«

»

Orðljótasti bloggarinn?

Páll Vilhjálmsson sem kallar sig blaðamann er með orðljótustu bloggurum. Líklega sá orðljótasti. Andstæðingar ESB aðildar, einkum samtökin Heimssýn telja hann sinn öflugasta talsmann. Gott ef hann hefur ekki verið , kannski er , framkvæmdastjóri Heimssýnar. Svona byrjar bloggfærsla hans (02.10.2011): Júdasardeild Vinstri grænna reynir að ljúga sig frá svikum við stefnuskrá og kjósendur í málefnum Evrópusambandsins. Ef ekki er notað orðalag tengt nasisma þá eru það Júdasarbrgsl. Þeir einir sem hafa verulega vondan málstað tala svona og skrifa.
Nú eru ýmsir þeirra sem eru andvígir ESB aðild. Hvað segja þeir um svona málflutning ágætlega sómakærir menn. Hvað segja menn eins og Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason um svona málflutning? Það væri fróðlegt að vita.
Eiginlega ætti Blaðamannafélag Íslands að gera athugasemd við það að Páll Vilhjálmsson skuli kalla sig blaðamann. Ekki er vitað til að hann starfi sem slíkur. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir sem starfa við fréttamennsku og fjölmiðlun vilji vera undir sama hatti og Páll Vilhjálmsson.

22 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eiður skrifar:

    Dylgjur. Hvervsgena dylgjur, reynir. Talaðu hreint út.

  2. Reynir skrifar:

    Páll frændi kann að vera orðljótur og skapmaður, eins og hann á kyn til, en hann er líka hreinn og beinn eins og hann á líka kyn til, en það eru ekki allir sem hér skrifa, það veit ég.

    En sumir þola ekki að umbúðalausann sannleikann

  3. Þorsteinn skrifar:

    Ef fólk er að biðja um dæmi um ógeðfelld ummæli Páls Vilhjálmssonar, þá skal ég koma með ein slík. Í facebook-umræðu talaði hann um þingkonu sem ég ætla ekki að nefna á nafn að hún væri „kona sem kyngir, enda Samfylkingarkona“.

    Afsakið, en maðurinn á enga – alls enga – fyrirgefningu skilda fyrir þetta. Hann einfaldlega opinberaði sig þarna sem viðurstyggilega rembu með óhuganlegar fantasíur.

    Og ég hef skjáskot af þessu.

  4. Gunnar Waage skrifar:

    William Shakespeare – To be, or not to be (from Hamlet 3/1)

    To be, or not to be: that is the question:
    Whether ’tis nobler in the mind to suffer
    The slings and arrows of outrageous fortune,
    Or to take arms against a sea of troubles,

    (eitt er að vera, annað að gera 🙂

  5. Eiður skrifar:

    Við hvað er átrt.? Átta mig ekki á því.

  6. Ingolfur Torfason skrifar:

    Ekki svar verður pistill af svektum krata sem þolir ekki skoðannir annara!

    Kveðja jafnaðarmaður sem ekki elskar spillinguna og elítuna innan ESB, nægir sú heimagerða!

  7. Guðmundur Ásgeirsson skrifar:

    Bloggsíða Páls fellur væntanlega undir fjölmiðlalög. Þar með eru honum settar svipaðar reglur eins og ef hann væri að starfrækja sinn eigin fjölmiðil. Það er eins og hvert annað níð sem fullveldissinnar mega þola að því sé haldið fram fram að aðili sem starfar eftir fjölmiðlalögum, sé einhvernveginn ekki fjölmiðlamaður að minnsta kosti að hluta. Þegar umræðan er á þessum nótum, og það hjá aðilum sem láta sig rétta málnotkun varða, þá sætir það furðu. Hinsvegar mega menn auðvitað hafa skoðun á því hvort þeim finnst skrif Páls merkileg, sumum finnst það ekki, en það er bara allt annað mál.

    Gunnar Waage stjórnarmaður í Heimssýn setur hér fram vangaveltur um hugtakanotkun og minnist meðal annars á hugtakið „einangrunarsinni“. Í mínum huga er það t.d. einstaklingur með svo takmarkaða heimssýn að hún innifelur aðeins tæp 14% af þjóðríkjum heimsins, eða 27 af tæplega 200.

    En talandi um orðljóta bloggara þá er einn sem lagði hér inn athugasemd í nótt sem Páll kemst ekki í hálfkvisti við í bloggsóðaskap um hugmyndafræðilega andstæðinga. Skrif þessa einstaklings eru raunar almennt svo fjarstæðukennd að það væri rannsóknarefni út af fyrir sig. En um leið eru engar vonir bundnar við að það fái umfjöllun hér þar sem það myndi greinilega ekki henta málflutningnum. Sá aðili er nefninlega í hópi þeirra heitustu í sannfæringu sinni um ágæti ESB aðildar. Svo sannfærður að hann býr ekki einu sinni á Íslandi heldur hefur flust til Evrópusambandsins að mér skilst.

  8. Anna skrifar:

    Páll Vilhjálmsson er ekki blaðamaður og hefur ekki verið svo árum skiptir, þó að hann titli sig sem slíkan á bloggi sínu. Hann lýgur því á bloggi sínu.Páll var lengi vel upplýsingafulltrúi hjá Rannís og núna starfar hann fyrir Heimsýn.

    Þannig að hið sanna er að Páll er almannatengill eða áróðursmaður og það hefur verið hans starf í áraraðir. Ekki blaðamennska. En lítum á dæmi um málflutning hans:

    „Í tilfelli gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á ríkisstjórnina er um þetta að ræða: aumingi lemur vesaling.“ Sem sagt, ríkisstjórnin er vesalingur og SA eru aumingjar.

    „Fífladansinn sem Dagur samþykkti í gærkvöldi leiðir á endanum til endaloka hans sem stjórnmálamanns.“ Samstarf Besta flokksins og Samfylkingar í Borginni er fífladans – sem sagt, báðir eru fífl.

    „Hjarðmennska einkennir stóran hluta háskólafólks á Íslandi. Stór þjóðfélagsmál síðustu ára og missera s.s. útrásin, ESB-umsóknin og Icesave-umræðan hafa leitt í ljós yfirþyrmandi hérahátt og heimsku meðal háskólafólks.“ Sem sagt, íslenskt háskólafólk er upp til hópa heimskir hérar í hjörð.

    „Lygi til heimabrúks, um að Ísland væri á leið í könnunarviðræður, og lygi á erlendum vettvangi, t.d. að þjóðin standi að baki umsókn Samfylkingar, er starfsaðferð Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.“ Sem sagt, Össur er lygari að atvinnu.

    „Ríkisstjórn sem ber útlendan skjöld gegn vilja þjóðar sinnar verður ekki langlíf.“ Sem sagt, ríkisstjórnin er skipuð landráðamönnum.

    „Magma býður mútur, ráðherra þiggur. Kata gín við enda samfylkingarráðherra og sem slíkur vanur að gleypa auðmannabeitu.“ Sem sagt, Katrín Júlíusdóttir er mútuþegi.

    „RÚV hálfvitavæðist: Grikkland og Króatía umfram Ísland. Það er opinbert: fréttastofa RÚV er skipuð ófaglegum hálfvitum sem kunna ekki skil á einföldustu grunnatriðum fréttamennsku.Viðrinin sem þykjast fréttamenn á RÚV kunna ekki einföldustu reglu frétta: fréttir eru það sem skiptir almenning máli.“ Sem sagt, hjá Ríkisútvarpinu starfa ófaglegir hálfvitar pg viðrini.

    „„Forseti lýðveldisins falbauð traust og trúverðugleika þjóðarinnar til hagsbóta fyrir siðlausa auðmenn. Ólafur Ragnar Grímsson gerði Bessastaði að félagsheimili útrásarhyskisins og þáði í staðinn einkaþotuferðalög um víða veröld og hásæti við veisluborð heima og erlendis.

    Ef að líkum lætur mun Ólafur Ragnar sitja Bessastaði með sætt er og þiggja greiðslur frá almenningi til að gera þjóðinni miska. Auðmannaforsetinn kann ekki að skammast sín.“

    Sem sagt, forseetinn var óskammfeilinn auðmannaforseti. Þetta var áður en forsetinn synjaði Icesave og varð eftir það uppáhaldsstjórnmálamaður Páls.

    Allir sem ekki eru á sömu heimsýnarlínu og Páll Vilhjálmsson eru heimskingjar, lygjarar, mútuþegar, vesalingar, aumingjar og landráðamenn að hans mati.

    Var einhver að reyna að halda því fram að Páll Vilhjálmsson ekki-blaðamaður væri EKKI orðljótur?

  9. Eiður skrifar:

    Þeir sem þora ekki að koma fram undir nafni eru ekki svaraverðir.

  10. blaðamaður skrifar:

    Páll er menntaður blaðamaður og frábær penni. Hvað ert þú að gera annað en rægja menn Eiður?

  11. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar:

    Páll Vilhjálmsson var einu sinni áskaður um að hafa kallað mann nasista, þó vitað sé að maðurinn sem hann kallaði nasista hafi verið yfirlýstur nasisti. Ásökunin kom frá fjölskyldu nafna þíns, Eiðs Kvarans, í Morgunblaðinu. Sú fjölskylda var ekki í vafa um að Páll væri blaðamaður, en vildi banna hann fyrir að segja sannleikann.

    Þú ert með því að gefa í skyn að Páll sé ekki blaðamaður, að segja að hann eigi ekki að skrifa. Öðruvísi les ég ekki þetta svartagallsraus hjá þér.

    Ef ekki má nota minni úr Nýja testamentinu sem virkilega eiga við, sér í lagi um vinstri menn á Íslandi sem manna mest hatast út í gyðinga, þá er málhreinsun þín og hugsanastjórnun farin að minna um margt á Þýskaland nasismans. Hvar ert þú þegar ESB-sinnar lýsa því yfir á bloggum sínum, að Rotschild fjölskyldan hafi stýrt því með auði sínum að stríð yrðu háð eða ekki? Sjá hér: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1194414/

    ESB-draumasvefn íslenskra „krata“ er einfaldlega hlæilegur, og Páll er einn af þeim mönnum sem best lýsir því og kemur því við kaunin á þér,

  12. Jón Frímann skrifar:

    Það er ekkert að marka Gunnar Waage. Bæði er Gunnar Waage alveg jafn orðljótur og Páll. Einnig eru þeir saman í stjórn Heimssýnar, þar sem bölva yfir öllum þeim sem styðja ESB aðild Íslands.

