Það er greinilegt að DV menn, að minnsta kosti sá sem skrifar nafnlaus Sandkorn ,er ekki bara treglæs heldur með öllu ólæs.
Ég skrifaði hér á dögunum um kranaviðtal Jóhanns Haukssonar við Ólaf Ragnar Grímssonar í Mannlífi. Þar segir í flenni fyrirsögn á forsíðu blaðsins, þvert yfir mynd af Ólafi Ragnari : Forsetanum hótað. Ég sagði, að í viðtalinu kæmi ekki fram að Ólafi Ragnari hefði verið hótað , né hverjir hefðu hótað hverju. Sú fullyrðing stendur óhögguð.
Í viðtalinu segir :,,Stundum hefur gætt tilhneigingar af hálfu ráðamanna, í þessari ríflega 60 ára sögu lýðveldisins, til að setja forsetanum skorður, jafnvel beita hótunum þannig að hann ætti erfitt með að uppfylla þær skyldur gagnvart þjóðinni sem honum ber …“.
Ef menn lesa það út úr þessum línum,að Ólafi Ragnari hafi verið hótað, þá eru þeir ekki treglæsir , heldur ólæsir. Þarna segir bara ,að á sextíu ára tímabili hafi gætt tilhneigingar til að setja skorður, jafnvel beita hótunum. Þessum orðum er ekki fundinn neinn staður. Það segir hreint ekki að Ólafi Ragnari hafi verið hótað. Það er ómögulegt að lesa það út úr þessu. Þessvegna er fyrirsögnin á forsíðunni, Forsetanum hótað, röng og til þess fallin að blekkja lesendur. Þegar þessi fyrirsögn er sett þvert yfir mynd af ÓRG dylst engum , að það er verið að segja að Ólafi Ragnari hafi verið hótað. Það kemur ekki fram í viðtalinu.
Það er misskilningur hjá DV, að sá sem þetta skrifar hafi óbeit á forsetanum. Svo er ekki. Mér finnst bara að hann eigi að segja þjóðinni satt og hef gert athugasemdir, þegar hann víkur af vegi sannleikans.
Vitað var að ýmsir sem skrifa fréttir á vefdv eru ekki mjög vel skrifandi, en að þar séu menn líka ólæsir, kemur svolítið á óvart.
En þetta er það sem vefdv skrifaði og svo geta lsendur dælmt um hver er treglæs og hver er ólæs:
Treglæs sendiherra
Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, fer á bloggi sínu nokkrum orðum um viðtal Mannlífs við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Sendiherrann segir að viðtalið sé kranaviðtal. Skrif Eiðs bera með sér blæ þeirrar óbeitar sem hann hefur haft á forsetanum. Athyglisvert er þó að Eiður segir þess ekki sjást merki í viðtalinu að forsetanum hafi verið hótað. ,,Hún er röng vegna þess að hún á sér enga stoð í viðtalinu,“ bloggar sendiherrann fyrrverandi. Í viðtalinu kemur eftirfarandi fram: ,,Stundum hefur gætt tilhneigingar af hálfu ráðamanna, í þessari ríflega 60 ára sögu lýðveldisins, til að setja forsetanum skorður, jafnvel beita hótunum þannig að hann ætti erfitt með að uppfylla þær skyldur gagnvart þjóðinni sem honum ber …“. Að lestrinum loknum er nokkuð augljóst að sendiherrann hlýtur að vera treglæs.
11 athugasemdir
Ekkert ping ennþá
Eiður skrifar:
10/06/2009 at 08:22 (UTC 0)
— — tengingar Mannlífs og DV átti þetta auðvitað að vera. Einum of fljótur að vista !!
Eiður skrifar:
10/06/2009 at 08:19 (UTC 0)
Þakka þér ábendinguna, Steinunn. Þetta er auðvitað rétt hjá þér.
