Það er hreint með ólíkindum að verkalýðsfélag skuli fara inn á þá braut að styrkja skottulækningar með þeim hætti sem Verkalýðsfélag Húsavíkur ætlar nú að gera. Það hefur líklega farið framhjá verkalýðsfélaginu að fyrirtækið sem rekur þetta „klósettkompaní“ hefur nýlega orðið uppvíst að því að misnota heilbrigðiskerfið og láta skattgreiðendur niðurgreiða blóðrannsóknir vegna þeirra sem kaupa þessa þjónustu.
Enginn íslenskur læknir hefur viljað leggja nafn sitt eða vísindaheiður við þessar skottulækningar sem kenndar eru við „detox“ eða afeitrun. Þetta mun í besta falli vera meinlaust en í versta falli skaðlegt. Á erlendum vefsíðum hefur verið tekið svo til orða að það eina sem léttist við þessa svokölluðu meðferð sé pyngja þeirra sem, láta plata sig til þátttöku.
Niðurgreiðir Detox meðferð | |
53 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Kommentarinn skrifar:
24/05/2009 at 21:39 (UTC 0)
Það er fásinna að sóa almannafé eða fé verkalýðsfélaga í meðferðir sem ekki er búið að rannsaka til hins ítrasta hvort þær virki. Það er fullt af lyfjameðferðum við ýmsum kvillum sem vitað er að gagnast en ríkið tímir ekki alltaf að greiða fyrir. Nýlegt dæmi var kona á kom fram í sjónvarpinu því hún fékk ekki lyfjameðferð við MS. Lyf eru þó ekki gefin nema að það svari kostnaði og eins og ekki að greiða fyrir kukl nema sýnt hafi verið fram á að það svari kostnaði. Þetta má rannsaka, það er ekki nóg að Jónína reikni þetta sjálf og slengi svo fram í fréttunum að þetta spari ríkinu „hundruðir milljóna“.
Það er búið að blása upp síðustu árin skaðsemi ýmissa óskylgreindra „toxina“ til þess að hræða fólk til að kaupa einhverja dellu til að hjálpa líkamanum að hreinsa sig. Líkaminn þarf ekkert hjálp við þetta. Ef þú hættir að innbyrða eitthvað eiturefni þá hreinsast það út af sjálfum sér. Allt tal um detox og „kemísk efni“ er útblásið peningaplokk. Það er fullt af liði útí bæ sem fer á nokkura vikna námskeið í einhverju kukli og svo taka margir meira mark á þeim en sprenglærðum háskólamenntuðum sérfræðingum.
Lifewave plástrarnir eru síðan annað. Meint virkni þeirra stangast á við alla okkar þekkingu á náttúrunni en þar koma við sögu dularfullar bylgjur sem ekki virðist vera hægt að mæla og what not.. Magnús Jónsson afgreiðir þá ágætlega í viðtali:
http://www.visir.is/article/20090521/IDROTTIR/493614971
Málið er bara að ríkið á ekki að borga fyrir neitt nema „Evidence based medicine“. Eitthvað sem við vitum að svarar kostnaði og gerir gagn. Þeir sem vilja borga extra fyrir kukl mega gera það mínvegna.
Hilmar Dúi Björgvinsson skrifar:
24/05/2009 at 21:08 (UTC 0)
Gunnar Rafn Jónsson var læknir í meðferðinni hjá konunni minni. Ég hvet þig til þess að senda fyrirspurn inná Detox.is og fá uppgefið nöfnin á þeim læknum sem að þar starfa.
Eiður skrifar:
24/05/2009 at 21:02 (UTC 0)
Hilmar Dúi, ég hef sagt að enginn íslenskur læknir hafi lagt nafn sitt og starfsheiður við þessar skottulækningar. Viltu þú ekki nefna íslensku læknana sem koma þarbna við sögu? Þú virðist þessu svo vel kunnugur.
Hilmar Dúi Björgvinsson skrifar:
24/05/2009 at 20:55 (UTC 0)
Ég skora á þig að skella þér í detox og sanna þetta bull sem þú virðist halda að séu staðreyndir, fleiri og fleiri læknar hvetja sjúklinga sína til að fara í meðferðina og það er ekki af því bara. toxísk efni eru sko engin draugasaga og nægir að fletta upp hvað er í pepsi max t.d. Konan mín fór í svona meðferð og merkilegt nokk þarna voru bæði læknar, hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar henni til halds og trausts. Það að segja að enginn læknir leggi nafn sitt við meðferðina er því tómt rugl. Veit ekki betur en detox stöðin sem nýlega var opnuð í Reykjanesbæ sé einmitt með þónokkra lækna á sínum snærum. Hvað Jónínu varðar þá kemur hún hreint fram viðurkennir að vera mannleg og gera þá líka mannleg mistök en ég spái því að þetta framtak Jónínu muni skila henni mikilli viðurkenningu í framtíðinni. Allavega fékk ég heilsubetri og ánægðari konu heim ásamt því að matarræðið á heimilinu hefur batnað og þá um leið líðan heimilismanna.
Því lýsi ég ánægju minni með Framsýn og skora á fleiri að fara að þeirra fordæmi.
Páll Jónsson skrifar:
24/05/2009 at 19:21 (UTC 0)
Herbalife er ágætt dæmi… seljendur sem halda ekki öðru fram en að hægt sé að nýta efnið til þyngdartaps með því að éta það í stað heillar máltíðar og spara sér þannig kaloríur angra mig lítið, þó vissulega sé hægt að gera hið sama með ódýrari hætti.
En ég missi allt álit á fólki þegar kraftaverkahjalið byrjar.
