«

»

Molar um málfar og miðla CLXVII

   Molaskrifari leyfir sér í allri þeirri neikvæðu umræðu, sem átt hefur sér stað undanfarið um sendiráð Íslands, að vitna í eftirfarandi ummæli Nínu Margrétar Grímsdóttur,píanóleikara,sem nýkomin er úr velheppnaðri tónleikaferð til Kína (Morgunblaðið 4.10.2009): Sendiherra Íslands í Kína hefur verið óþreytandi að kynna íslenska menningu, ekki síst tónlist, enda ágætur píanóleikari sjálfur… Hún segir Gunnar Snorra (Gunnarsson) og hans fólk hafa greitt götu sína í hvívetna. Það hefur verið mjög neikvæð umræða um sendiráð íslands á erlendri grundu undanfarnið og margir viljað loka þeim í sparnaðarskyni. Það er miður. Það er frábært starfs sem er unni ð er í sendiráðunum  og menn hafa lagt mikið á sig  til að byggja upp ómetanleg tengsl á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins og  ég vona innilega að íslensk stjórnvöld beri gæfu  til að loka ekki mikilvægum sendiráðum eins og í Kína. Þetta þykir  fyrrum sendiherra Íslands í Kína gott að lesa og mælir með við talinu við Nínu Margréti. 

Sennilega er norski Miðflokkurinn álíka ábyrgðarlaus og íslenski Framsóknarflokkurinn.Þó vil ég varla ætla Norðmönnum það. Forystumenn Framsóknar slá daglega ný met í lýðskrumi og frásagnir eru þeirra eru misvísandi í fjölmiðlum. Ýmist er sagt að Framsóknarmaðurinn sem fór til Noregs hafi rætt við  fulltrúa Miðflokksins í fjárlaganefnd, eða fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd og aðra fulltrúa úr fjárlaganefnd Stórþingsins. Nýjasta útgáfan var svo í Silfri Egils (04.10.2009) að rætt hefði verið  við fulltrúa Miðflokksins og efnahagsráðgjafa hans. Framsóknarmenn virðast ekki vita við hvern þeir töluðu. Þeir verða að samræma framburð sinn.

 Allt tal Framsóknarmanna um stórlán frá Noregi er marklaust meðan ekkert heyrist frá  forsætis- og fjármálaráðherrum Noregs.

 

Annars voru viðræðurnar í Silfri Egils (04.10.2009) merkilegar fyrir ýmissa hluta sakir. Einn þátttakenda gargaði á hina og hefur líklega orðið til þess að ýmsir hlustendur hafa dregið þá ályktun að í forystu VG sé fólk sem hvorki er stjórnhæft eða stjórntækt. Getur ekki verið í eða stutt ríkisstjórn sem gera þarf  erfiða hluti.  Steingrímur á sannarlega ekki sjö dagana sæla. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gripu sífellt fram í , en það gera þeir einna helst. sem ekki vilja að sjónarmið annarra fái að heyrast.

Hallast annars að því sem Egill Helgason hefur sagt.  Við  eigum að ganga frá  þessu máli. Líta á það sem nauðungarsamning og ofbeldi. Taka málið síðan upp að nýju  eftir  4-5 ár þegar aðstæður  hér og í veröldinni verða  gjörbreyttar. Það er tilgangslaust að halda þessu þvargi áfram. Markmið  Sjálfstæðisflokks og  Framsóknar er ekki fyrst og fremst að ná betri samningum. Heldur það eitt og bara það eitt að koma ríkisstjórninni  frá.

                          

 

 

1 athugasemd

Ekkert ping ennþá

  1. Haukur Kristinsson skrifar:

    Ég sé ekki að umræðan hafi verið mjög neikvæð um utanríkisþjónustuna incl. sendiráðin. OK, vissar upphrópanir, en þannig er nú einu sinni bloggið, ekki síst þegar menn skrifa „anonymous“. Ríkisbáknið er að sliga samfélagið og ef það verður ekki skorið niður, og það stórlega, verða komandi kynslóðir hnepptar í gífurlega skuldafjötra. Ef menn átta sig ekki á þessu, hafa þeir bundið fyrir augun.  Allur niðurskurður er erfiður, ekki síst í erfiðu árferði. Skera skal niður í góðæri, en það var ekki gert.

    Það hefur verið bruðl í utanríkisráðuneytinu, það hlýtur þú að viðurkenna . Sendiráð hafa verið opnuð til að halda einkavinum á launum út um víða veröld. Og skemmst er til þess að minnast þegar utanríkisráðherrann með fríðu föruneyti var að þeysast á milli landi til að ræða við menn eins og Bashar al-Assad einræðisherra og harðstjórason í Sýrlandi og aðra af sömu sort.

    Enginn er að agnúast út í vel rekin og bráðnauðsynleg sendiráð í þeim löndum þar sem stór íslensk diaspora fyrir finnst.

    Gunnar Snorri er frábær maður, en ég kynntist honum vel þegar hann var í Genf. Einnig er hann góður píanóleikari. Því dreg ég ekki lof Margrétar í efa, finnst hinsvegar það meira en sjálfsagðan hlut að fulltrúar okkar erlendis vinni slík verk af bestu getu.

    Í útlandinu er stór hópur Íslendinga og íslandsvina, sem gera slíkt hið sama, án þess að taka krónu fyrir starfið.  

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>