Þeir misstu mann í meiðsli og það dró úr kreatívitetinu á miðjunni … hann er mjög kreatívur. Svona tala þeir stundum (21.06.2012) sem úða speki og snilld á hlustendur úr stássstofu Ríkissjónvarpsins sem kölluð er EM stofa.
Molalesandi sendi eftirfarandi (20.06.2012):
Nú er það þannig að ég heyri orðið mjög lítið og stóla því á íslenskan
texta (888) í textavarpinu. Og les ég líka mikið af mínum fréttum þar. Nú
eru forsetakosningar á næsta leiti þá er best að segja frá fréttamanni
Ríkisútvarps sem fyrir kosningar lætur sitt málfarslegt ljós skína á okkur
öll. Og byrjar á því snemma í júní að segja okkur að
Utankosningakjörfundaratkvæðagreiðsla sé opin í Laugardal. Rétt er
líklegast að segja bara að Utankjörfundarkosning sé í Laugardal. Og þessi
málasmiður er enn á ferð vegna feðgina er féllu útbyrðis af báti og kallað
hann það Siglingarslys vissulega var báturinn að sigla … en þetta
var bara sjóslys þar sem betur fór en á horfðist.
Náði í smá brot af heimildarmynd um Bubba og nefndist þátturinn Óskin.
Þeir sem rætt var við og stóðu að upptöku nýjustu plötu Bubba kunna ekki
móðurmál sitt og varð þeim tíðrætt um að þeir væru góðir böddís og ekki
væri gott að vera of mikill Bubba fan , en sammála voru þeir tveir að
Bubbi væri alveg sólid songwriter / performer .. og eflaust eitthvað
fleira. En hvernig er það má ekki spyrill biðja viðmælendur sína að tala
bara íslensku fyrir íslenska þjóð ? spyr sá er ekki veit.
Vonandi getur þú birt þetta í þínum alveg frábæra pistli um málfar.
Ekki birta mitt nafn með þessu , orðin standa þarna sjálf og segja
okkur dapra sögu um málfar hjá Ríkisútvarpinu.” Molaskrifari þakkar góð orð og góða sendingu.
Annar lesandi sendi þetta (19.06.2012): ,,Það er þreytandi að heyra útvarps- og sjónvarpsstjórnendur sífellt tilkynna að næst fáum við nokkur ,,skilaboð“ þegar til stendur að rjúfa dagskrá vegna auglýsinga. Þetta er villandi. Auglýsingar eru áróður sem auglýsendur greiða fyrir að koma að. Með því að kalla auglýsingar skilaboð er gefið til kynna að um sé að ræða heilagan sannleik sem staðist hefur gæðamat viðkomandi sjónvarps- eða útvarpsstöðvar. Þetta tíðkast hvergi nema á Íslandi.” Molaskrifari bætir við í Bandaríkjunum er í útvarpi og sjónvarp oft talað um auglýsingar sem message, skilaboð, þetta er því nokkuð sem íslenskir útvarps- og sjónvarpsmenna éta hrátt upp úr ensku og er svo sannarlega ekki til fyrirmyndar.
Fréttaþulur Stöðvar tvö las óhikað (19.06.2012): Maður sem … brá í brún þegar .. Rangt er að segja: Maður sem .. brá í brún. Rétt er: Manni sem … brá í brún. Fréttamaður féll ekki í þessu sömu gryfju en sagði hinsvegar um kassastrimil að hann yrði fullkomlega læs eftir fimm ár. Fullkomlega læsilegur eða vel læsilegur hefði hér átt að segja. Kassastrimill verður aldrei læs.
Blaðamaður sendi Molum eftirfarandi (19.06.2012): ,,Í meðfylgjandi frétt á Vísi er talað um eitthvað sem heitir lendingarbraut fyrir flugför. Í minni sveit var nú bara talað um flugbraut. Spurning hvar Ómar tyllir sér niður Frúnni. http://www.visir.is/fundu-dularfullan-hlut-a-botni-eystrasalts/article/2012120619027 Molaskrifari þakkar sendinguna. Þetta er einhverskonar stofnanastíll, hinn nýi kansellístíll !
Það er undarlegt, að ekki sé meira sagt, hvernig Ríkissjónvarpið þverbrýtur reglur sem það hefur sjálft sett með birtingu sjónvarpsauglýsinga með dagskrárgerðarmanni sem annast daglega fréttatengda þætti á Rás tvö. Hér er spurt: Gilda ekki sömu reglur um alla starfsmenn Ríkisútvarpsins sem annast fréttatengda þætti eða er hér verið að mismuna starfsmönnum? Kannski er þetta bara vond stjórnun eða skortur á stjórnun.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. – . ESG
1 athugasemd
Ekkert ping ennþá
Nikulas Helguson skrifar:
25/06/2012 at 01:23 (UTC 0)
Í pistli nr. 938 greinir þú okkur frá lélegu talmáli í Ríkisútvarpinu.
Dæmin voru alveg hrođaleg. En þetta er eins og húsleki, erfitt ađ
komast fyrir þessi mállýti, nema gripiđ verđi til róttækra ađgerđa.
Guđni Kolbeinsson hafđ fyrir eina tíđ umsjón međ þætti um daglegt mál
í Ríkisútvarpinu. Í einum þáttanna varđ honum á ađ beygja orđiđ lækur, rangt.
Sagđi „læks“ í stađ lækjar. Kom í fréttum í Mbl. ađ Guđni hafi fariđ beint upp til
Útvarpsstjóra strax ađ loknum fluttningi og sagt upp umsjóninni međ þættinum.
Hann hætti reyndar ekki, því Halldór Laxness greip í taumana međ stuttri blađagrein.
Ekki man ég nákvælega dagsetningar í þessu sambandi, en gaman væri ađ rifja
þetta mál upp af gefnu tilefni. Einu sinni var barizt á móti dönskuslettum. Síđan
tók enskan viđ. Kannski eigum viđ eftir ađ lifa þađ, ađ blađamenn og þáttastjórnendur
fari ađ sletta mandarin!?!