Páll Geir Bjarnason skrifar:
24/05/2009 at 17:17 (UTC 0)
Það er nú ekki langt síðan þessir LifeWave-plástrar voru afgreiddir af lækni í fréttablaðinu. Þar kemur skýrt fram hversu vafasamt batterí þessi framleiðsla er. T.d. hefur bara einn læknir fengist til að tala máli þeirra en hann er margsviptur læknisleyfinu. Svona staðreyndir frá fagfólki segja mér meira en lofsöngur pöpulsins. Það eina sem þessir plástrar og detox gera líklega er að bústa upp hugarfari fólks en hugarfarið gerir ótrúlega mikið. Þetta er því s.s. ekkert nema naglinn í naglasúpunni.
Páll Jónsson skrifar:
23/05/2009 at 22:29 (UTC 0)
En þú ætlar ekki að að taka á þeirri staðreynd að þessir plástrar innihalda tómt kjaftæði? Er það hreint aukaatriði í þínum augum?
Páll Jónsson skrifar:
23/05/2009 at 22:28 (UTC 0)
Bíddu hvað ertu að fara? Þú mátt vissulega skella þessum plástri á mig hvenær sem er, engin fyrirstaða hér.
Riddarinn skrifar:
23/05/2009 at 19:58 (UTC 0)
Og páll, það er enginn að ljúga að mér einu né neinu varðandi þessi mál , ég sjálfur og það sem þetta hefur gert fyrir mig er besta sönnunin sem ég mögulega get fengið og ég þarf ekki að leita neitt annað eftir sönnunum þó ég sjái þær að vísu hvað eftir annað hjá öðrum sem ég hef hitt og talað við síðustu mánuði, fullkomin sönnun fyrir mitt leyti að finna þetta á sjálfum mér.
Enn sumir komast aldrei að sannleikanum því þeir leita hans ekki.
„Leitið og þér munuð finna“
Riddarinn skrifar:
23/05/2009 at 19:45 (UTC 0)
þvílíka kerlingin sem þú ert Páll , ekki þorir þú að mæta þessari áskorun sem myndi skera út um hvort þú hafir rétt fyrir þér eða ekki þegar þú fullyrðir hluti um þessa vöru þá áttu að hafa þann kjark að sanna þítt mál í stað þess að hrína úti í horni .
Ætli þú vitir ekki innst inni að þú myndir enda með að verða éta ofaní þig þetta bull og kjaftæði og um hluti sem þú hefur ekki þekkingu á og hefur ekki kynnt þér nokkurn hlut nema kannski af afsögn annars aðila sem var neikvæður og þorði ekki að kynna sér hlutina áður en hann fullyrti um þá.
Vissi nú reyndar að þú myndir ekki þora ,því svona tala bara menn sem engu þora og skíta út allskonar mál en loks þegar þeim býðst að sýna fram á stóru orðin þá eru þetta bölvaðar gungur sem ekki þora að sanna fram á sitt mál.
Get ekki annað en hlegið að svona gungum með stór orð en lítinn kjark.
En það eftirtektavert að þú hefur heyrt um lofsöngva um David Schmidt og hans vörur.Það gætir þó ekki verið að það væri kannski ástæða fyrir þeim lofsöngvum?
Fólk lofsyngur stundum þá sem hafa fundið upp hluti eða tækni sem bjargar heilsu eða lífi fólks og bætt lífskilyrði þeirra á einn eða annan veg.
Þannig er það með þessa vöru og þú myndir fljótlega sjá það ef þú værir ekki þessi endemis gunga og þyrðir að taka tilboði mínu um að sjá hvað þessi snilldar vara gerir.
Heyrði einhvern tíman að orðið Heybrók væri passlegt um svona menn sem mása og blása en engu þora þegar á hólminn er komið
Steini Briem skrifar:
23/05/2009 at 19:38 (UTC 0)
Að laxera á þingeysku landi,
loksins er atvinnuskapandi,
allir þar lifa á þara og þangi,
og þrusu uppgangur í niðurgangi.
Páll Jónsson skrifar:
23/05/2009 at 15:24 (UTC 0)
Ég verð að segja að það myndi veita mér umtalsverða ánægju að sjá þennan „Dr.“ David Schmidt svikahrapp verða fyrir vörubíl og ég á óskaplega erfitt með að skilja þessa lofsöngva um hann og hans vörur.
Jón Óskarsson skrifar:
23/05/2009 at 15:12 (UTC 0)
Segi það enn og aftur að það vildi ég að umræðan um Málfarsmola Eiðs væru jafn fjörug og þessi umræða um laxerandi námskeið Jónínu Ben og niðurgreiðslur verkalýðsfélagsins á Húsavíku um téða olíu.
Finnst fólki virkilega ekkert athugavert við málfar í fjölmiðlum.
Riddarinn skrifar:
23/05/2009 at 15:04 (UTC 0)
já þetta er fróðlega að heira með lifrina og nýrun og alveg rétt ef lífið væri allt eins og það ætti að vera en það þarf ekki að líta langt éða á stórann hóp fólks til að átta sig á að það er ekki allt eins og það á að vera því fólk er því miður keki alltaf heillt heilsu og reyndar fjarri því að vera það í allt of mörgum tilvikum.
Nýru og lifur eiga auðvitað að sjá um að halda líkamstarfseminni í jafnvægi og hreinsa það sem á að hreinsa en það er bara ekki raunin þegar ónáttúruleg aðskotaefni og fleira sem líkaminn ræður ekki við sest að í líkamanum og situr þar að til langframa og veldur ójafnvægi í annari líkamsstarfsemi og endar svo oft sem raun ber vitni með allskonar heilsu vandamálum sem heilbrigðiskerfið tekur á móti með viðeigandi fjárútlátum og því miður stundum án nokkrar lausnar á vandamálinu.
