Á forsíðu Morgunblaðsins fyrir fáeinum dögum var frétt um hæsta mann heims. Þar sagði orðrétt: „Ástæðan var sú , að hann hafði ekki efni á skóm og fékk því frostbit.“ Hafði ekki efni á skóm ! Ánalegt orðalag. Frostbit , – er þó sýnu verra. Það er bjálfaþýðing á enska orðinu frostbite, sem á …
Meiri snilld
Ritsnilldinni á mbl.is eru engin takmörk sett . Þetta er frá í dag: Írum hefur ekki fjölgað meira í aldarfjórðung en ríflega helmingi fleiri fæðingar eiga sér stað í landinu en andlát. Þá hefur innflytjendum í landinu jafnframt fjölgað. Samkvæmt upplýsingum frá írsku hagstofunni kemur fram hafa 64.237 börn fæðast á árinu en 27.479 hafa látist. …
Fjölmiðill á fallanda fæti
Mér hefur alltaf verið heldur hlýtt til Morgunblaðsins. Jafnvel borið svolitla virðingu fyrir því. Það hefur verið gott blað, traustur fréttamiðill vandur að virðingu sinni. Nú virðist sem verulega hafi verið slakað á gæðakröfum í ranni Morgunblaðsins. Mogginn er fjölmiðill á fallanda fæti Málfari á vef blaðsins og jafnvel í blaðinu sjálfu hefur hrakað mjög …
HVER FYLGIST MEÐ RARIK ?
Það er góðra gjalda vert hjá viðskiptaráðherra að láta fylgjast sérstaklega með verðlagi hjá Hitaveitu Suðurnesja eftir að einkafyrirtæki eignaðist þriðjung fyrirtækisins. En hvað með RARIK,sem einu sinni hét Rafmagnsveitur ríkisins og skreytir sig nú með viðbótinni ohf – opinbert hlutafélag? Ég er einn af viðskiptavinum RARIK. Fyrir einu ári greiddi ég fyrirtækinu að jafnaði …