«

»

Ég skal kýla þig á …..

NA180CIMG3792    Það er of algengt að  heilbrigt fólk,sem  nennir ekki að ganga  fáeina metra  leggi í bílastæði sem  eru sérmerkt  fötluðum og  eru  nálægt inngangi ýmissa verslana og  fyrirtækja.  Þessi  stæði eru rækilega merkt  og  þarf enginn að velkjast í vafa um  hverjum þau eru ætluð. Þeir sem mega nota þessi  stæði  eru með  sérstakt  spjald  við  framrúðu bifreiðarinnar sem gefur það  til kynna.

 Á fimmta  tímanum í dag var tveimur  bifreiðum  lagt ólöglega  í bílastæði fatlaðra við  dyr  Bónusverslunarinnar við Reykjanesbraut í Hafnarfirði.  Sá sem þetta  skrifar hefur það  fyrir  reglu að  gera  athugasemd  við ökumenn bíla  sem  misnota þessi  bílastæði , ef  kostur er , og taka mynd  ef myndavélin er í vasanum.

    Konan sem  sat undir  stýri NA 180  sagðist mundu  færa  sig , ef  einhver  fatlaður  kæmi. Þegar ég  tók upp myndavélina  ákvað hún að  færa  bílinn.

   TF008CIMG3793

Viðbrögð konunnar sem ók hinum bílnum TF008 voru á annan veg , því hún hreinlega ærðist, er ég mundaði myndavélina ,- ekki skal tíundað allt sem hún sagði en hún spurði hvað mér kæmi þetta við og sagði svo: „Ég skal kýla þig á kjaftinn , helvítis hálfvitinn þinn“. Að þessu urðu allmargir vitni.

 So vill  til að í fjölskyldu minni er fatlaður einstaklingur  og því veit ég að það skiptir miklu máli að þessi bílastæði séu ekki misnotuð. Ég mund því halda áfram að  gera athugasemdir  við þá  sem  með þessum hætti níðast á fötluðu  fólki. Það er eiginlega borgaraleg skylda.

17 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Margrét Birna Auðunsdóttir skrifar:

    Nú veit ég ekki, en eru einhver viðurlög við því að leggja í þessi stæði? Ég hef aldrei orðið vör við að neinn væri sektaður fyrir það.

    Það eina sem virðist geta hreyft við fólki er ef það er sektað. Helst nógu mikið.

    Það er því miður ekki hægt að höfða til siðferðiskenndarinnar hjá Íslendingum almennt, hún virðist ekki vera til. Allavega finnst fólki þetta furðu sjálfsagt og bregst svona harkalega við því að innst inni veit fólk mætavel að þetta er rangt. En hættir samt ekki að nota þessi stæði því að það eru engin viðurlög.

  2. Eiður skrifar:

    Jónína Þorbjörg , – ég veit  hver á báða   bílana  og  þar að auki á ég mynd af konunnni orðljótu. Kaus að birta hana ekki að  svo stöddu. 

    Marín,  ef ég má vera svolítið  grófur, – þá  hafa útrásardólgarnir ekki bara  skitið á sig, þeir  hafa skitið á þig , mig  og þjóðina alla.

  3. Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir skrifar:

    Þú getur hringt eitt samtal í Umferðastofu til þess að komast að því hver á bílinn sem er með þessu númeri.  Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið ósvífið og frekt að hika ekki við að leggja í bílastæði sem er sérmerkt. Ég var að vinna á Grensásdeildinni og þar er sérmerkt bílastæði við innganginn sem fólk lagði í sem virtist alveg vera fullfrískt, bara til þess að skreppa aðeins.

  4. Sigurður #1 skrifar:

    Flott framtak.

  5. Marín Jónsdóttir skrifar:

    Mikið er ég sammála borgaralegu eftirliti eins og í þessu tilfelli,tökum höndum saman, sem einn maður ,og verjum þau litlu réttindi sem lítilmagninn hefur í þessu annars sérkennilega þjóðfélagi sem byrjar á að hækka skatta þeirra sem minnst eiga þegar útrásardólgarnir hafa skitið á sig.

  6. Ólafur I Hrólfsson skrifar:

    Takk fyrir þetta umræðuefni og þitt framlag –

    sjálfur hef ég gert athugasemdir og fengið mismunandi svör – eitt var frá konu sem lagði við 10-11 á Hverfisgötu – ÉG MÁ VÍST LEGGJA HÉR – ÉG ER MEÐ FATLAÐANN SON HEIMA – einmitt – þá má semsagt sonur sem er undir aldri kaupa vín vegna þess að hann á móður sem er kominn á vínkaupaaldur – nú eða aka bifhjóli vegna þess að „bróðir minn er með bifhjólapróf“.