Þegar svona er komið þá eru það aðrar leiðir sem stundum hafa gagnast fólki en sumir einstaklingar rembast eins og Rjúpan við staurinn og afneita að nokkuð sé hægt að gera nema að fá lyf sem stundum valda öðrum bara fleiri vandamálum og röskun á líkamsstarfseminni sem enginn kærir sig um.
Er ekki í lagi að kynna sér það nýjasta í framförum og rannsóknum í því hvernig má virkja líkamann sjálfan til að koma líkamanum í gang og fá hann til að vinna í sjálfum sér og laga það sem hægt er að laga.Detox er eitt af þeim.
Ég hef öðru hvoru rekist á allskonar vantrú eins og frá þér Páll á þessum vörum, frá fólki sem hefur ekki prufað hana og þekkir þetta ekki neitt, en á sömu stundu talar fólkið um hvað það taki eftir breytingum á mér og húðinni á mér og mörgu fleiru sem er greinilegt hjá mér á stuttum tíma og það fólk sér samt ekki hversu mikla breytingu þetta hefur líka á líkamlega líðan því þá myndi það missa kjálkana niður í gólf.
Líkaminn er einfaldlega ekki tryggðari með sín lifur og nýru en það að fólk drepst í hrönnum vegna þess að þessi líffæri eru ekki að ná að sinna sínum verkefnum fullkomlega vegna þess að fólk misþyrnir stundum sínum eigin líkama með öllu fjandanum sem það veit alltof oft að er þeim fyrir verstu. Næst að benda á reykingar og drykkju sem allir vita að er ekki heilsu sport en samt heldur fólk þessu áfram og gerir þetta í áratugi án þess að þykja nokkuð að því þó það sé orðið slappt máttlaust og gruggið og nær dauða en lífi.
Ég ætla nú ekki að byrja á að telja upp það sem það lætur ofaní sig dags daglega. það er oft á tíðum ekki mjög glæsilegur matseðill fyrir lifur og nýru í endann séð og fæstir hugsa nokkuð um hvað það er að borða yfir höfuð.
Sem betur fer þá fer þessi hugsun batnandi sumstaðar og fólk er farið að átta sig að líkaminn er eins og vél sem þarf rétta orku og þarf sitt viðhald og hreinsun og það þarf að hlusta á líkamann í stað þess að hunsa hann.
AceR skrifar:
23/05/2009 at 14:49 (UTC 0)
Guðrún,
Ef fólk borðar holla og góða fæðu og hreyfir sig reglulega, mun líkaminn í all flestum tilfellum klára sig sjálfur án utanaðkomandi aðstoðar.
Þetta er hárrétt hjá þér, en í dag borða flestir ekki bara holla og góða fæðu og hreyfa sig reglulega, þvert á móti. Óhollustan og óþverrinn sem fólk lætur ofan í sig daglega er ótrúlegur.
Detox meðferðir Jónínu Ben reyna að koma þesum óþverra út úr líkamanum með frábærum árangri.
Ef allir borðuðu hollan mat og stunduðu heilbrigt líferni .. að þá þyrfti ekki meðferðir eins og Jónína býður upp á. – Þannig er það bara ekki í dag, því miður.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir skrifar:
23/05/2009 at 14:09 (UTC 0)
Líkaminn er vel tryggður með lifur og nýru sem að hingað til hafa séð um hreinsunina. Ef fólk borðar holla og góða fæðu og hreyfir sig reglulega, mun líkaminn í all flestum tilfellum klára sig sjálfur án utanaðkomandi aðstoðar.
Riddarinn skrifar:
23/05/2009 at 13:47 (UTC 0)
já Páll ég leyfi mér að draga þær ályktanir á því sem þú segir um þessa plástra að þú vitir ekkert um þá svokölluðu Nanó tækni sem er verið að vinna með í þessum lifewave plástrum.
Ég myndi gjarnan vilja ræða við þig um þá kunnáttu og upplýsingar sem þú telur þig hafa en ólíklegt þykir mér að þú leggir í það því fáfræðin er oft best geymd bak við gagnrýni og afneitun.
Og ég fullyrði að þú þekkir ekki nokkuð til þess sjálfur hversu vel þetta virkar og þykir í hæðstu máta ólíklegt að þú hafir kynnt þér þetta nokkuð, í hæsta máta að þú hafir kynnt þér þetta á hundasundi á frosnu vatni.
Páll, mig langar óskaplega að vita hvað þú veist og heyra þinn fróðleik, kannski getur þú snúið mér frá villu míns vegar og sannfært mig um að sá mikli munur sem ég hef fundið á sjálfum eftir notkun á lifewave sé bara sjálfsblekking og kjaftæði en það er harla ólíklegt að vísu því ég þekki minn líkama best allra og sá eini sem finnur fyrir honum og hlusta á minn líkama.
