Misskilningur

Í ályktun sveitarstjórnar segir“ „ Megin ástæða þess er að sveitarstjórn telur ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefði á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar.” Ég skildi þetta þannig að sveitarstjórnin væri að beita Landsvirkjun þrýstingi.Sýnist …

Lesa meira »

EKKI RÉTT

  Athygli mín hefur verið vakin á því, að á bloggsíðunni „Orðið á götunni“ er því haldið fram í dag, að Jóhanna  Sigurðardóttir sé eini ráðherrann, sem hafi afþakkað ráðherrabílstjóra. Þetta er ekki rétt.  Var að vísu  haft eftir Jóhönnu í blaðaviðtali fyrir allmörgum árum. Sá  sem þetta  skrifar var  umhverfisráðherra í  ríkisstjórn Davíðs  Oddssonar  …

Lesa meira »

Ofvaxið mínum skilningi

 Það er  vissulega margt, sem er ofvaxið mínum skilningi.  Tvennt nýlegt.   Eitt: Ferðum SVR var á dögunum fækkað  til að  hagræða í rekstri (skiljanlegt)  og til að mæta óskum viðskiptavina (óskiljanlegt). Vildu  viðskiptavinir fækka  ferðum  og  minnka þjónustu ?   Annað: Fyrirtækið  Mjólka  harmar húsleit Samkeppniseftirlits hjá Mjólkursamsölunni. Var ekki sama Mjólka  tvíbúin að  …

Lesa meira »

Öldungis ótrúlegt !

Oft blöskrar okkur verðlag á innfluttum varningi á Íslandi, – með réttu. Ekki síst þegar við höfum samanburð við verðlag í grannlöndum. Fyrir nokkru sá ég smáhlut  í Húsasmiðjunni ,frekar  en Byko, , sem kostaði 690 krónur. Í gær  sá  ég sömu  vöru, nákvæmlega eins, frá  sama framleiðanda  í Bónus  hér í Þórshöfn í Færeyjum. …

Lesa meira »

Íslendingar á síðum TIME

Tveir Íslendingar hafa á síðustu vikum komist á síður vikuritsins TIME. Ólafur Ragnar Grímsson,forseti, vegna endurnýjanlegrar orku á Íslandi. Hann lét þess getið,að Al Gore, fyrrum varaforseti  Bandaríkjanna , hefði vakið  áhuga hans á umhverfismálum. Einhver  spyr  sjálfsagt  hvort  hann hafi  aldrei hlustað á Hjörleif í gamla  Alþýðubandalaginu !Hinn er Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar,sem …

Lesa meira »

Tvöfeldni

  Það gæti ýmsum sýnst að við Íslendingar værum  , – eigum við að segja skemmtilega  tvöfaldir í roðinu. * Við teljum sjálfsagt, að okkur sé frjálst að kaupa og  eiga  sumarhús á  Spáni eða í Flórída, en    til skamms tíma höfum við ekki mátt til þess hugsa að útlendingar ættu  sér  svo mikið sem hálfan …

Lesa meira »

Sífellt sækir enskan á

Enskuslettur gerast æ  algengari í fjölmiðlum. Ástandið stefnir í að verða eins og  þegar  dönskuslettur óðu uppi um allt  samfélagið  og „fínt“ þótti að sletta  dönsku. Jafnvel verra. Nú freistast maður til að halda að fólki þyki  „fínt“ að sletta ensku Frambjóðandi  og ritari stjórnmálaflokks sagði í   Silfri  Egils á dögunum: „Jæja, whatever“ Blaðamaður  Morgunblaðsins  sagði  og  …

Lesa meira »

Sumt er ólíkt með frændum

Þegar  komið er út í umferðina á nýjum stað, í nýju landi ,fer gamall meiraprófsbílstjóri ósjálfrátt að  bera saman  við umferðina í Reykajvík.Umferðin í Beijing var kapítuli fyrir sig! Kannski meira um það  síðar.Það  fyrsta sem  vakti athygli  í Þórshöfn er, að hér  eru allir bílar með  stefnuljós. Í Reykjavík er   eins og aðeins annar hver …

Lesa meira »

Makalaus ummæli

Las  í  Mogga um liðna helgi grein  eftir  Indriða Aðalsteinsson á  Skjaldfönn þar sem hann segir um  Jón Kristjánsson, alþingismann og fyrrverandi ráðherra: „Líklega hefði hann aldrei átt að hætta sem innanbúðarmaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa.“  Þetta  rifjaði upp fyrir mér ummæli  Sverris Hermannssonar í  ræðustóli á  Alþingi upp úr  1980,sem  hafa  setið mér í minni …

Lesa meira »

Vel gert

 Þau komust vel frá  sínu Sigmar og  Jóhanna Bryndís í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þátturinn var býsna góður. Það er ekki auðvelt  verk að  spyrja og  stjórna í þætti sem þessum, en þeim tókst prýðilega upp, að mati nokkuð gamals spyrils og þáttastjórnanda. Varðandi frammistöðu  foringjanna skal ekkert  sagt. Þar hefur hverjum þótt  sinn fugl  fagur …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts