Það var, held ég, Jónas Kristjánsson sem bjó til orðið kranablaðamennska. Þá er átt við það fyrirbæri þegar blaðamaður er bara vélritari og lepur upp gagnrýnilaust það sem honum er sagt. Fínt orð.
Dæmigert kranaviðtal er í nýjasta hefti tímaritsins Mannlíf, þar sem Jóhann Hauksson ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands.
Flennifyrirsögn á forsíðu blaðsins er: Forsetanum hótað. Þetta er dæmigerð sölufyrirsögn. Hún er röng vegna þess að hún á sér enga stoð í viðtalinu. Hverju var forsetanum hótað ? Hver hótaði ? Það kemur hvergi fram. Sjálfsagt selur þessi fyrirsögn blaðið, – til þess er leikurinn gerður. Þetta er óheiðarlegt gagnvart lesendum.
Talað er um samræðu forsetans við við þúsundir íbúa þessa lands … . Það er hinsvegar ekki sagt frá því að stundum urðu þessir samræðufundir svolítið endasleppir. Margir vildu nefnilega ræða Hrunadans forsetans við útrásarvíkingana. Það vildi forsetinn hinsvegar ekki. Ekki frekar en hann vildi svara spurningum blaðamanns um þátt hans í kaupum katarska sjeiksins á hlutabréfum í Kaupþingi á sínum tíma.
Auðvitað er sjálfsagt og eðlilegt að öryggisvörður fylgi forsetanum. Ekki viljum við að veist sé að honum eða honum unnið mein. Hann á bara að viðurkenna þetta. Ekki bera það af sér eins og gert er í viðtalinu. Ekki fara á svig við sannleikann. Hversvegna beið maður með gormasnúru úr eyranum niður í hálsmálið ásamt bílstjóra forsetans við forsetabílinn fyrir utan Þjóðleikhúsið föstudagskvöldið 22. maí, þegar sýningu lauk ?
Ég ætla bara rétt að vona að það hafi verið öryggisvörður.
3 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Jón Steinar Ragnarsson skrifar:
08/06/2009 at 13:24 (UTC 0)
Ég vil svo benda þér á ágæta bók um hnignun þessarar iðnar, sem heitir „Flat earth news“ eftir Nick Davies. Hún greinir frábærlega hvað er á ferð í þessari mannlífsgrein t.d. stórskemmtileg lesning.
Jón Steinar Ragnarsson skrifar:
08/06/2009 at 13:20 (UTC 0)
Afsakaðu flumbruna á þessu. Maður mætti kannski lesa létta próförk áður en sent er.
Jón Steinar Ragnarsson skrifar:
08/06/2009 at 13:18 (UTC 0)
Þetta er sennilega snúningur á orðinu Churnalism, sem bretar noðar, eða kvarnarblaðamennska, færibandablaðamennska. Blaðamennska krefst orði lítillar sérkunnáttu hér og eins og jsjá má, þá eru miðlar aðallega í því að éta upp eftir Reuter CNN og fleirum og þýðingarnar oft svo svakalegar hraðsuður að maður nær engum botni í fréttirnar. Án þess að ég viti það, þá virðist sem blaðurmenn ruslveitnanna séu varla meiri en fimmtán ára af orðfærinu að dæma. Þ.e. þegar svo sjaldan bregður við að þeir skrifa eitthvað frá eigin brjósti.