  13. halldór agnarsson skrifar:

    Sælir.

    Ég er ekki í hópi aðdáenda Páls en það væri lágmarkskursteisi af þinni hálfu að nefna alla vega einhver dæmi um ljóta orðnotkun Páls til að réttlæta sterk orð þín og ef að á að taka mark á þínum málflutningi. Ef það birtist ekki innan tíðar dæmist þú ómerkur í mínum huga.

    Kveðjur
    Druslari

  14. Helgi Jóhann Hauksson skrifar:

    Páll gerir það mjög auðvelt hvenær sem er í umræðunni að sýna fram á að Heimssýn og ESB-andstæðingar byggi á ósannindum, uppnefnum og gífuryrðum — auk landráðabrigsla og alls sem unnt er að grípa til af slíkum toga.

  15. Óskar Guðmundsson skrifar:

    Það er svo nú hér um mundir að fólk er ekki meðvitað um hvað er satt eða rétt þar sem að hávær Propaganda (http://en.wikiquote.org/wiki/Joseph_Goebbels) berst til eyrna hvert sem litið eða hlustað er.

    Ergo. Sá sem skrifar þrifalega fær enga athyggli.

  16. hilmar skrifar:

    Maðurinn er umfram allt hræðilega fyrirsjánlega leiðinlegur.

  17. Jón Gunnar Benjamínsson skrifar:

    Duglega stungið upp í þig þarna Eiður. Vel gert Gunnar W.!

  18. Eiður skrifar:

    Gunnar, – þessi pistill er undir fyrirsögninni Skrifað og skrafað. Hann er hvergi tengdur málfari eða miðlum.

  19. Gunnar Waage skrifar:

    Sæll vertu Eiður,

    Ég er nú ekki sérlega hrifin af þessum pistli og verð ég að segja að Páll Vilhjálmsson er öflugur og heiðarlegur í sínum skrifum. Einnig sé ég stóran mun á því að tala um júdasarhátt aka svkisemi, eða þá að brixla mönnum um Nasisma.

    Þar er nú himinn og haf á milli.

    Þá setur þú spurningamerki við hvað sómakærir menn á við Styrmi og Björn hefðu að segja um skrif Páls Vilhjálmssonar. Þá vill nú bara svo til að Styrmir er nú ásamt Páli, sem og undirrituðum, í stjórn Heimssýnar ásamt fleiri ágætis mönnum. Hjá okkur er ekkert minna en ánægja með Pál Vilhjálmsson enda drengur góður og öflugur á velli.

    Það er ekki frá því að hér á síðunni megi greina nokkurt óþol gagnvart andstæðingum Evrópusambandsaðildar og er ekki heldur frá því að orðið ‘Heimssýn’ , notað eins og hvert annað skammaryrði.

    Slíkt orðaglamur er náttúrulega byggt á fáfræði enda ef menn hefðu kynnt sér það þverpólitíska starf sem fer fram á vegum Heimssýnar, þá væri hljóðið í mönnum líklega töluvert annað.

    Ég á erfitt með að sjá að þessi pistill fjalli í raun um ‘málfar’, fremur fjallar hann um Evrópusambandið. Að því sögðu, þá væru uppnefnin; Einangurnarsinni, Andsinni ect. gott og þarft efni í úttekt á nýyrðum í Íslensku máli, tilurð þeirra og ástæðum þeim er liggja að baki slíku orðfæri.

    Með bestu kveðju

    Gunnar Waage

  20. Eiður skrifar:

    Fróðlegt. Takk.

  21. Hrafn Arnarson skrifar:

    Páll er kennari við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og kennir sögu og fjölmiðlafræði!! Auk þess er hann í hlutastarfi framkvæmddastjóri Heimssýnar. Hann semur blogg heimssýnar sem er mjög oft það sama og tilfallandi athugasemdir hans sjálfs,þ.e.ekkibaugsmiðils. Venjulega lesa bloggið 1500 manns á sólarhring og ef tekið ef mið af athugasemdum eru lesendur helst lengst til hægri í stjórnmálum og haldnir mikilli andúð á ESB. Fyrr á árum starfaði Páll sem blaðamaður og var meir að segja í Alþýðubandalaginu. Eftir skoðanaskiptin ræðst hann dag eftir dag á fyrrum skoðanabræður.

  22. Sveinn Másson skrifar:

    Máske útúrsnúningur. Þessi er samt alveg í samkeppni við Pál. Orðljótur og einsleitur, þó svo í hina áttina sé. Skömm er að slíkum mönnum sem ekki sjá lengra en nef þeirra nær.

    http://snjolfur.blog.is/blog/snjolfur/

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>