Svo máttu líka skýra það út þegar t.d. fólk sem hefur í áratugi verið með mikið Sóreasis hefur tekið myndir við upphaf þess að nota þessa plástra og tekið á viku fresti myndir af útbrotunum þangað til nokkrum vikum seinna að útbrotin eru margfallt minni eða hafa horfið. (ég á myndirnar allar á meilinu mínu og get sent Páli ef hann kærir sig um og ég get líklega komið honum í samband við þann sem myndirnar eru af ef hann trúir þessi ekki ennþá)
Svo væri enn skemmtilegra þegar þú myndir tala við þetta sama fólk og sannfæra þá um hvað þetta er nú mikið peningaplott og svindl, ætli þú fengir ekki fljótlega háa tóninn í símann sem vísaði til þess að skellt hefði verið á þessa fræðslu frá í þér því fólk sem hefur fengið þessa bót á meinum sínum eftir áratuga vanlíðan það hlustar ekki á annað fólk sem hefur enga reynslu á viðfangsefninu og dæmir allt út af borðinu vegna eigin vankunnáttu og fordóma.Þeirra líðan og framfarir í heilsu er betri mælikvarði en fordómar frá ókunnugum sem þekkja ekki málin nægilega vel.
En ég hef margoft horft uppá og þykir ánægjulegast þegar fólk sem hefur verið á móti þessari vöru og látið hæst í andmælunum vegna fáfræði og reynsluleysi og hrópað „antikristur“ lætur verða að því að prufa vöruna og finnur og sér muninn um leið sem hægt er að sýna á nokkrum mínútum að það verður alveg eins og kálfar á svipinn og hummar og japlar og muldrar og á erfitt með að viðurkenna einhverjar breitingar þar til nokkru síðar þá heyrist . „djö……. ég er ekki að djóka en þetta virkar svo sannarlega, ég trúi því varla en verkurinn er gersamlega horfinn“(orðið vitni að þessu svo oft að ég er hættur að telja)
Ég vil endilega bjóða þér öðlingnum og fræðimanninum Páli og öðrum sem vilja að prufað þetta á sjálfum eða sjá aðra prufa þetta en ég skal sjá til þess að þú Páll verðir tekinn upp á svið ásamt nokkrum öðrum og fólk mun bíða með eftirvæntingu eftir ummælum þínum og líklega yrði það vitni að furðusvip í stað vantrúuðu ummælanna sem þú ert með hérna um hluti sem þú virðist ekki vera nægilega vel inní og þekkir greinilega ekki til hlítar.
Þessi árangur sem verið er að tala um kemur fram svart á hvítu á örskot stundu ,sérstaklega þegar um svokallaða verkjaplástra er að ræða, á einungis nokkrum mínútum þá hverfa verkir á örfáum mínútum og af eigin raun get ég sagt að þessirlifewave plástrar virka svo ótrúlega á svo mörgum sviðum að ég veit ekki hvað skal byrja.
Og Páll, ef þú heldur að ég sé að reyna að græða á þessu og eins og þú sagðir sjálfur“fyrirlitleg vörusvik“þá er það ekki svo, enginn hagur fyrir mig að ljúga neinu uppá þig, enda lýg ég ekki um neinn skapaðan hlut og hef hingað til verið þekktur fyrir að segja sannleikann þegar aðrir þegja um hann eða sveigja í kringum hlutina eða ljúga barasta hreint og beint.
Svo Páll, tekur þú áskoruninni?
Tekur stutta stund og þá máttu sko sannarlega mása og blása og tjá þig um þessi „fyrirlitlegu vörusvik“Þá ertu loksins búinn að athuga þetta svo þú getir tjáð þig af eigin raun af tilfinningu,varla lýgur þinn eigin líkami og tilfynning að þér Páll?
Eygló skrifar:
23/05/2009 at 13:29 (UTC 0)
Afeitrunin er örugglega eins krassandi og af er látið en það ætti þá að gefa fleirum tækifæri á að notfæra sér meðferðina. Ég færi svo sannarlega, ef þetta kostaði ekki tekjur tveggja mánaða (eða sparnað rúmra 2 ára)
Páll Jónsson skrifar:
23/05/2009 at 12:19 (UTC 0)
Riddari: Hvaða mæti maður á það að hafa verið, Galileó? Þetta segir þú en sakar mig á meðan um að kynna mér ekki hvað ég er að tala um?
*flat-earth myth hrollur*
En bullið og kjaftæðið er allt nanóplástramegin greyin mín.
Bjarki skrifar:
23/05/2009 at 11:51 (UTC 0)
Athyglisvert! Bendi á að eina sem dugar að ég best veit er að hætta að éta allt þetta drasl sem við látum ofaní okkur og borða almennilegan mat. Auðvelt ekki satt. það hefur verið komið fram með hundruðir ef ekki þúsundir „ráða“, skyndilausna sem eiga að vera svo góð og holl og svo frv. Þau eru mörg, ég ætla ekki að segja öll því það er kanski ekki rétt, ómerkilegt peningaplokk! Skyndilausnir duga ekki, það vita allir.
Riddarinn skrifar:
23/05/2009 at 11:17 (UTC 0)
páll…. þú minnist á að fólk er með nýru og lifur, það er nú gott að þú ert vel að þér og lumar á þessari bráðnauðsynlegu vitneskju um líkamann og ég gæfi þér hundakex í verðlaun ef þú stæðir fyrir framan mig en svo heppinn er ég nú ekki núna.
En ekki gastu svarað spurningunni sem var ætluð þér í ummælum nr. 18?
Ég var svo sem búinn að svara henni fyrir þig með nei því það lá í augum uppi að þú er vægast sagt illa upplýstur um það sem þú talar um sem svindl og gagnslaust prjál og bullar allskonar krúsídúllur til hliðar sem er ekki að koma þessari Nanó tækni við að neinu leiti.
Það er nefnilega stundum sem fólk er með bull og kjaftæði í kringum hlutina til að sýnast fróðir um þá en þeir sem þekkja betur staðreyndir málsins sjá að viðkomandi kemur alveg af fjöllum með allt niður um sig með bremsufarið í brókinni sem er öllum sýnilegt nema þeim sem bremsufarið ber stoltur með Sólheimaglottið skínandi tært
Glotta minna,hugsa meira.