Logi, ég hugsaði ekki til tenmingar Mallífs og DV. Þetta skýrir málið. Takk fyrir það.
Friðjón, – nú sé ég þetta í nýju ljósi !
Þakka athugasemdir og ábendingar.
thorrialmennings skrifar:
10/06/2009 at 07:35 (UTC 0)
Ólafur Ragnar er táknmynd þess sem er ógeðfellt við íslenskt stjórnkerfi. Óheiðarleiki, hræsni, hégómleiki, illgirni, barnaskapur, lygi, siðblind sjálfsást og botnlaust snobb. Hér verður aldrei uppgjör fyrr en þessi maður verður borinn út af Bessastöðum. Ekki hefur hann þann snefil af sómakennd til að segja af sér.
Friðjón Friðjónsson skrifar:
10/06/2009 at 01:23 (UTC 0)
Kæri Eiður
Þú misskilur setninguna alveg.
Ólafur er að tala um sjálfan sig og eingöngu sjálfan sig. Lýðveldissagan er saga ÓRG (13 mánaða og 3 daga við lýðveldisstofnun) og á þessum 65 árum hefur honum verið settar skorður af ráðamönnum og jafnvel beittur hótunum.
Hann sér ekki muninn…
Eygló skrifar:
10/06/2009 at 00:40 (UTC 0)
Er þetta ekki dæmigerð „FALLINN“ frétt (Bubbi)
Eygló skrifar:
10/06/2009 at 00:39 (UTC 0)
Nonnih. Síðueigandi fylgir „gömlu“ kommusetningunni og kann það prýðilega. Minni þig á að punktar eru líka til.
Kannski líka ágætt að gera ráð fyrir að ég og þú og hann og hinir gerum ótal villur og mistök þótt við séum jafnframt fjandi góð í þessu.
En kannski varstu bara að grínast
Logi skrifar:
10/06/2009 at 00:36 (UTC 0)
Þetta er bara týpískt sölutrikk hjá Reyni Traustasyni og fylgisveinum hans. Skella einhverri krassandi fyrirsögn á forsíðu en svo er innihald fréttar eða viðtals innantómt. Vonandi er öllum kunnugt um að Reynir & co eru DV, dv.is og Mannlíf þannig að eðlilegt er að DV reyni að verja málstað Mannlífs.
Steinunn skrifar:
10/06/2009 at 00:30 (UTC 0)
Eiður, þú skrifar Ég sagði, að í viðtalinu kæmi ekki fram að Ólafi Ragnari hefði verið hótað , né hverjir hefðu hótað hverju. Samtengingin er hvorki … né, ekki ekki … né.
ET skrifar:
09/06/2009 at 23:49 (UTC 0)
Ég er sammála Eiði. Það er talað um að í 60 ára sögu lýðveldisins, hafi gætt þessarar tilhneigingar. Hvergi orð um að það hafi verið á tíma ÓRG. Nákvæmni hefur aldrei verið hin sterka hlið DV.
nonnih skrifar:
09/06/2009 at 22:19 (UTC 0)
Kommusetning er afleit hjá þér, Eiður, þú kannt illa að nota gæsalappir og þarft að fá þér vanan prófarkalesara.
Gústaf Níelsson skrifar:
09/06/2009 at 20:31 (UTC 0)
Hjá okkar ástsæla forseta er allt á sömu bókina lært. Hann gumar ósjaldan að lærdómi og þekkingu og vart er hann til fjölmiðlamaðurinn, sem þokkalega er kominn af barnsaldri, að hann „Ólafur okkar“ hafi ekki haft hann á hnjám sér í pólitískri innrætingu vestur á Melum, meðan hann undi sér þar. Jóhann Hauksson er sjálfsagt einn þeirra. Nefnir Ólafur Ragnar dæmi um skorður og hótanir, sem leitt hafa til þess að eðlilegum forsetaskyldum, fyrr og síðar, yrði ekki við komið?