir því að þau séu það”. Ekki gangi á eftir því. Neytendastofa á að fylgjast með …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1823

AF OG FRÁ Bílnum stolið af Íslandsmeistara, sagði í fyrirsögn á mbl.is (26.10.2015). http://www.mbl.is/sport/efstadeild/2015/10/26/bilnum_stolid_af_islandsmeistara_3/ Miðað við þolmyndarmisnotkun margra fréttaskrifara mætti í fyrstu ætla að Íslandsmeistari hafi stolið bíl. Svo var reyndar ekki. Bíl var stolið frá Íslandsmeistara. Ekki af Íslandsmeistara. Nema hann hafi verið með bílinn á sér.   ÞREKVIRKI Í síðdegisfréttum Ríkisútvarps (25.10.2015) var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1822

  TIL ATHUGUNAR Í þessari stuttu málsgrein af mbl. is (24.10.2015) eru tvær villur. ,,Rauði hálf­mán­inn í Líb­ýu grein­ir frá því að lík­um 40 flótta­manna hafi rekið á land þar í landi í dag. Mohames al-Masrati, talsmaður Rauða hálf­mán­ans í Líb­ýu, seg­ir að 27 lík­anna hafi fund­ist í bæn­um Zliten, aust­an við höfuðborg­ina Trípólí. Hin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1821

  Æ ALGENGARA ORÐALAG Í morgunútvarpi Rásar tvö (23.10.2015) var sagt um tónlistarmann: ,,Hún er ekki búin að gefa út plötu í (3?) ár”. Svona orðalag heyrist æ oftar. Einfaldara og betra: Hún hefur ekki gefið út plötu í þrjú ár.   STÍGA TIL HLIÐAR Aftur og aftur var tönnlast á því í öllum miðlum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1820

  EYÐING VAR FRAMKVÆMD Molavin skrifaði :,, ,,Sú eyðing var framkvæmd…“ hefur Morgunblaðið (22.10.2015) orðrétt eftir framkvæmdastjóra Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Látum nú liggja milli hluta hversu rétt eða rangt það er, siðferðilega, að eyða afritum af opinberum tölvupóstum, sem geta skipt verulegu máli í stjórnsýslunni. Lög banna það reyndar. En nafnorðasýki smitast auðveldlega, t.d. úr ensku. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1819

SAFNA METFÉ Molavin skrifaði (20.10.2015):,, „Safna metfé á Kickstarter“ segir í fyrirsögn á Vísi (19.10.2015). Það sem reynt er að segja í fréttinni er að ungum mönnum hafi tekist að afla fjár til að fullgera uppfinningu sína. Eitt af einkennum svonefndra fréttabarna er að þau eru ófeimin að nota orð og hugtök, sem þau samt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1818

  ÓÍNÁANLEGUR Ragnar Torfi skrifaði (19.10.2015): ,,Sæll Eiður. Í frétt á Vísi er fjallað um hallarbyltingu í félagi múslima á Íslandi. Ekki tókst að ná sambandi við Samann Tamimi vegna fréttarinnar. Hann reyndist Óínáanlegur Allaf lærir maður eitthvað nýtt. Ef ég er alltað við símann og svara öllum, þá hlýt ég að vera Sí-í-náanlegur !” http://www.visir.is/salmann-tamimi-oinaanlegur/article/2015151019125 …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1817

SÓKN ÞÁGUFALLSINS – MÉRANIR Í Molum (1813) var nýlega fjallað um sókn , eða ásókn þágufallsins í töluðu og rituðu máli. Nú hefur Helgi Haraldsson , prófessor emerítus í Osló sent Molaskrifara línu um þetta. Helgi segir: ,, Halldór heitinn Halldórsson kallaði þágufallsfylliríið méranir. Sjá: http://www.europeana.eu/portal/record/92012/BibliographicResource_2000081741163.html Molaskrifari þakkar þessa ágætu ábendingu.   ENN UM SÖGNINA AÐ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1816

  HELMINGUR SAGT UPP ,,Helmingur hjá Elko í Leifsstöð sagt upp vegna meints hroka verslunarstjóra”. Þetta er óskiljanleg fyrirsögn af dv.is (16.10.2015). Þegar fréttin er lesin, kemur í ljós að helmingur starfsfólks Elkó hefur sagt upp störfum. Það kemur ekki fram í fyrirsögninni. Fyrirsagnir eiga að vera skiljalegar. Þær eiga að vera um kjarna fréttar. …

Lesa meira »

Older posts «