Riddarinn skrifar:
23/05/2009 at 10:53 (UTC 0)
Það var eitt sinn mætur maður sem var það óforskammaður og ruglaður að halda því fram að Jörðin væri hnöttótt en ekki flöt !!!!!!!!
þá var líka stór hópur manna á sama tíma sem fordæmdi þetta kjaftæði hjá kallinum því nýjustu uppgötvanir voru svolítið sem ekkert var að marka í þeirra augum og uppgötvunin var dæmd dauð og ómerk frá upphafi til enda.
Mér þykir ansi margir hérna hafa sama álit á nýjungum og þessi stóri hópur í forneskju.
Þeir sem þekkja til mannkynsögurnar geta svo reynt að muna hvort hópurinn hafði rétt fyrir sér eða einstaklingurinn sem var ekkert að marka og var úthrópaður sem loddari og réttdræpur fyrir sína skoðun.
Tímarnir breytast og mennirnir með……… og tækni og vitneskja um líkamann og heilbrigði tekur líka framförum með tímanum, en sumir eru bara ekki reiðubúnir að viðurkenna breytingar á einu eða neinu og drepast með gamlar úreltar hugmyndir í kollinum því þeir loka fyrirfram á alla þróun og nýja vitneskju.
Verði þeim að góðu.
Eygló skrifar:
23/05/2009 at 03:06 (UTC 0)
Þetta hlýtur þá að vera fínt fyrir þá sem eru með skorpulifur 🙂
Páll Jónsson skrifar:
23/05/2009 at 02:50 (UTC 0)
Flottast væri að sætta sig við að við erum með bæði nýru og lifur, sem virðist alveg hafa farið fram hjá stórum hluta landsmanna
Eygló skrifar:
23/05/2009 at 02:19 (UTC 0)
Ég kaus að taka þetta frá íslenskuhliðinni, en sá svo að Hildur Helga kom inn á það sem ég hugsaði.
Er þetta flottara af því það er kallað „Detox“ heldur en ef notað væri íslenska orðið „Afeitrun“?
Bjarni Kjartansson skrifar:
22/05/2009 at 23:49 (UTC 0)
Vi'líkar aðferðir hafa verið stundaðar til heilsueflingu í aldaraðir, bæði í *Evrópu og Asíu.
Ekki ætla ég mér í þá hringiðu, að segja til um, hvort einhverjir hafi fundið lykt af aurum þarna,líkt og stundum er um útlærða lækna og annað heilbrigðisfólk.
Ekki ætla ég að heldur, að leggja nokkurn dóm á, hvort einhver lyfjafyrirtæki gætu hugsanlega átt nokkurn þátt í, að afflytja aðferðir sem stundaðar haf verið um aldir og með þokkalegum árangri.
Nei mín elskulegu, aurarnir eru bara hjá Jónínu Ben, sem var svo vond við Baug og félaga Óla í Samskipum.
Hummm
Mibbó
Riddarinn skrifar:
22/05/2009 at 23:46 (UTC 0)
Veistu páll að ég hef ekkert upp úr því að sannfæra þig og eyða meiri tíma í að spá í gæðum þessa plástra því það er erfitt að ræða svona hluti nema að viðkomandi viti hvað málið snýst um og komi í umræðuna með sanngjörnu hugarfari í stað þess að vera með fyrirfram ákveðnar skoðanir sem eru alveg lausar við að búa yfir góðri vitneskju eða reynslu eða nokkru sem þú þarft að vita um þessa snilld sem þessir plástrar eru 🙂
Skiptir mig engu þó þú hafir þetta álit. Eini sem á því tapar er sá sem dæmir fyrirfram,ég er allavega alsæll með lífið og þessa plástra.
Adios Amigo.
Hildur Helga Sigurðardóttir skrifar:
22/05/2009 at 23:25 (UTC 0)
Hef ekki skoðun til eða frá á afeitrunarmeðferðum Jónínu Ben., sem ég tel vera flinka konu á mörgum sviðum. Hún er hins vegar frá Húsavík -og þar standa menn nú með sínum.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 21:21 (UTC 0)
Heh, þykir þér við eitthvað illa skrifandi Jón? Það er víst ekki einsdæmi á þessum bloggum…
Jón Óskarsson skrifar:
22/05/2009 at 19:35 (UTC 0)
Ef fjallað er á neikvæðan um Detox, Idol, Evróvisjón og aðrar ámóta dægurefni þá láta viðbrögð ekki á sér standa. Allir hafa vit á málum og sterkar skoðanir.
Betur að umræða um málfarið yrði jafn fjörug.
Þetta segir mér heilmikla sögu.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 18:43 (UTC 0)
Og þarna geri ég ráð fyrir að aðferðin mín væri í sjálfu sér fullkomlega gild, sem er nokkuð sem plástraelskendum gengur illa að sýna fram á í tvíblindum rannsóknum sem innihalda fleira fólk en kæmist þokkalega fyrir í einum skólabíl.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 18:39 (UTC 0)
Riddarinn: Enn og aftur eru afleiðingar notkunarinnar eitt en óheiðarleikinn annað. Plástrarnir eru þó sýnu verri heldur en detox meðferð þar sem það getur a.m.k. mögulega skilað árangri umfram lyfleysu að breyta lífsháttum sínum (þó menn séu nú ekki allir sammála um ágæti kúrsins hjá Jónínu) meðan plásturinn er nákvæmlega ekkert annað en lyfleysa.
