ÁHRIF FRÁ ENSKU. Molavin skrifaði: ,,Morgunblaðið virðist hætt að nota orðið mótmælasvelti yfir þá fanga, sem neyta ekki matar síns í mótmælaskyni. Í dag, 13.08.2015 er talað um Palestínumann í haldi Ísraela, sem „hefur verið í hungurverkfalli…“ Hér eru bein áhrif úr ensku auðsæ; „hungerstrike“ er ekki verkfall.”. Skrifari þakkar bréfið og góða ábendingu. Kannski …
Monthly Archive: ágúst 2015
Molar um málfar og miðla 1772
NOKKRAR AMBÖGUR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (11.08.2015): ,,Sæll, Ekki er alltaf að ég hafi nennu til að skrifa hjá mér undarlegar fréttir og svo er maður sjálfur ekkert barnanna bestur. Hins vegar fannst mér þessar tilvitnanir alveg kostulegar og benda ekki til annars en að þeir sem skrifa valdi ekki pennanum, það er hafi ekki …
Molar um málfar og miðla 1771
AÐ OG AF Góður vinur Molanna skrifar (11.08.2015) og vitnar í Pressuna (pressan.is) daginn á undan: ,, „Einn lést og annar komst lífs af ,þegar lítil flugvél fórst á Tröllaskaga í dag. Sá sem komst lífs af er einn reyndasti og þekktasti flugmaður landsins. Umfangsmikil leit var gerð af flugvélinni þegar hún lenti ekki í …
Molar um málfar og miðla 1770
FLUTNINGSFÓTUR? Glöggur Molalesandi spyr (10.08.2015): ,, Kannast lesendur við orðið FLUTNINGSFÓTUR? ,,Eírikur og fjölskylda hans er á flutningsfæti heim til Íslands og þurfa því á ýmislegu að halda í versluninni.” www.mbl.is/frettir/…/verslunin_er_handan_vid_horni… – Hann lýsir Erikslund sem verslunarhverfi á borð við Skeifuna. … Eírikur og fjölskylda hans er á flutningsfæti heim til Íslands og þurfa því á … Þetta …
Molar um málfar og miðla 1769
SLÆM ÞÝÐING Glöggur lesandi Molanna sendi eftirfarandi ((09.08.2015) : ,, Eitt dæmi af mörgum í sérlega illa þýddu viðtali sem birtist á mbl.is: ,,Ég horfði niður á vinstri fótinn minn sem var klesstur upp við stöng. Það var smá hold í sætinu og ég fann hvernig beinið mitt stakkst út,“ sagði Washington þegar hún …
Molar um málfar og miðla 1768
REIÐHJÓL – ÖKUTÆKI Rafn skrifaði eftirfarandi (07.08.2015) Sæll Eiður. Samkvæmt íslenzkum umferðarlögum er ótvírætt, að reiðhjól, barnavagnar og fleiri slík tæki eru ökutæki. Því kemur á óvart, að af 235 stolnum ökutækjum skuli 227 vera reiðhjól, en aðeins 8 önnur ökutæki, bifhjól, bifreiðar o.fl. Eins kemur á óvart, að fréttabarn skuli furða sig á að …
Molar um málfar og miðla 1767
SKULDAR FYRIR BLÓMUM Fyrirsögn af Stundinni á vefnum (05.08.2015): ,,Jón Óttar skuldar 300 þúsund fyrir blómum á sama tíma og hann fjárfestir í fjölmiðlum”. Maðurinn skuldar ekki ,,fyrir blómum” eins og sagt er í fyrirsögninni. Hann skuldar vegna blómakaupa. Sjá: http://stundin.is/frett/jon-ottar-borgar-ekki-brudkaupsblomin/ ,,SÖRPRÆSES” Í fréttum Stöðvar tvö (05.08.2015) var rætt við mann sem var að auglýsa …
Molar um málfar og miðla 1766
NÚ VERÐA SAGÐAR FRÉTTIR V.H. sendi Molum eftirfarandi (04.08.2015) með þessari fyrirsögn ,,Sæll Eiður. Kópurinn var snar í snúningum „Ég vaknaði rosalega snemma í morgun og fór í morgungöngu. Svo sá ég eitthvað sprikla (e. flopping) framundan mér. Og ég var svo þreytt, og hugsaði með mér ‘Hvaða dýr ætli þetta sé sem spriklar svona? …
Molar um málfar og miðla 1765
FRJÁLSÍÞRÓTTAMANNESKJUR Eftirfarandi barst Molum Úr Vesturbænum vegna íþróttafréttar í (02.08.2015): ,,íþróttamanneskja er ekki fallegt, sjá nokkur dæmi úr frétt 2. ágúst, en íþróttamaður gamalt og gilt orð. „Þetta má ráða af niðurstöðum rannsókna á blóðsýnum úr 5.000 frjálsíþróttamennskjum, sem lekið var til fjölmiðla á dögunum… Gögnin geyma niðurstöður rannsókna á 12.000 blóðsýnum úr …
Molar um málfar og miðla 1764
SLEGIST VIÐ KIRKJU Af mbl.is (01.08.2015): ,,Lögreglunni barst tilkynning um hópslagsmál við Seljakirkju í Breiðholti rétt eftir klukkan þrjú í dag.” Einhverjir ólátaseggir voru að slást hjá kirkjunni, í ghrennd við kirkjuna. Þeir voru ekki að slást við kirkjuna. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/01/hopslagsmal_vid_seljakirkju/ Sjálfsagt segir einhver, að þetta sé útúrsnúningur! Það lætur kannski nærri. Þetta var reyndar …