„Að sögn landhelgisgæslunnar lítur út fyrir að alda hafi tekið klifrarann með sér í sjóinn.“ Sannarlega vel að komist !!! Heimsfrægur klifrari týndur
Mogginn er ekki dagblað
Fyrir býsna löngu var ég staddur á mannamóti þar sem voru allmargir blaðamenn áamt fleira fólki. Man ég þá , að doktor Ármann Snævarr,sem þá var háskólarektor, varpaði fram þeirri spurningu hvað væru mörg dagblöð á Íslandi. Menn fóru að telja. Fimm,var svarið. Fjögur morgunblöð og eitt síðdegisblað (Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Tíminn, Vísir og Þjóðviljinn) Nei, sagði, …
Bloggvæl
Með reglubundnu millibili væla menn á blogginu um seinkanir hjá Icelandair og Iceland Express. Stundum er seinkunin ekki mikil, stundum talsverð. Auðvitað skapa seinkanir ferðafólki margvísleg óþægindi. Mín reynsla er sú ,að starfsfólk Icelandair (hef sjaldnar ferðast með Iceland Express) leggur sig í framkróka að bjarga málum. Á löngum ferðaferli 4 – 500 ferðum milli …
Hver er skýringin ?
Ég er einn af viðskiptavinum Orkuveitu Suðurnesja. Átta mig ekki alveg á þeim draugagangi sem nú er kominn á kreik í kringum fyrirtækið. Þætti vænt um ef einhver gæti skýrt fyrir mér hversvegna bæjarstjórinn í Reykjanesbæ leggur slíkt ofurkapp á að afhenda fyrirtækið einkaaðilum. Það hvarflar að mér að Geysir Green Energy muni ekki hafa …
Ósvífið okur
Í sjónvarpsfréttum var vakin athygli á gífurlegum verðhækkunum fyrirtækisins Já er svarið ,sem nú hefur símaskrána á sinni könnu og er í einokunaraðstöðu. Það varð til þess að ég fór að athuga hvað ég greiddi þessu fyrirtæki. Fyrir eina aukalínu greiddi ég áður 390 krónur. Nú er búið að hækka verðið í 980 krónur. Þetta er meira en tvöföldun …
Engar fréttir – góðar fréttir
Á tímum hryðjuverka og styrjalda eru það stórkostleg forréttindi að búa í landi þar sem ekkert gerist. Ekkert, hvorki gott né vont. Þetta er það sem ráða mátti af fréttum Ríkisútvarpsins í morgun, sunnudaginn 1.júlí. Í fjórum fréttatímum í morgun, klukkan sjö, átta,níu og tíu var engin innlend frétt. Ekki ein einasta. „Engar fréttir eru …
Tillitsleysi
Það er alltof algengt að fullfrískt fólk leggi í bílastæði ,sem eru sérmerkt og eingöngu ætluð fötluðum. Þetta er ótrúlegt tillitsleysi. Erlendis fylgist lögregla með því að þessi stæði séu ekki misnotuð. Þessi mynd var tekin í Hveragerði fyrir nokkrum vikum. Þegar unga stúlkan sem sat undir stýri sá mig með myndavélina, þá opnaði hún …


