«

»

Molar um málfar og miðla 594

 

  Frá klukkan 19 30  til 21 30,  í tvær klukkustundir á besta tíma kvölds                   ( 26.04.20112)  bauð Ríkissjónvarpið okkur  nauðungaráskrifendum upp á  samfellda  boltaleiki og  boltaefni. Og svo  sagði einn af  boltasérfræðingum  ríkisins, að okkur hlakkaði til.., að fá  meiri  fótbolta á skjáinn. Það var og.

  Kjaradeila í rembingshnút, segir í  fyrirsögn á mbl. is ( (26.04..2011). Molaskrifari kannast ekki  við   rembingshnút.  Hann þekkir hinsvegar  orðið  rembihnút,  sem notað er um klaufalega hnýttan hnút,sem ekki er auðvelt að leysa.

Það er alltaf  gott að heyra Boga Ágústsson lesa fréttir. En geislabaugurinn,sem settur var á hann  (26.04.2011) er  ekki til bóta.  Það er með ólíkindum að fréttastofa Ríkissjónvarpsins skuli ekki breyta  útliti fréttatímans, sem er  ótækt og  ruglingslegtog til þess eins fallið að draga athyglina frá því sem verið er að segja.  

Fram kom í fréttum Ríkissjónvarps í kvöld ( 26.04.2011) að þrjár milljónir lítra af mjólk á ári  þarf til að framleiða skyr sem selst eins og heitar lummur ( ef þannig má taka til orða um skyr) í Bandaríkjunum og í Finnlandi. Svo væla  forystumenn  íslenskra bænda í síbylju   um að   aðild að ESB muni ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Og bulla um fæðuöryggi. Aðild  að ESB mun efla íslenskan  landbúnað. Afurðir íslenskra bænda   munu renna út  í Evrópu og í Bandaríkjunum og gefa bændum gott verð í aðra hönd fyrir vinnu sína.

 Það var í aðra röndina spaugilegt  að heyra þrjá flóttamenn úr  VG  tala um hugsjónir í fréttum fjölmiðla. Það er nýtt í eyrum   að það skuli  flokkast undir  hugsjónir að vera á móti öllu,sem hugsanlega kann að vera óvinsælt hjá alþýðu manna.  Og fylgja  öllu sem   til vinsælda  er fallið. Það er    réttnefnt  lýðskrum.

 Það virðist Ríkissjónvarpinu lífsins ómögulegt að standa  við auglýsta dagskrá. Það er  hrein undantekning  að seinni fréttir   sjónvarps hefjist á réttum tíma. Ef  útvarpið getur staðið við auglýsta  dagskrá, hversvegna  getur  sjónvarpið það ekki?  Eftir  margendurtekið nöldur  hér  er þó  farið að tilkynna  fréttaseinkun  í skjátexta. En það er í raun ekkert sem afsakar þessa  seinkun. Þetta eru bara vond vinnubrögð.

2 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Hversvegna eiga ríkið og almenningur að styrkja samtök eins og KSÍ sem skiluðu 70 milljóna hagnaði í fyrra og greiða innlendum og erlendum atvinnumönnum ofurlaun? Það er engin ástæða til þess ? Ekki nokkur. Að ekki sé nú minnst á laun stjórnenda íþróttahreyfingar og Lottós, sem seint mundu kallast sultarlaun.

  2. Úlfur Guðmundsson skrifar:

    Ég verð að segja það Eiður, að þó svo að ég hafi ekki verið spentur fyrir leiknum
    þá skil ég vel að margir hafi hafi haft gaman af honum. Unga fólkið hefur gaman af þessu, og ég gerði það líka þegar þegar ég var yngri.
    Hins vegar hafði ég gaman af tónleikunum með Kristni Sigmundsyni á páskadag ef ég man rétt. Þetta skýrist sennilega af því að smekkur manna breytist með aldrinum.
    Við erum sennilega orðnir svona gamlir.Ég efast um að margir af yngri kynslóðinni
    hafi fýlað hann.
    Að þessu sögðu vil ég bæta við .
    Á meðan þjóðin telur sig hafa enfni á því að byggja 27 milljarða skrauthöll undir
    snobbliðið í þjóðfélaginu þá finnst mér að menn ættru ekki að huga að því að
    minka þær litlu tekjur sem íþróttahreyfingin hefur af lottoinu. Þar er mikið sjálfboðastarf unnið i þágu æskunar og fyrrirbyggjandi gegn þeirri vá sem brennur
    á okkur í formi vímuefnavandans. Ég þekki það af eigin skinni, bæði sem sjálfboðaliði og fórnarlamb vímuefnaneytandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>