Monthly Archive: nóvember 2015

Molar um málfar og miðla 1845

BROTLENDING Skúli Brynjólfur Steinþórsson, sem lengi var flugstjóri hjá Loftleiðum, Flugleiðum og Icelandair, sendi Molum eftirfarandi bréf (24.11.2015): ,,Heill og sæll, ég hefi tekið eftir því að þegar sumir fjölmiðlar fjalla um það, þegar Germanwings flugvélin fórst í Ölpunum, þá tala þeir um að hún hafi brotlent. Flugvélinni var viljandi flogið inn í fjallshlíð þannig …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1844

  ÓVÖNDUÐ SKRIF Sigurður Sigurðarson sendi skrifara þessar línur á þriðjudaginn (24.11.2015): Sæll, Mikið óskaplega er vefritið Pressan oft illa skrifað. Hvernig má skilja eftirfarandi fyrirsögn: „Hvers vegna lék Belgía svo stórt hlutverk í hryðjuverkunum í París?“ Því er til að svara að Belgía lék ekkert hlutverk í þeim atburðum. Landið kom hins vegar við sögu og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1843

  ÚTSÖLU FÖSTUDAGUR Molaskrifara fannst það heldur óskemmtileg sending, sem hann fékk frá raftækjasalanum ELKO (sem hann hefur átt ágæt viðskipti við) á mánudagsmorgun (23.11.2015). Þá var borið heim til hans, eins og sjálfsagt velflestra á höfuðborgarsvæðinu, auglýsingablað um stórútsölu. Látum það nú vera, þótt ruslpóstur sé annars heldur hvimleiður. En fyrirsögnin með heimsstyrjaldarletri á …

Lesa meira »

AÐ VILLA UM FYRIR FÓLKI

Svo er að  sjá sem forseti Íslands og Morgunblaðið séu komin í  sameiginlega herferð gegn aðild  Íslands að Schengen. Er ekki Útvarp Saga í sama liði? Bandaríkjamenn segja ,,Politics makes strange bedfellows”, sem útleggst lauslega: Í pólitíkinni verða til undarlegir rekkjunautar, – eða  undarlegasta fólk sængar saman í pólitík. Auðvitað er  Schengen-kerfið  ekki gallalaust og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1842

  AÐ ÆRA ÓSTÖÐUGAN Það ærir óstöðugan að gera athugasemdir við lögreglufréttir, til dæmis á mbl.is (20.11.2015): ,,Kon­an var met­in ekki hæf til að aka öku­tæki” – Konan var talin vanhæf (ófær um að )  til að aka bíl, bifreið. .Og úr sömu frétt: ,, Ökumaður­inn er grunaður um ölv­un við akst­ur og er vistaður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1841

ENN UM VIÐTENGINGARHÁTT Molavin skrifaði (22.11.2015): ,,Röng og villandi notkun viðtengingarháttar virðist orðin að reglu á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hvað sem veldur. „Tekjuhæstu bæirnir fái mest í sinn hlut“ segir í frétt (21.11.2015) á vef ruv.is. Samkvæmt fréttinni fá bæjarsjóðir hlutdeild í skatti á fjármálafyrirtæki eftir útsvarstekjum. Það er ekki verið að hvetja til þess. Þetta er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1840

MÁLFRÆÐI OG LÍFFRÆÐI Rafn skrifaði (18.11.2015) : ,,Sæll Eiður Í enskri málfræði fyrirfinnst engin kyngreining, þannig að í því máli fer kyngreining alfarið eftir líffræðikyni. Í íslenzku og fleiri málum er hins vegar skýr munur milli málfræðikyns og líffræðikyns. Þannig eru ráðherrann og kennarinn hann, hvort heldur viðkomandi heitir Jón eða Gunna, nema talað sé …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1839

  ORÐAHNIPPINGAR Á RÁS TVÖ! Það er nýjung hjá Ríkisútvarpinu að útvarpa rifrildi eða orðahnippingum dagskrárgerðarmanna eins og gert var í lok morgunþáttar Rásar tvö á mánudag (16.11.2015). Þetta má heyra í sarpinum, alveg undir lokin: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/morgunutvarpid/20151116 Þetta er úr frétt á vefnum visir.is: ,,Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1838

GAMALDAGS EÐA GLEYMT? Þykir fréttamönnum og dagskrárgerðarmönnum það gamaldags að segja að eitthvað hafi gerst í fyrra , í fyrra vor eða í fyrra sumar? Eða er þetta ágæta orðalag bara að falla í gleymsku? Nú er venjan að segja (eins og í ensku) síðasta ár, síðasta vor, síðasta sumar. Í ágætum þætti í Ríkissjónvarpinu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1837

VERÐSKULDUÐ VERÐLAUN Það var verðskuldað og löngu tímabært að Guðjón Friðriksson , rithöfundur og sagnfræðingur, hlyti verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu (16.11.2015). Bubbi Morthens hlaut sérstaka viðurkenningu. Þekki lítið til verka hans. Til hamingju, báðir tveir. Fréttin um afhendingu verðlaunanna sýndist mér alveg fara framhjá Stöð tvö.   RÉTT SKAL VERA RÉTT Sigvaldi …

Lesa meira »

Older posts «