Monthly Archive: desember 2015

Molar um málfar og miðla 1856

KRYFJA – KRUFÐI Molavin skrifaði (28.12.2015): ,,Venjulega lítur maður til fréttastofu Ríkisútvarpsins sem fyrirmyndar um meðferð móðurmálsins. Enda eru fréttir þar venjulega á góðu máli. En mistök geta orðið og þá vantar þar eftirlit. Í frétt (28.12.2015) um síld í Kolgrafarfirði sagði: „þegar ábúendur á Eiði við Kolgrafafjörð krufu skarf…“ Þetta fór óbreytt inn á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1855

  FÓLKIÐ VAR HALDIÐ Úr frétt á mbl.is (24.12.2015): ,,Fólkið, sem var haldið af her­ská­um ír­önsk­um stúd­enta­sam­tök­um í 440 daga, fá allt að 4,4 millj­ón Banda­ríkja­dala hvert eða 10.000 dali fyr­ir hvern dag”. Seint verður sagt að þetta sé vel skrifað. Á mannamáli þýðir þetta: Fólkið var í haldi herskárra, íranskra stúdentasamtaka í 440 daga. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1854

FALLAFÆLNI Stundum er eins og fréttaskrifarar séu hræddir við fallbeygingar. Fallafælnir.  Í hádegisfréttum Bylgjunnar á Þorláksmessu (23.12.2015) var sagt ,, …vegna innlimun þeirra á Krímskaga …” Vegna innlimunar hefði þetta átt að vera. Annað dæmi úr fréttum Ríkisútvarpsins (26.12.2015) ,, …. þá var Melissa Chan fréttamaður Al jazeera gert að fara úr landi.”Sama sagan. Fréttamanni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1853

ENN UM HLUSTUN Þórhallur Jósepsson skrifaði (22.12.2015): ,,Sæll Eiður. Ég verð að játa að ég varð undrandi að sjá að þið langvinir, þú og Molavin, urðuð undrandi á þessu sem hér segir frá í Molum 1852: „UNDARLEG HLUSTUN Molavin skrifaði (21.12.2015): „Vísir heyrði ofan í þennan unga mann, sem býr á Suðurlandinu og er rétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1852

UNDARLEG HLUSTUN Molavin skrifaði (21.12.2015): „Vísir heyrði ofan í þennan unga mann, sem býr á Suðurlandinu og er rétt liðlega tvítugur.“ Svo skrifar blaðamaðurinn Jakob Bjarnar á Vísi 21.12.2015. Það er erfitt að ímynda sér hvernig sú hlustun hefur farið fram! Þakka bréfið, Molavin. Já, það er ekki auðvelt að ímynda sér hvernig þessi hlustun …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1851

ÍSFÓLKAR? Úr Stundinni (18.12.2015): ,, Saga Daníels Auðunssonar hefur nú birst víða í íslenskum fjölmiðlum, allt frá fyrstu frétt um hann á Fréttanetinu til nærmyndar í ÍsfólkarþættiRagnhildar Steinunnar Jónsdóttur.” Ísfólkarþætti? Ja, hérna. Heitir þátturinn ekki Ísfólkið? http://stundin.is/frett/adferdir-daniels-milljardamaerings-kenndar-vid-svi/   ÞINGLÝSING Í fréttum Stöðvar tvö (16.12.2015) talaði fréttamaður um að þinglýsa leigusamning. Þetta er ekki rétt orðalag. Rétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1850

  ÁRTÍÐ – AFMÆLI Þórhallur Jósepsson skrifaði Molum (17.12.2015): ,,Sæll Eiður. Um daginn hlustaði ég á Víðsjá í Útvarpinu. Rætt var við Ara Trausta Guðmundsson um föður hans, Guðmund frá Miðdal. Tilefnið var sagt vera „120 ára ártíð“ Guðmundar. Svo virðist sem fólk þekki varla eða alls ekki lengur þetta fyrirbæri ártíð. Í þessu viðtali …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1849

SVIKULT SKOT Af fréttavefnum visir. is (08.12.2015): ,,Það þýðir að við munum sjá hvar vélin var þegar hún var skotin hin ( svo!) og hvenær hið svikula skot tyrkneska flughersins hæfði þotuna …“ Hið svikula skot.? Svikull þýðir, segir orðabókin, ótrúr, ótraustur. Merking orðsins hefur sennilega ekki verið skrifaranum alveg ljós. Sjá: http://www.visir.is/segir-flugritann-leida-sannleikann-i-ljos/article/2015151208617   VÍÆPÍ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1848

ÁRSGRUNDVÖLLUR OG FLEIRA Rafn skrifaði (01.12.2015): ,,Sæll Eiður ,,Meðfylgjandi er fyrri hluti fréttar úr Netmogga, þar sem kemur fram að í kjölfar þeirra viðskipta, sem um er rætt, aukist velta félags „um 85 millj­ón­ir króna á ári og EBITDA fé­lags­ins um sex­tán pró­sent á árs­grund­velli. – Hvað sem um ársgrundvallarskrípið má segja, þá sé ég ekki að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1847

VINDMYLLUR OG USLI Molaskrifari hnaut um undarlegt orðalag í kvöldfréttum Ríkisútvarps (13.12.2015). Það gerðu fleiri. Ragnar Önundarson skrifaði skömmu eftir fréttir á fésbók: ,, Ban-ki-moon hefur lengi „barist við vindmyllur“ í loftslagsmálum og ummæli Donalds Trumps um múslima „hafa valdið miklum usla“ sagði í kvöldfréttum RÚV rétt áðan. Sennilega hefur verið ætlunin að segja að …

Lesa meira »

Older posts «