Monthly Archive: mars 2015

Molar um málfar og miðla 1696

  Við ætlum að spila lagabút, sagði þáttarstjórnandi á Rás tvö síðdegis á laugardag (14.03.2015) Lagabút, – hluta úr lagi, bút úr lagi. Það var og. Fólk þarf ekki að vera mjög vel talandi til að vera trúað fyrir þáttastjórn í Ríkisútvarpinu. Það er miður að ekki skuli gerðar meiri kröfur þar á bæ.   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1695

  Það var ágætt hjá Ríkisútvarpinu í óveðrinu á laugardagsmorgni (14.03.2015) að tilkynna í níu fréttum að áfram yrðu fluttar fréttir af óveðrinu á Rás tvö. Þær urðu ekki margar að vísu, en þar var okkur sagt skömmu síðar að sendirinn á Skálafelli væri úti. Þulur endurtók þetta svo orðrétt skömmu síðar. Sagði það tilkynningu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1694

  Þórhallur Jósepsson skrifaði (11.03.2015): ,,Sæll. Hverjir eru strandarglópar? Ég spyr því svo virðist, sem alveg nýr skilningur sé kominn í þetta orð, a.m.k. ef marka má fréttamenn Ríkisútvarpsins. Ég hélt að strandarglópur væri sá sem situr eftir bjargarlaus á ströndinni og hefur misst af fari sínu. Í seinni tíð hefur þetta yfirfærst á þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1693

  Stundum misskilur fólk orðtök hrapallega. Eins og þingmaðurinn sem sagði í Morgunútgáfunni (10.03.2015): Ég hef aldrei dregið dulu fyrir það. Hann ætlaði að segja: Ég hef aldrei dregið dul á það. Aldrei leynt því. Sami þingmaður talaði um orsakavald, – orsök. Þingmaðurinn sagðist líka vonast til að það lagaði áfengismenninguna á Íslandi, ef frumvarp …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1692

  Molaskrifari er ekki mjög hrifinn af orðinu snjóbylur, sem tönnlast var á í Ríkisútvarpinu í gærmorgun (10.03.2015). Hefur verið nefnt hér áður. Virðist sumum fréttamönnum tungutamt. Hvað varð um hið ágæta orð stórhríð? Allir búnir að gleyma því? – Ekki allir reyndar. Það kom á skjáinn í veðurfregnum Ríkissjónvarps í gærkvöldi og Birta Líf …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1691

  Týndi áttum vegna lélegs skyggnis, sagði í fyrirsögn á mbl.is í gær (09.03.2015). http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/09/tyndi_attum_vegna_lelegs_skyggnis/ Menn týna ekki áttum! Maðurinn sem í hlut átti villtist. Hann varð áttavilltur. ,, Maður­inn hafði sam­band við lög­reglu rétt eft­ir klukk­an 16 í dag þegar hann hafði týnt átt­um vegna lé­legs skyggn­is.”Seinna í fréttinni segir: ,,Maður­inn var einn á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1690

Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins,sem flutt er á báðum rásum (06.03.2015) sagði umsjónarmaður, að í þættinum yrði okkur flutt slúður frá Alþingi. Íslensk orðabók hefur þetta að segja um orðið slúður: Þvaður, söguburður, þvættingur, kjaftasaga. Ekkert slíkt var flutt. Ekki sæmandi orðalag. Umsjónarmenn þátta í Ríkisútvarpinu þurfa að þekkja merkingu algengustu orða. Í þættinum var hlustendum sagt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1689

Ágúst Ragnarsson sendi eftirfarandi (03.03.2015). Hann lét fylgja að hér væri ekki um beina tilvitnun að ræða heldur væri þetta samandregið úr 2-3 viðtölum, en sett fram til að sýna dæmi um óvandað málfar: ,,Dæmi um ofnotkun og aukaorð. Viðmælandinn: HEYRÐU ! liðið inniheldur, hérna, marga frábæra, hérna, leikmenn og framkvæmdu leikmenn mínir , hérna, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1688

  Edda sendi Molum eftirfarandi (02.03.2015): ,,Alltof oft sér maður á netinu eða í dagblöðum notkun nafnorðsins, hor í hvk. Í barnaskóla var manni kennt að orðið hor (úr nefi) væri karlkyns, horinn, en núna virðist það vera komið í hvorugkyn, horið. Hvað veldur? Takk fyrir Molana, Edda.” Molaskrifari þakkar Eddu bréfið. Hefur tekið eftir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1687

  Höggdofa horfði Molaskrifari á Kastljós Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi (03.03.2015). Og var örugglega ekki einn um það. Fátt, ef nokkuð, er svívirðilegra, en að vekja falsvonir hjá dauðvona fólki og hafa það að féþúfu. Þetta var sannast sagna óhugnanlegt. Takk Jóhannes Kr. Kristjánsson og allir sem þarna komu við sögu. Sennilega fer viðskiptavinum Sjónarhóls í …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts