«

»

Molar um málfar og miðla 1356

 

Molavin er óþreytandi að senda ábendingar um Það sem betur mætti fara í fjölmiðlum: Hann skrifaði ( (17.11.2013):  ,, Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að reyna að leiðrétta börnin, sem skrifa Vísi. Í gær (16.11.13) hófst frétt á þessum orðum: “

„Talsvert hrun varð í Hálsaneshelli í gærnótt eða í morgun. Hellirinn er vinsæll meðal ferðamanna og er staðsettur í Reynisfjöru“ Í þessum fáu upphafsorðum tekst Jóni Júlíusi Karlssyni, blaðamanni, að klúðra þremur atriðum. Í fyrsta lagi heitir hellirinn Hálsanefshellir; í öðru lagi er ekki sagt „gærnótt“ – enginn leið að vita hvað það er – heldur hefur þetta annað hvort gerzt „í nótt, sem leið“ eða fyrri nótt. Þá er hellirinn ekki staðsettur í Reynisfjöru. Hellinum var ekki komið þar fyrir um sinn. Hann er í Reynisfjöru.

Hroðvirkni og kunnáttuleysi ungs fréttafólks er ekki hluti af þróun málsins, eins og oft er haldið fram. Öfugþróun væri réttnefni. Verra er þó hirðuleysi þeirra, sem stjórna miðlunum og bera ábyrgð á hnignun íslenzkrar blaðamennsku.”   Molaskrifari þakkar bréfið.

Kristján skrifaði í athugasemdadálk Molanna (18..11.2013): ,, Stenson sigraði golfmót, var sagt í íþróttafréttum RÚV í gærkvöld.

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón á Stöð 2 flutti í gærkvöld frétt um kappakstursmennina Weber, hinn ástralska og Þjóðverjan Vettel. Bæði nöfn fengu sama framburð og t.d. hinn íslenski Veturliði. Rangt í báðum tilfellum. Guðjón mætti vanda sig meira og gæti líka lært betri íslensku hjá vinnufélaga sínum, Arnari Björnssyni.”   Molaskrifari þakkar Kristjáni línurnar.

 

 

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð. Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, – ESG

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Axel skrifar:

    Kappakstursmaðurinn heitir Mark Webber, ekki Weber. Svo því sé haldið til haga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>