En hey, lyfleysuáhrif er samt áhrif og svo sem ágæt út fyrir sig. Reiðin hjá mér kviknar vegna þess fyrirlitlega óheiðarleika sem umvefur þessa plástra. Mikið er talað um að plásturinn virki út frá nanótækni og endurforritun líkamans, ýmisskonar bylgjum og þess háttar. Sem er allt lygar og kjaftæði frá byrjun til enda.
Tökum dæmi… Segjum að ég finni upp á nokkrum sniðugum hugsanatrikkum til að minnka löngum manna í sígarettur. Nú get ég annarsvegar:
Í báðum tilvikum er ég að hjálpa viðkomandi að hætta að reykja en það breytir því ekki að ég væri bölvaður helvítis hrappur að velja seinni leiðina. Og þeir sem ég plataði til að vinna fyrir mig við þetta væru máske í góðri trú en engu að síður fremur aumkunnarverðir og auðtrúa einstaklingar.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson) skrifar:
22/05/2009 at 18:29 (UTC 0)
Þingeyingar eru skynsamir. Aðalsteinn er að efla atvinnu í Mývatnssveit. Ekki veitir nú af. En ég held að hann myndi ekki styrkja mig í því að sturta mér niður hér fyrir sunnan.
Riddarinn skrifar:
22/05/2009 at 17:19 (UTC 0)
Segðu mér Páll, hvernig getur þú fullyrt að það sem ég finn eftir þessa Detox plástra sé eins og þú sagðir „Lifewave eru hins vegar ekkert nema fyrirlitleg vörusvik“
Ég spyr þig núna að einni spurningu og ef þú svarar henni neitandi Páll þá er það fyrir mér sem játning um að þú þekkir ekkert hvað lifewave er eða hvað það geri.
Spurningin : Hefur þú prufað Lifevawe og kynnt þér það vel?
Veit að svarið er NEI og það fyrsta hljómar í mínum eyrum er“Hæst glimur í tómri tunnu“
Þá er bara að kynna sér málið af eigin raun og finna muninn.
AceR skrifar:
22/05/2009 at 17:16 (UTC 0)
Páll:
Í gegnum tíðina hefur fólk verið hrætt við að prófa eitthvað nýtt. En þegar hver manneskjan á fætur annari kemur fram og segir þetta hafa breytt lífi sínu … hjálpað því með ýmsa kvilla og fíknir … að þá tel ég lágmark að fólk skoði allar hliðar málsins og ræði þessi mál… í stað þess að t.d ráðast á þá sem eru á annari skoðun .. eins og félagi minn hér fyrir ofan.
Það fer rosalega illa í marga… ég er engin undantekning í því.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 17:01 (UTC 0)
Quackwatch hefur tekið á þessu. Fólk virðist undarlega hrætt við það einfaldlega að spyrja heimilislækninn sinn að svona löguðu, það þarf oft ekki meira en það.
AceR skrifar:
22/05/2009 at 16:55 (UTC 0)
þú spyrð:
Gætir þú til dæmis sagt mér nákvæmlega hvernig þetta á að virka?
Þú færð allar upplýsingar um detox meðferðir á http://www.detox.is
Allt sem fylgir þessari meðferð er of langt til að telja upp hér.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 16:54 (UTC 0)
Lifewave eru hins vegar ekkert nema fyrirlitleg vörusvik og ég myndi fagna þeim degi þegar söluaðilar slíkrar þvælu yrðu látnir sæta sektum.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 16:52 (UTC 0)
AceR: Það sem fer þarna fram er í raun ekki það sem fer í taugarnar á mér þessi meðferð getur örugglega verið hin ágætasta undir stjórn réttra aðila. Það sem fer í mig er sú staðreynd að verið er að hræða fólk með alls konar helvítis lygi um eiturefni og rukka svo stórfé til að slá á hræðsluna.
AceR skrifar:
22/05/2009 at 16:52 (UTC 0)
Ég þekki 2 aðila sem hafa farið í detox apakötturinn þinn.
Vertu ekki að segja mér hvað ég veit og ég veit ekki. Líðan þeirra breyttist gífurlega eftir þessa meðferð, annar þeirra gat hætt á kvíðastillandi lyfjum sem hann „varð“ að nota og hafði notað í 4 ár, eftir þessa detox meðferð … báðir halda áfram detox meðferð heima hjá sér og hafa aldrei liðið betur.
Ég nenni ekki að eyða tíma mínum í svona flón sem „vita allt best“ …og allir aðrir sem dirfast að vera á annari skoðun, eru bara vitleysingar og „vita ekkert“.
Riddarinn skrifar:
22/05/2009 at 16:50 (UTC 0)
Mér þætti gaman að fá upplýsingar um það hvort það fólk sem er á móti því hérna að hreinsun geri líkamanum gott sé almennt að hugsa um heilsuna sjálft?
Ég hef t.d. notað detox plástra sem heita lifewave.com , ég hef aldrei fundið aðra eins breytingu á líðan og frískleika nokkur tíman á ævinni
Ég tek það fram að ég hef oft verið í mjög góðu formi og lélegu líka og þekki þar með muninn á þessu ágætlega af eigin raun og fylgist með breytingunum á eigin líðan og tek eftir þeim.
Það sem mér virðist skipta mestu að það sé ekki rusl og drasl eins og kemísk efni endalaust að eyðileggja út frá sér í líkamanum og skemmandi fyrir í heildar virkni líkamans því þá er líkaminn ekki að skila því sem hann ætti að geta í afköstum og öllu mögulegu sem hann á að gera.
