VERSLA – KAUPA Í Bónusversluninni í Árbænum rak Molaskrifari augun í auglýsingaskilti frá Blindravinnustofunni, sem á stóð: Verslaðu hágæðavörur. Betra hefði verið: Kauptu hágæðavörur. VÍÐA LEYNIST OLLA Í sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins (20.09.2015) er lóðrétt orð, sem finna skal fyrir orsökuðum. Það reyndist vera ullum, sem væntanlega er dregið af sögninni að olla sem er …