..lög að mæla. Vonandi bera stjórnvöld, – ríkisstjórnin, – gæfu til að hlusta og fylgja ráðum hennar. Það er til lítils að ráða ráðgjafa ef ekki er farið að þeim ráðum sem gefin eru.
Það er er annars makalaust að heyra fjölmiðlamenn ( þar á ég ekki sérstaklega við Þóru Arnórsdóttur sem ræddi við Evu Joly) beint og óbeint æsa upp gegn Icesave samkomulaginu. Fjölmiðlamenn sem sváfu á verðinum og dönsuðu kringum útrásarvíkingana að hætti forsetans. Þetta hefur verið einna mest áberandi í leiðandi spurningum eins og við sáum og heyrðum í sjónvarpi fyrir einu eða tveimur kvöldum, þegar þeim sem rætt var við voru nánast lögð orð í munn.
4 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Gústaf Hannibal skrifar:
15/06/2009 at 05:20 (UTC 0)
Tek undir með þér varðandi Sigrúnu Davíðsdóttur. Hún er yfirburðamanneskja í íslenskri blaðamannastétt.
Eiður skrifar:
11/06/2009 at 16:42 (UTC 0)
Leiðrétting: Gift átti þetta að vera, ekki Gildi.
Eiður skrifar:
11/06/2009 at 16:16 (UTC 0)
Sæll Guðfinnur og þakka þér gott bréf, Ég ætlaði að svara þér í tölvupósti, en þá sé ég, að póstfangalisti starfsmanna hefur verið fjarlægður af heimasíðu RÚV.
Ég hef því miður ekki aðgang að Fjölmiðlavaktinni. Það er of dýrt fyrir einstaklinga. Fúslega skal viðurkennt að þú hefur ýmislegt til þíns máls. Engu að síður finnst mér fjölmiðlar ekki hafa staðið vaktina sem skyldi. Ég man til dæmis ekki eftir að nokkur hafi kafað ofan í það, þegar flugfélagið Sterling var selt aftur og aftur og alltaf jókst verðmætið. Það vakti margar spurningar ,sem ekki komu svör við, – enda er ég ekki viss um að þær hafi verið bornar upp.
Þá nefni ég líka hvernig hlutabréfaverð í bönkunum var sprengt upp. Vönduð rannsóknarblaðamennska hefði ef til vill getað varpað ljósi á þann ljóta leik. Ég sakna þess líka að málefnum Gildis skuli ekki hafa verið gerð ítarlegri skil, þar sem fámennur hópur úr Framsóknarflokknum, sjálfkjörinn að því er virtist, tapaði milljörðum, sem í rauninni voru eign annarra.
Líka minist ég þátta þar sem ungir dökkklæddir menn sátu spekingslegir á tali við fréttamenn og ráðlögðu fólki um hlutabréfakaup. Allt reyndist það bull og þvæla.
Það besta sem birt hefur verið um þessi mál finnst mér vera pistlar Sigrúnar Davíðsdóttur í Speglinum.
Ég hef engan áhuga á að hengja bakara fyrir smið.
Þakka þér annars málefnalegt innlegg. Ég gafst á sínum tíma upp á því að senda það sem ég kallaði vinsamlegar ábendingar“ til fréttastofu RÚV um málfar. Þaðan bárust aldrei nein svör og ég þóttist skynja að þetta væri ekki vel séð.
Með góðum kveðjum Eiður
Kristján skrifar:
10/06/2009 at 23:05 (UTC 0)
Ég mæli með því að teknar verði aftur upp þéringar í sjónvarpi. Auðvitað eiga spyrlar ljósvakamiðlanna að þéra viðmælendur. Þú gerðir það með glans – hnökralaust.