Þegar ég hafði verið á þessum lifewave plástrum í mánuð þá leið manni eins og nokkrum árum yngri og allur miklu frískari og léttari á allan veg og fann að líkamsvélin var einhvern veginn að virka betur og léttar, hestöflin að komast til skila alla leið
Svo að mínu mati er alveg réttlætanlegt að Jónína og hennar skóli fái svona samninga jafnvél frá Stéttarfélagi fyrir betri líðan félagsmanna.
Margir þurfa á betri heilsu að halda og hvatningu, sjáið bara aðsóknina á Heilsuhælinu í Hveragerði, alltaf fullt langt langt fram í tímann.
Eina sem hún Jónína er gera þarna að hún er að gera sitt besta eftir áratuga reynslu af þessum heilsu og fitubollu fræðum og allt sem því tilheyrir og það hlýtur að vera stór upplýsingabrunnur sem hún geymir í kollinum þó þær séu kannski umdeildar hjá öðrum aðilum.
Líklega veit hún einfaldlega betur en við almenningur vitum, því við erum venjulega ekki að hugsa heilsuna sem heildarmynd heldur kafla og kafla.
Þetta eru kannski gamaldags aðferðir í augum sumra en ef þetta virkar vel á fólk og því líður betur og verður agaðra í fæði og lífstíl þá er þetta bara til góðs, svo má deila hvort hennar hugmyndir séu verri eða betri en annarra en þetta vill sumt fólk og það virkar fyrir það og þá er það bara flott.
Þetta er auðvitað viðskipti líka og er það ekki allt í lagi að hún reki fyrirtækið sitt með hagnaði til að halda sýnu fyrirtæki réttum megin við strikið?
Látum Þetta fyrirtæki um að sinna sínum viðskiptavinum,ekkert ólöglegt við þetta.Hvað er þá málið?
Ég held að flestir viti minna um svona mál en Jónina, fólk sem gargar stundum hæst með þetta spáir oft minnst í heilsu sjálft sem veldur því að þeir vita ekki neitt í sinn haus
Hvernig getur það verið ef margir búa að þessu alla æfi á góðan veg það þetta sé stuldur á peningum,til þess eru þessi námskeið líka, að koma kjarki og krafti í fólk að berjast við sín vandamál og það kostar peninga eins og allt annað.
þessir lifewave plástrar hafa t.d. algerlega breitt öllu fyrir mér og þvílíkur munur á lífinu og heilsu að það var gott að ég hlustaði ekki á fólk sem hefur ekki athugað þetta sjálft og talar niður um hluti sem það þekkir ekki nokkurn skaparann hlut af eigin raun !!!!
Líkaminn fer nefnilega loksins að vinna eins og hann á að gera………að losna svona við skítinn sem safnast upp í líkamanum með árunum skiptir máli í öllum fjandanum sem að okkur er og orsakar að líkaminn virkar ekki rétt.
I fell what is happening
Jón Grétar Borgþórsson skrifar:
22/05/2009 at 15:54 (UTC 0)
AceR: Fáfræðin er ykkar megin. Við erum nefnilega búin að kynna okkur málið. Þess vegna erum við að segja þetta.
Þið hinsvegar virðist ekkert vita um hvað þetta snýst. Þið erum með vitleysuna. Gætir þú til dæmis sagt mér nákvæmlega hvernig þetta á að virka? Eða nákvæmlega hvað þetta er að lækna? Nei þú getur það ekki vegna þess að þetta er allt loðið og ÞÚ hefur í raun og veru ekki kynnt þér þetta nema rétt til að ná að segja já og amen.
Þú mátt alveg lifa þínu lífi í heimi álfa og galdralausna. Koddu bara ekki vælandi til mín þegar þú ert peningalaus hafandi látið frá þér alla þína peninga í eltingarleik við eilífðartréið. Á meðan munum við hin, sem trúum bara ekki hverjum einasta hlut sem sagður er bara vegna þess að fræg manneskja segir þá, halda áfram að benda á forheimsku galdralausna.
AceR skrifar:
22/05/2009 at 15:30 (UTC 0)
Þetta er bara hugsað út á það að hjálpa fólki.
Hvernig væri að kynna sér hvað þarna fer fram … áður en svona þröngsýni og fáfræði um málið er sett inn á bloggvef.
Alveg ótrúlegt að lesa þessa vitleysu sem hér kemur fram.
Helgi Kristinn Sigmundsson skrifar:
22/05/2009 at 13:10 (UTC 0)
Það er athyglisvert að formaður stéttarfélags skuli réttlæta þetta háa greiðslu fyrir ákveðna þjónustu, vegna þess að að einhverjir sem hafi þegið þessa þjónustu telji hana hafa mikið forvarnargildi.
40.000 krónur eru nefnilega ekki lág upphæð þegar kemur að slíkum málum. Ef verkalýðsfélagið væri t.d. tilbúið að greiða heilbrigðisráðuneytinu 40.000 krónur fyrir sérhvern meðlim félagsins, fullyrði ég að mikla þjónustu þess kerfis mætti fjármagna. Hugsið ykkur ef öll stéttarfélög sæju sér fært um það sama… værum við ekki bara langt komin með að verja heilbrigðiskerfið, a.m.k. ættum við að stoppa að miklu leyti í gatið.
Heilbrigðiskerfið fæst auðvitað allt önnur verkefni en hin s.k. „Detox“ meðferð gerir. Á heilbrigðisstofnunum kirngum landið er sinnt hlutum eins og meðgöngueftirlit, ungbarnavernd, bólusetningum, neyðarmótöku sjúkra og slasaðra. Ekki má gleyma að þessar stofnanir eru mikilvægar í skipulagi okkar við varnir gegn ýmsum náttúruhörmungum og sóttvörnum. Auk þessa fer auðvitað fram á þessum stofnunum öll önnur almenn læknisþjónusta, og læt ég ógert að ræða eitthvað frekar um háskólasjúkrahúsið.
