Ljómandi góður Tungutakspistill eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur er í nýjasta Sunnudagsmogga. Þar fjallar Svanhildur meðan annars um hvenær skuli skrifa eitt orð og hvenær tvö allskyns, hverskyns.. Einnig víkur hún að því þegar rithætti einstakra orða er breytt , Furðu strandir , ekki Furðustrandir. Loks nefnir hún hið hvimleiða , — að eiga góða helgi . Það orðalag hefur lengi verið Molaskrifar þyrnir í augum. Góða helgi, eða njótið helgarinnar.
Í þessum sama Sunnudagsmogga er heilsíðu auglýsing um tvær nýjar bækur um heilsu og hollt mataræði. Bækurnar eru taldar þeim nauðsynlegar sem vilja viðhalda góðri heilsu og æskufjöri Aðeins aftar í blaðinu er næstum þriggja blaðsíðna myndskreytt við höfund þessara tveggja bóka . Svona vinnubrögð hefðu hér fyrir nokkrum árum ekki verið talin vöndu blaðamennska á Mogga.
Á frétttum Stöðvar tvö var talað um verkalýðshreyfingarnar á Íslandi. Molaskrifari er á því að tala eigi um verkalýðshreyfinguna á Íslandi í eintölu. Hinsvegar mætti tala verkalýðshreyfingarnar í Evrópu. Er þetta sérviska ?
Við, sem munum verkföllin á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, erum þess minnug að verkföll eins og þá tíðkuðust jöðruðu við villimennsku. Mjólk var hellt niður við Geitháls og Smálönd (sem enginn man lengur hvar voru !) . Kaffi var að sögn ,,smyglað” til Reykjavíkur í líkkistum undir íslenskum fána bensín var geymt í ílátum við eldhúsdyrnar og fleira var eftir því. Eftir langt verkfall setti Emil Jónsson fram hugmyndina um atvinnuleysistryggingasjóð, sem varð hluti af lausn málsins. Í seinni deilum settust menn niður m.a. fyrir tilstilli Bjarna Benediktssonar, Eðvarðs Sigurðssonar Guðmundar J. og Gylfa Þ. Gíslasonar og fleiri góðra manna og töluðu saman eins og siðaðir menn. Svo varð til orðið þjóðarsátt. Nú eru Samtök kvótagreifanna, LÍÚ, og Samtök atvinnulífsins að taka upp hina gömlu villimennsku. Rjúfa forna sátt. Þau vilja stöðvun þjóðlífsins. Hafa tekið launafólk landsins í gíslingu fyrir hagsmunni hinna fáu og ríku. Með hörmulegum afleiðingum fyrir alla. Það tapa allir á allsherjarverkföllum Mest launþegar og svo atvinnulífið.
Eina svarið er þjóðaratkvæðagreiðsla um skiptingu arðsins af auðlind þjóðarinnar , fiskistofnunum við landið. SA og LÍÚ verða að gera upp við sig hve mikið þau vilja borga,. Þau verða að borga. Þjóðin á fiskistofnana. Ekkert fær því breytt. Ekki fáeinir sægreifar og enn færri liðsoddar þeirra. Um það snýst málið.
Við skulum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst. Moggi vildi þjóðaratvæðagreiðslu um Icesave. Hann hlýtur að styðja þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótann.
6 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Gísli Hvanndal skrifar:
05/05/2011 at 03:35 (UTC 0)
Furðustrandir, Sunnudagsmoggi og heilsíðuauglýsing (sem eitt orð), myndi ég ætla. Í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Stafsetningarorðabókinni og Íslenskri orðabók má finna orðið ‘heilsíða’ sem fyrri lið samsetts orðs.
Eiður skrifar:
03/05/2011 at 10:24 (UTC 0)
Þakka þér þetta, Þorgrímur. Ég man atvinnuleysi á fimmta áratugnum, þegar faðir minn ekki hafði vinnu. Kannski misminnir mig um verkföll á þeim áratug. Þaðð má vera. Barnsminnið getur verið brigðult. Það voru að vísu oft ekki margir dagar í senn, sem hann var án vinnu, en nóg til að valda áhyggjum.
Þorgrímur Gestsson skrifar:
03/05/2011 at 10:15 (UTC 0)
Sæll og hafðu þakkir fyrir marga góða pistla. En ég stenst ekki mátið að gera þá athugasemd nú að ég efast um að þú munir verkföll á fimmta áratugnum enda voru þau víst ekki mörg enda næg vinna og mikill stríðsgróði á þeim árum. Á sjötta árastugnum var hins vegar verkfall sem leystist með því að lofað var að koma á atvinnuleysistryggingum. Það var hins vegar ekki Emil Jónsson sem lagði fram þá hugmynd. Hann dró hins vegar fram frumvarp til laga um atvinnuleysistrygging og stakk upp á að samþykkt þess yrði látin liðka fsyrir lausn þessarar hörðu deilu. En sannleikurinn er að þetta frumvar eða önnur álíka höfðu báðir vinstri flokkarnir, hvor í sínu lagi og saman, lagt fram ein 15 þing eftir 1936, þegar alþýðutryggingalögin voru samþykkt með gagnslausu ákvæði um atvinnuleysistryggingar. En þessi frumvörp náðu aldrei lengra en í gegnum eina umræðu, sem stundum var raunar engin, og var vísað til nefndar þar sem málið sofnaði. Þar til Emil mundi eftir því á réttum tíma.
Kristinn V. Jóhannsson skrifar:
02/05/2011 at 11:54 (UTC 0)
Ég hélt að þú gætir komið skoðunum þínum á framfæri án þess að uppnefna fólk sægreifa eða kvótagreifa. Geturðu ekki bara talið upp fyrir mig hverjir þessir „fáeinu sægreifar“ eru? Útgerðarmenn eru upp til hópa harðduglegt fólk, sem vinnur þjóðinni meira gagn en bæði ég og þú. Kannski þú getir líka sagt mér hvað ætti að spyrja um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og svo er það þetta með þjóðina. Hvað eða hver er þjóðin?
Svo þakka ég góðan málfarsþátt.
Kristinn
Jón M. Ívarsson skrifar:
01/05/2011 at 22:45 (UTC 0)
Frábær pistill. Tek undir hvert orð. Mæli samt með að þú gefir þér tíma til að lesa yfir áður en þú sendir þetta frá þér. Í tvö orð vantar síðasta stafinn, (Molaskrifara, vönduð) í einu orði er einum staf ofaukið (fréttum) og svo vantar orðið viðtal.
En- efnið er gott, haltu áfram.
Þorkell Guðbrandsson skrifar:
01/05/2011 at 22:31 (UTC 0)
„Dýrara en aldrei fyrr að leigja þorskkvóta“
Fyrirsögn á vefmiðli sem kallast Tíminn.