«

»

Molar um málfar og miðla CXI

Úr Morgunblaðinu (25.07.2009) um vvopnaðan mann sem  gekk  berserksgangs vestur á Barðaströnd: Vel gekk að tryggja ástandið á vettvangi og gistir maðurinn nú í fangageymslu lögreglunnar á Vestfjörðum …Vonandi hefur ástandið ekki verið tryggt hjá Sjóvá. Þetta er l   dæmigert löreglumálfar  , aulaþýðing úr  ensku. Vettvangur  er líka vinsælt  lögguorð. Vettvangur þýðir náttúrulega bara  , á staðnum, Af hverju ekki segja: Vel  gekk að  afvopna manninn, vel gekk að yfirbuga manninn. Svo færi líka betur á að segja:  maðurinn gistir nú  fangageymslu lögreglunnar…

Sama orðalag er í frétt um þennan  atburð í VefDV sama dag. Þar segir líka: Óskaði lögreglan á Vestfjörðum eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra sem naut aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar við að komast á vettvang. Naut aðstoðar þyrlu ! Af hverju ekki : Fór vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar ?

Blaðamenn eiga ekki  nota hrátt  það sem  segir í  illa orðuðum tilkynningum lögreglunnar. Það er bara leti.Fréttin um þennan sama  atburð á Vefvísi er fín. Sá sem gekk  frá henni  til birtingar féll ekki í málfarspytti löggunnar. Prik fyrir það. Fréttin um  þetta er líka fín og vel orðuð á vef RÚV, sem auðvitað  fær einnig  prik.

Í auglýsingu í RÚV sjónvarpi (23.07.2009) var sagt:  Ferskleiki er okkar fag.  Þetta  er  auðvitað  bull . Ferskleiki  er ekki   fag. 

Í hádegisfréttum RÚV (21.07.2009) var  sagt  frá  sólmyrkva. Þá  mátti heyra: ..ber þeim ekki góða  söguna.  Íslensk  málvenja  er að tala um að  bera einhverjum vel  söguna.

Fyrirsögn í Viðskiptablaði Morgunblaðsins (23.07.2009)  vakti athygli Molaskrifara. Fyrirsögnin er  svona: Smærri hluthafar undirseldir þeim stærri.  Ég hnaut um þetta vegna  þess að mér  fannst þetta einlkennilegt orðalag þótt ég þættist fara nærri um við hvað  væri átt.   Ég las  fréttina undir  fyrirsögninni, en var litlu nær. Þá  var að leita á náðir Íslenskrar orðabókar.  Undirseldur, – undirorpinn, háður. Sem  sagt  hárrétt, en  næsta viss er ég  um  að þetta  hefur vafist fyrir  fleirum en mér.

Í  sjöfréttum RÚV  sjónvarps (23.07.2009)  var formaður Sjálfstæðisflokksins  spurður  hvað hann vildi að kæmi í stað Icesave. Hann  kom ekki nálægt því að  svara spurningunni en talaði nokkuð lengi út og suður. Ekki virtist hvarfla að fréttamanni að   ganga eftir  svari, fylgja spurningunni eftir. Kannski var fréttamaður ekki að hlusta á svarið. Það gerist oft.. Ekki erum  við eigendur  RÚV ánægðir með  slíka  frammistöðu. Of oft er eins og fréttamenn hlusti ekki á svar viðmælanda síns, –  þeir eru of uppteknir   að hugsa um næstu spurningu. Ekki er heldur hægt að kalla þetta fagmennsku.

Jónas Kristjánsson skrifar á bloggi sínu (25.07.2009): Alls nemur tjónið af völdum örfárra sjálfstæðismanna 1000-1500 milljörðum. Meira en þjóðarbúið stendur undir.

 Svo  sjáum við og heyrum þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi  hafa í frammi fíflagang í þingsal, málþóf og rugl  og  freista þess að gera sem mestan óskunda, þegar verið er að  reyna  að bjarga því sem bjargað verður  eftir  næstum tveggja áratuga óstjórn þeirra,l –   lengst  af í slagtogi með  Framsókn. 

3 athugasemdir

Ekkert ping ennþá

  1. Eygló skrifar:

    Eimskip var/voru fyrst með:  „Flutningur er okkar fag“ (sennilega til að stuðla)

    Seinna kom: „Naut er okkar fag“ (Einhver kjötvinnsla, þekkt þá)

    Nú er ýmislegt orðið mjög „faglegt“

    Oft heyrir maður spyrjanda bera fram spurningu sem viðmælandinn er búinn að svara með öðrum hætti.  Kannski heyra þeir ekki nema eitt í einu.

  2. Haraldur Bjarnason skrifar:

    Blaða- og fréttamenn eiga að forðast málfar lögreglu og lögfræðinga. Aðilar, vettvangur og allskyns hortittir virðast vera kenndir í lögregluskólanum og í lögfræði í háskólum landsins.

  3. Eiður skrifar:

    Til að  fyrirbyggja misskilning: Síðasta málsgreinin er frá mér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt mun ekki sjást.

Þú mátt nota þetta HTML tags og attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>