Ég þykist vita að verkalýðsleiðtoginn hafi ekki hugsað þetta tilboð sitt til félagsmannanna. Það er samt gott að einhverjir eigi nóga peninga til þess að verja í svona hluti, kom mér bara á óvart að það væru verkalýðsfélögin. Í því sambandi og að lokum, það rennir frekari stoðum undir þær kenningar að félagsmenn séu að greiða of stóran hluta launa sinna til slíkrar starfsemi.
Arnar Pálsson skrifar:
22/05/2009 at 12:10 (UTC 0)
Tek undir með frummælanda og flestum ræðumönnum. Detox meðferðir gera út á vanlíðan fólks, og fá það til að halda að það sé að gera sér gott.
Fyrir þá sem eru að leita að nýja detox sting ég upp á því að leita í smiðju Ástríks galvaska (Ástríkur og lárviðarkransinn). Þar fengu Ástríkur og Steinríkur húsaskjól hjá góðborgurum og launuðu þeim greiðan með því að brasa handa þeim þann andstyggilegasta pottrétt sem sögur fara af (lætur nærri að það hafi verið terpentína með lirfum, hráum hænsnahausum og chillidufti, restin er atvinnuleyndarmál). Húsráðendur voru himinlifandi því innihald pottsins leiddi til mjög skjótrar viðreisnar þeirra öldauðu.
Það er detox í lagi, ég sel svona meðferð á 35000 kr ISK.
Sigurður Grétar Guðmundsson skrifar:
22/05/2009 at 11:39 (UTC 0)
Ég hef mikla trú á „náttúrulækningum“ og mörgu því sem þar getur að gagni komið úr íslenskum jurtum. Ég bendi á vísindastarf Sigmundar Guðbjarnarsonar fyrrum Háskólarektors.
En kuklinu hennar Jónínu hafna ég alfarið. Því miður er fólk svo auðtrúa að engu tali tekur. Hvernig stendur á því að að loksins þegar þessi fyrrum bláfátæka þjóða hefur völ á allri þeirri fæðu sem bæði er nauðsynleg og oft á tíðum holl skuli hægt að pranga inn á fólk endalausu sulli í flöskum, brúsum og dollum sem „fæðubótaefni“, hvað margir loddarar hafa makað krókinn á þessari trúgirni fólks. Líklega er Jónína Ben. toppurinn á þeim hópi.
Jón Grétar Borgþórsson skrifar:
22/05/2009 at 11:09 (UTC 0)
Þið eruð alveg í ruglinu Bjarni og Riddari. Þið virðist ekki einu sinni vita hvað þetta Detox er. Hafiði skoðað þetta actually. Það er ekki hægt að saka fólk um fáfræði Riddari þegar að það biður um einhver rök fyrir því afhverju þetta ætti að virka eða hvað þetta einu sinni er. Það er akkúrat *andstæðan* við fáfræði sem við erum að lýsa hér. Fordómarnir eru bara gagnvart því að fólk sé að láta hirða af sér hundruði þúsunda fyrir gistingu í viku.
Það sem þú ert að tala um Bjarni er ekki einu sinni partur af þessu kukli hennar Jónínu. Það sem þú ert að tala um er það sem Jónína og meðkuklarar eru að segja að þú eigir að gera „fyrir“ meðferð. Svo ferðu í þessa meðferð til að losa þig við þessi „toxins“ sem þau hafa aldrei getað útskýrt nákvæmlega hverjir eiga að vera. En bætta heilsan þín (sem þú varst rukkaður um 280.000 fyrir) kemur bara frá þessum for-aðgerðum sem þú gerðir heima hjá þér og er bara nákvæmlega það sama og læknar eru búnir að vera segja fólki að gera í hundruðir ára.
En nei… Þú ert alltaf með þessa óskilgreindu „hjálpað ansi mörgum“ á bakvið þig. Opnið augun fólk þið eruð að eyða tonn af peningum í einhverjar óljósar staðhæfingar til að losa ykkur við einhver óljóslega skilgreind „toxins“. Og vísið bara svo í allskonar samsæri alls heimsins gegn ykkur þar sem allir eru að reyna eitra fyrir ykkur.
Svo verð ég að benda henni Jónínu á að að endingin tox í orðinu botox stendur einmitt fyrir Toxin. En henni finnst allt í lagi að hafa tonn af því í smettinu. Hræsnarinn.
Finnið einn lækni sem telur að þetta sé ekki enn ein snákaolían. Jónína Ben er bara enn ein blóðsugan að reyna nálgast peninga þína með svikum og prettum. Vibba manneskja sem á heima í fangelsi.
Páll Jónsson skrifar:
22/05/2009 at 10:58 (UTC 0)
Það breytir því ekki drengir að þetta er ekkert nema vörusvik.
Fátt fyrirlít ég meira en þessa þvælu… nema ef vera skyldi hómópatíu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir skrifar:
22/05/2009 at 10:56 (UTC 0)
Ég er alls ekki samála Riddaranum. Ég tel það meiri fáfræðslu að trúa slíkum lækningum.
Fagfólk leggur einungis nafn sitt við viðurkenndar aðgerðir.
Riddarinn skrifar:
22/05/2009 at 10:23 (UTC 0)
Þessi grein lýsir betur fáfræði og fordómum þess sem skrifar heldur en hvernig svona meðferð virkar.
1 2 Næsta »