VIÐTENGINGARHÁTTUR Vaxandi tilhneiging virðist til að nota viðtengingarhátt í fyrirsögnum þar sem betra væri að nota framsöguhátt. Dæmi af fréttavef Ríkisútvarpsins (17.08.2015): Rússar finni lítið fyrir þvingununum. http://www.ruv.is/frett/russar-finni-litid-fyrir-thvingunum Eðlilegra og skýrara hefði verið að segja: Rússar finna lítið fyrir þvingununum. SPENNIR KOMST Í REKSTUR Ekki kann Molaskrifari að meta orðalag á mbl.is (17.08.2015),sem notað …