Monthly Archive: september 2015

Molar um málfar og miðla 1796a

ENN UM VIÐTENGINGARHÁTT Prófessor emerítus Helgi Haraldsson í Osló skrifaði Molum (15.09.2015): ,,Sæll Eiður. Tek undir: Það er orðið æ algengara að sjá þessa villu; fyrirsögn á visir.is (13.09.2015): Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinuhttp://www.visir.is/fimm-til-tiu-skipulagdir-glaepahopar-starfi-a-hofudborgarsvaedinu/article/2015150919518 Ég hef lagt til hliðar nokkur dæmi um þennan óþrifnað:RÚV:  http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel DV 1. febr. 2013: Reykingar aukist í þeim aldurshópi sem tekur mest …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1795

  VIÐ AKKERI Á SNÆFELLSNESI Skip Greenpeace liggur nú fyrir akkerum á Snæfellsnesi, var sagt í fréttayfirliti Bylgjunnar á hádegi á mánudag (14.09.2015). Grænfriðungar munu hingað komnir til að freista þess að trufla hvalveiðar skipa Hvals h.f. Ef skipið liggur við akkeri á Snæfellsnesi, eins og sagt var í fréttayfirlitinu truflar það varla hvalveiðar. Molaskrifari …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1794

  ALGENG VILLA Það er orðið æ algengara að sjá þessa villu; fyrirsögn á visir.is (13.09.2015): Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu http://www.visir.is/fimm-til-tiu-skipulagdir-glaepahopar-starfi-a-hofudborgarsvaedinu/article/2015150919518 Þetta hljómar eins og verið sé að ráðgera að fimm til tíu skipulagðir glæpahópar skuli starfa á höfuðborgarsvæðinu. Undarleg meinloka. Hugsunarvilla. Í skýrslu lögreglunnar er talið, að sennilega starfi fimm …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1793

  GÓÐ UMFJÖLLUN Í fréttum Ríkissjónvarps (12.09.2015) var prýðileg umfjöllun um ólöglega og forkastanlega framkomu íslenskra vinnuveitenda við erlent verkafólk, sem hingað kemur til starfa í skamman tíma, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Fulltrúi pólska sendiráðsins á Íslandi staðfesti þetta kurteislega og með hógværð í viðtali í fréttatímanum. Þetta er okkur til skammar. Sjónvarpið á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1792

SEINT BRUGÐIST VIÐ Fréttastofa Ríkisútvarpsins var lengi að taka við sér og skynja að í Evrópu eru að gerast mestu stórtíðindi og hörmungar seinni ára. Stöð tvö var fljótari að átta sig.  Það var ekki fyrr en á miðvikudag að fréttamaður Ríkisútvarps var kominn þangað sem atburðirnir voru að gerast í Evrópu og Ingólfur Bjarni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1791

UM OFNOTKUN JBG. sendi Molum þetta ágæta bréf (08.09.2015): ,,Sæll, Eiður! Hvað finnst þér um (of)notkun orðsins „grasrót“? Nú er sýknt og heilagt verið að vitna til þessarar blessuðu „grasrótar“; hvað henni finnist; að nauðsyn beri til að hlusta á vilja hennar; að hún verði að fá að tjá sig. Ég veit ekki um þig …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1790

UM FRAMBURÐ Í útvarpsþætti skömmu eftir hádegið á mánudag (07.09.2015) var rætt við unga konu sem sagði: – sesett, einu sinni, ef ekki tvisvar. Það rann svo upp fyrir Molaskrifara að hún var að reyna að segja sem sagt. Og það sem hún var kynna eða segja frá var mjög skettlett , hún átti við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1789

  LÉLEG ÞÝÐING G.G. skrifaði (06.09.2015): Hann segir: : Held að þú hefðir áhuga á að lesa þetta: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/06/thurfti_ad_drekka_brjostamjolk_ur_hundi/ ,,Átakanleg saga, en þýðingin er það ekki síður! Fyrir það fyrsta geta hundar ekki mjólkað, en tíkur geta gert það. Í annan stað þá eru ekki brjóst á tíkum, heldur júgur með spenum. Úr þeim getur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1788

FYRIR ÞINGINU – STAÐSETTUR ,, .. í ávarpi sinu fyrir Evrópuþinginu í Strassborg,” var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (03.09.2015). Íávarpi sínu á Evrópuþinginu í Strassborg, hefði þetta átt að vera. Í sama fréttatíma var rætt við Íslending sem dvalist hefur í Búdapest í tvo mánuði. Hann sagði í lokin: ,, … maður skilur ekki alveg …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1787

  ÍSLANDSVINIR Molavin skrifaði (03.09.2015): „Íslands­vin­kon­an Kel­is á von á barni.“ Þessa stórfrétt má lesa á mbl.is (3.9.15). Ekki hafði Molavin haft spurnir af þessari söngkonu fyrr, en samkvæmt mynd sem fylgir, hefur hún komið til Íslands. Það er  búið að verðfella rækilega hugtakið „Íslandsvinur“ sem gjarnan var notað um erlenda borgara, sem börðust fyrir málstað Íslands …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts