DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Allir dagar eiga að vera dagar íslenskrar tungu. Í dag er fánadagur. Þess vegna flöggum við, sem höfum fánastöng. Til hamingju með daginn! ÓREIMDIR SKÓR Edda skrifaði (12.11.2015) vegna fréttar á mbl. is : ,, Einni konu voru dæmdar 225 …
Monthly Archive: nóvember 2015
Molar um málfar og miða 1835
AÐ SAFNA FYRIR Í morgunþætti Rásar tvö (11.11.2015) var talað um hið furðulega mál hjúkrunarfræðings, sem ákærður hefur verið manndráp af gáleysi. Þar var sagt að verið væri að safna fyrir henni. Þetta er ekki rétt orðalag. Verið er að safna fé henni til stuðnings. Þegar maður er að safna fyrir einhverju , þá …
Molar um málfar og miðla 1834
ÚTSLÁTTUR Þ.G. skrifaði vegna fréttar á mbl.is (11.11.2015): ,,Frétt á vefmogga dagsins: „Ekki er útilokað að stálplata hafi slegið út þegar Perla var sjósett“. Skrifari hefur greinilega litla hugmynd um hugtakið útsláttur. Rafliðar slá út vegna yfirálags en stálplötur eiga til að rifna, tærast eða springa.”” Hárrétt ábending. Þakka bréfið. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/11/ekki_hefur_tekist_ad_thetta_framskip_perlu/ DROPINN …
Molar um málfar og miðla 1833
ALLT ER STAÐSETT Úr frétt á mbl.is (07.11.2015):,, Hjólhýsið var staðsett í Garðabænum.” Hjólhýsið var í Garðabænum. Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/07/busettur_i_hjolhysi_i_gardabaenum/ ÞÁGUFALLIÐ Haft eftir formanni fjárlaganefndar á mbl.is (07.11.2015): ,,Langar þessu fólki til þess að landinu gangi illa?” Sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/11/07/osynilegur_her_neikvaedrar_umraedu/ Tek sérstaklega fram ,að þetta er ekki árás, heldur ábending og ekki úr launsátri. VIÐTENGINGARHÁTTUR …
Molar um málfar og miðla 1832
FRÁ VESTURBÆINGI – Í REYKJAVÍK Vesturbæingur skrifaði (07.11.2015): ,,Á fréttamáli tekst engum lengur neitt, heldur er sagt,- slökkviliðið náði að kæfa eldinn, hann náði að gera þetta og náði ekki að gera hitt, þegar honum tókst þetta og tókst hitt ekki. Frá útlöndum er gjarna sagt, að forseti eða ráðherra hafi verið hvattur til þessa …
Molar um málfar og miðla 1831
HLUSTUNARÞOLI! Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (06.11.2015): ,,Veistu hvað „hlustunarþoli“ er? Nei, auðvitað ekki, en þú heldur að það sé sá sem neyddur er til að hlusta á eitthvað. Stór misskilningur. Í Morgunblaðinu 5. nóvember 2015 er grein á blaðsíðu 13 undir fyrirsögninni: „Sími lögmanns var hleraður“. Þar er meðal annars vitnað í lokaritgerð í lögfræðinámi …
Molar um málfar og miðla 1830
TRÉKOL Í morgunfréttum Ríkisútvarps (04.11.2015) var talað um trékol. Var ekki verið að tala um það sem við köllum viðarkol á íslensku? Á norsku er talað um trekull. Molaskrifari gat ekki skilið fréttina á annan veg. AÐ FORSELJA Úr undirfyrirsögn í Fréttablaðinu (04.11.2015): ,,Von er á 50 rafjeppum til landsins sem flesta er búið …
Molar um málfar og miðla 1829
BÍLARNIR KOMU ÚR GAGNSTÆÐRI ÁTT Lesandi benti á frétt á mbl.is (02.11.2015): Í fréttinni segir: ,, Þar rákust saman tvær bifreiðar, sem voru að koma úr gagnstæðri átt” : Hann spyr:,, Eru bílar hættir að mætast?” Hann kveðst hafa fengið þær upplýsingar á mbl.is að orðalagið sé ættað frá lögreglunni fyrir austan. Viðmælandi hans …
Molar um málfar og miðla 1828
MÁLFJÓLUFJÖLD Ótrúlega margar málfjólur, málvillur, voru í hádegisfréttatíma Bylgjunnar á sunnudag (01.11.2015) Í frétt um flóttamannavandann var sagt að talið væri að um 400 þúsund flóttamenn…muni verða neitað um landvistarleyfi. Hefði átt að vera, – talið væri að um 400 þúsund flóttamönnum muni verða neitað um landvistarleyfi. Í frétt um flugslysið á Sinai-skaga sagði …
Molar um málfar og miðla 1827
UM VIÐTENGINGARHÁTT Molavin sendi eftirfarandi ( 31.10.2015): ,, „Dómarinn taldi að boltinn fór í höndina…“ segir visir.is (30.10.2015). Það er því miður orðið alvanalegt að fjölmiðlafólk kann ekki notkun viðtengingarháttar. Notar hann ýmist ekki – eða eins og æ oftar má sjá í fyrirsögnum, í röngu samhengi. Þar með breytist merkingin. Þetta er ekki lengur aðeins …