«

»

Hálfvitar með gullfiskaminni

 Eftir umræðunum á  Alþingi í gær að dæma  mætti halda að  stjórnarandstaðan teldi okkur kjósendur vera hálfvita með gullfiskaminni.  Raunar efast ég um að uppákoma   eins og  Framsóknarflokkurinn og  Sjálfstæðisflokkur  stóðu að á  Alþingi í gær  gæti  átt sér  stað á löggjafarsamkomunni  í nokkru  grannlandi okkar.

Verið  er að reyna að fá  botn í Icesave málið. Það  er liður í því að hreinsa upp eftir  langa óstjórn   Sjálfstæðisflokks og  Framsóknarflokks. Það er líka liður í því að lappa upp á  skaddað álit okkar í samfélagi þjóðanna, – gleymum því ekki.  Það er  verið að moka flórinn eftir  Framsókn og  íhald. Hversvegna   segi ég það?   Ég segi það vegna þess að Icesave  er bein og  óbein  afleiðing af subbulegri  sölu  ríkisbankanna  sem  Framsókn  og  Sjálfstæðisflokkur  skiptu milli vina sinna með   einstaklega ógeðfelldum hætti.

Ég minnist þess  ekki að hafa í umræðum á  Alþingi  heyrt  viðlíka orðbragð  og  viðhaft var í þinginu í gær.    Fóru þar fremstir  þingmenn  Framsóknar  með Eygló Harðardóttur í broddi  fylkingar.  Stjórnarþingmenn  sem  tóku þátt  í umræðunum fengu  ekki hljóð  fyrir  hávaða  stjórnarandstæðinga.  Þegar stjórnarandstæðingar  nota orð  eins og   landráð og lygarar, þá er tímabært  að  staldra við.

Kannski mundi  ólátum og uppákomum fækka í þingsölum, ef hætt yrði  að sjónvarpa úr þinginu. Ég held það væri athugandi.

9 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Pjetur Hafstein Lárusson skrifar:

    Það er nú bara þannig Eiður, að sum börn brúka kjaft meðan verið er að draga þau úr drullugallanum, eftir að þau hafa farið sjálfum sér og öðrum á voða með glannaskap í drullupollum, sem reyndust dýpri, en þau væntu.

  2. Haraldur Bjarnason skrifar:

    Tek undir hvert orð hjá þér Eiður.

  3. Héðinn Björnsson skrifar:

    Ég hef aldrei stutt hægriflokkana og tók ekki þátt í að bylta stjórn tveggja þeirra með valdi til þess eins að horfa upp á VG framkvæma nákvæmlega sömu hlutina. Nú er síðasti séns fyrir okkur vinstrisinnana í VG að bjarga þeim flokki eða að öðrum kosti stofna raunverulegan vinstriflokk.

  4. Eygló skrifar:

    Hún Eygló, nafna mín, er annað hvort kjáni sem heldur að eitthvað ávinnist með fúkyrðum og ókurteisi, eða hún er kjáni sem vantar hæfileika til rökfærslna. Nei, sennilega er hún enginn kjáni, en hún sannarlega hegðar sér kjánalega.

  5. Guðmundur H Halldórsson skrifar:

    Það var ekkert subbulegt við bankasöluna eins og þú vilt gera skóna að. Við gerum ekkert annað en að skítkastast á milli flokka í stað þess að persónugera þessa gjörninga við þær persónur sem eiga hlut að máli. Þeir sem stjórnuðu bankakerfinu og þeim sem stjórnuðu bönkunum ásamt öllum millistjórnendum sem voru þar. Ef eitthver dugur hefði verið í því fólki við að tilkynna misrétti og misgjörðir stjórnanda hefði þetta alldrei farið svona langt. Það var enginn sem snéri upp í vindinn og tók afstöðu á móti gróðærinu. Það voru allir eða fyrirgefðu flest allir með lokaðan munn en opna vasa því miður. Ég hafði vonað að þeir sem myndu taka við yrðu eitthvað betri og þyrðu að taka miklu fastar á málunum og yrðu þá kannski óvinsælar aðgerðir fyrir valinu. Myndu gera það og standa við þær eins og Göran Pettersson ráðlagði okkur að gera. Það er engin festa í ákvörðunum hingað til aðeins skuldbindingar um að við eigum að borga fyrir þetta óreglufólk. Hafðu góðan dag 🙂

  6. Ragnar Örn Eiríksson skrifar:

    þé ættir nú að þekkja stjórnmálamenn og þeirra málflutning , er það ekki??? Það er ekkert frekar að marka þennan fjölmiðlafars sem framsókn og sjálfstæðisflokkurinn eru með í gangi núna. Þeir vita alveg uppá sig sökina en ljúga ,svíkja og blekkja samt alveg eins og þeim hefur verið innrætt í áratugi af öllum hinum lygurunum!!!

  7. Sigurjón Þórðarson skrifar:

    Eiður, má ekki hafa uppi svipaða tölu um viðhorf þingmanna Vg til kjósenda en þeir höfðu uppi stór orð um Icesave, AGS og heiðarlega stjórnmálamenn sem starfa fyrir opnum tjöldum.

  8. Steini Briem skrifar:

    Á linsu hún sem ló,
    límdist þar Eygló,
    spýtti bæði og spjó,
    sparkaði og sló.

  9. Steingrímur Kristinsson skrifar:

    Ég er sammála því að orð eins og “landráð og lygarar” og fleiri álíka lýsingarorð eigi ekki heima í þingsal, nema óhyggjandi rök fylgi í kjölfarið. 

    En að hætt væri að senda út beint frá þingsalnum, það væri ekki gott og alls ekki lýðræðislegt ef fréttamönnum yrði í sjálfsvald sett, hvað segja skal og sýna það sem fólkið fær að vita um það sem sagt er og gert í þingsalnum, nógu takmarkaðar upplýsingar fáum við frá ráðamönnum nú sem fyrr frá þeim bæ. 

    Svo mætti bæta við, að starfsmenn þinghússins mættu gjarnan þurrka rykið af linsu tökuvélarinnar í þingsalnum svo við sem nokkuð reglulega horfum á útsendingarnar, sjáum sal og þingmenn ekki í mósku, það er óskýra mynd á skjánum okkar.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>