Þáttur Ríkissjónvarpsins um Eddu Heiðrúnu Backman, sem sýndur að kvöldi föstudagsins langa (03.04.2015) er með magnaðasta sjónvarpsefni, sem Molaskrifara lengi hefur séð. Hvílík kona! Hvílík hetja ! Hvílíkt hugrekki og greind! Þessi þáttur var ekki aðeins menntandi. Hann var mannbætandi. Hafið heila þökk. Edda Heiðrún, Egill, Þórhallur og þið öll,sem þarna komuð við sögu. …
Monthly Archive: apríl 2015
HVE LENGI ENN,SJÁLFSTÆÐISMENN?
Samstarf í tveggja flokka stjórn byggist á gagnkvæmu trausti og trúnaði oddvita flokkanna. Þannig var í Viðreisnarstjórninni og þannig var það lengst af í Viðeyjarstjórninni. Oddvitar flokkanna gefa ekki mikilvægar stefnumarkandi yfirlýsingar, án þess að hafa um það samráð sín á milli. Þessu er á annan veg farið í núverandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra SDG gefur stefnumarkandi …
Molar um málfar og miðla 1707
KÞ skrifaði (30.03.2015): ,,Hér er frétt um afrek nafna þíns: http://kjarninn.is/2015/03/endurkoma-kongsins-eidur-smari-i-kastljosi-erlendra-fjolmidla/ ,,Eiður Smári Guðjohnsen átti sögulega endurkomu í íslenska landsliðið í fótbolta í gær þegar Kasakar voru lagðir af velli … “ Þetta með að og af reynist mörgum erfitt og dæmin um ranga notkun eru mýmörg. Í þessu tilviki væri þó ráð …