    Annars er ég ósammála því þegar talað er um að fullfrískt fólk ( veit þó vel hvað þið eruð að tala um ) leggi í stæði fyrir fatlaða. Það er eitthvað að hjá „fullfrísku“ fóliki sem gerir slíkt.

  7. truntan skrifar:

    Ég er svo innilega sammála þér Eiður og átt þú þakkir skyldar fyrir framtakið.  Ég á faltlaðan föður í hjólastól.

    Ég man enn eftir einum af okkar bestu fótboltamönnum leggja rauða sportbílnum sínum í svona stæði og hlaupa svo inn í búðina.  Þá missti ég alla virðingu fyrir honum. Þetta gerðist fyrir  ca. 20 árum, enn er þetta sú minnig sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um hann.

  8. Eiður skrifar:

      Sólveig , það getur enginn bannað þér að taka mynd af bíl sem  stendur á  bílastæði sem ætlað er almenningi. Í  rauninni ætti að nota  myndirnar sem ég tók  til að   kæra og  sekta þessar konur  sem lögðu í stæði fatlaðra.

    Sæmundur, það  er hárrétt hjá  þér að ein af  ástæðunum, fyrir því að íslenskt  samfélag fór á  hliðina er  virðingarleysi  fyrir lögum og reglum.  Virðingar- og agaleysi  blasir við öllum í umferðinni,  til  dæmis.  Fólk blaðrar í  símann í akstri , þótt það  viti  vel að slíkt varði  við lög.  Ökumenn gefa  ekki  stefnuljós,  enda þótt  það  sé  lagaskylda.  Það er beint samband  milli þess hve  stór og  dýr  bíllinn er og  hve miklar líkur eru á  að ökumaður  sé að blaðra símann  eða láti vera að gefa  stefnuljós. Sumir  stórbílaeigendur  telja sér  líka heimilt  að leggja  hvar sem  er.

  9. Sólveig Hannesdóttir skrifar:

    Sammála Sævari, en hins vegar Eiður.  Er leyfilegt að taka myndir af svona aturðum?.  Mig hefur stundum langað að munda símann, en ekki þorað.  En ég bara styð þetta.  Síðan er engum leyfilegt að kalla mann illum nöfnum bara alls ekki. Hef nefnilega lent í einu þannig ámóta.  Skrifaði númer mannsins niður, en það hefur ekki náð lengra.  Við verðum bara að fara standa okkur betur í samfélagsmálunum, einmitt í þessu.

  10. Steini Briem skrifar:

    Jamm, það á að hækka þessar sektir strax upp í fimmtíu þúsund krónur og láta þær renna í ríkissjóð.

    Og ef þær verða ekki greiddar innan tíu daga á að gera bílana upptæka.

    Þessar kerlingar geta þá grenjað úr sér augun vegna eigin heimsku.

  11. Birgir Örn Birgisson skrifar:

    Sumar kerlingar.

  12. Sævar Helgason skrifar:

    Virðing margra fyrir bílastæðum er ekki  á háu plani- það þarf ekki bílastæði fatlaðra til.

    Einmitt þarna við Bónusbúðina, sem Eiður nefnir , er nýlega búið að raða stórum blómakössum með gangstéttinni framan við búðina.  Fólk hikaði ekki við að leggja bílum stórum og smáum upp á miðja gangstéttina ,í röðum-meðan það verslaði  Og yrði manni á að benda á að þetta væri gangsétt en ekki bílastæði- fékk maður bara fingurinn.

    Lausn Bónus voru þessar blómakassahindranir-gegn þessu liði.

    Auðvitað á að beita háum sektum gegn svona virðingaleysi fyrir umferðalögum. 

    Erum við ekki stödd núna með okkar efnahagsmál í hruni vegna virðingaleysis gagnvart lögum og reglum ? 

  13. Steini Briem skrifar:

    Umferðarlög nr. 50/1987:

    28. grein. Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því:
       a. á gangbraut eða í minna en 5 metra fjarlægð áður en að henni er komið, … 
       j. á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra.“

  14. Steini Briem skrifar:

    Almenn hegningarlög nr. 19/1940:

    233. grein. Hver sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

  15. Axel Jóhann Hallgrímsson skrifar:

    Sammála, þetta er fullfrísku fólki, sem misnotar þessi stæði, til háborinnar skammar.

  16. Sigurður Sigurðsson skrifar:

    Svona misnotkun á bílastæðum fyrir fatlaða sér maður því miður alltof oft og hún er til háborinnar skammar þeim sem misnota. Ég lenti í því um daginn að benda einum slíkum afar kurteislega á að þessi bílastæði séu einungis ætluð líkamlega fötluðum ökumönnum og hann tók ábendingunni alveg einstaklega illa! Alveg sammála að það er borgaraleg skylda að gera athugasemdir við svona misnotkun.

  17. Aðalbjörn Leifsson skrifar:

    Ég er sammála þér, bílastæði fyrir fatlaða eru fyrir þá eina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>