Í ágætu viðtali Kolbrúnar við Sigrúnu Stefánsdóttur,nýjan dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins ohf, í Blaðinu í dag sendir hún fast skot á fréttastjóra RÚV. Sigrún segir: „Mér finnst engin ástæða til að kasta einhverju út bara til að sýna að kominn sé nýr yfirmaður,slíkt finnst mér vera dæmi um lélegan stjórnanda“. Prýðilegu fréttastefi Ríkisútvarpsins var nýlega var nýlega …
Gömul þingsaga
Gömul saga rifjaðist upp á dögunum, þegar fjölmiðlar greindu frá því hver þingmanna hefði talað lengst á þinginu í vetur. Kristinn H. Gunnarsson kom nýr inn á þingið haustið 1991 og var strax afar skrafhreifinn , sótti mjög í ræðustól og dvaldist þar langtímum saman.Hann varði talsverðum tíma í að segja okkur hinum …
Bensín og brennivín
Margt er skrítið í kýrhausnum. Hér á landi er til dæmis bannað að auglýsa áfengi.Það er reyndar ekkert skrítið, heldur í góðu lagi.Samt freyðir bjórinn á skjánum í stofunni hjá mér á hverju kvöldi. Bæði á ríkisskjánum og einkaskjánum. Hráefnið er vegsamað og lofsorði lokið á drykkinn. Aldrei er sagt að verið sé að auglýsa …
Fullkomið rugl
Var að lesa um mann, sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að segja öryggisvörðum á Kastrup að hann væri með skammbyssu í handfarangrinum. Misheppnaður brandari, var sagt í fréttinni. Maðurinn tekur sjálfsagt undir það. Í ljósi sögunnar er auðvitað sjálfsagt að gæta öryggis og koma í veg fyrir að fólk fari um …
„…..hafa það heldur sem sannara reynist“.
Öll erum við fjölmiðlum háð um upplýsingar um það, sem er að gerast í veröldinni og í umhverfi okkar á Íslandi. Þær upplýsingar,sem fjölmiðlar færa okkur eru oft forsendur skoðana, ákvarðana og aðgerða. Því skiptir miklu að þær séu réttar. Öll þekkjum við það, þegar fjölmiðlar fjalla um eitthvert efni okkur gjörkunnugt,að þá heyrir maður að …
Af tollraunum
Það er merkilega flókið á Íslandi að panta sér bók frá útlöndum. Fyrir nokkrum vikum pantaði ég bók á vefnum abebooks.com þar sem eru upplýsingar frá 13.500 bóksölum um víða veröld,sem hafa meira en milljón bækur á boðstólum. Bókin var pöntuð hjá fornbókaverslun í Texas.Þetta var raunar ekki tiltakanlega gömul né …
Blaðamannafélagsformaður á villigötum
Eftir að hafa hlýtt á formann míns gamla félags,Blaðamannafélags Íslands, í Ríkisútvarpinu í kvöld þykir mér týra á tíkarskottinu.Það er alvarlegt þegar formaður Blaðamannafélags telur það skerða athafnafrelsi blaðamanna að þeir megi ekki taka mynd úr launsátri af manni í bíl sínum. Maður sem situr inni í bíl sínum er ekki á almannafæri . Hann …
Götubardagar í Kaupmannahöfn
Óhugnanlegt hefur verið að horfa á myndirnar frá Kaupmannahöfn undanfarna daga. Bál, bardagar, brunnir bílar og óeirðabrynjuð lögregla.Allt á tjá og tundri í þessu annars friðsamlega umhverfi. Ástæðan? Hópur fólks (ekki allt svo ýkja ungt) vill ekki hlýða lögum landsins og grípur til ofbeldis. Hundsar sáttatillögur yfirvalda og lætur hnefa skipta. Alllir flokkar á danska …
Misheppnaðasta tónsmíð ársins 2007
Það þarf ekki að velkjast í vafa um hver sé misheppnaðasta tónsmíð þessa árs. Þótt aðeins séu liðnir tveir mánuðir af árinu verður metið vart slegið. Þetta er nýtt fréttastef Ríkisútvarpsins hljóðvarps. Það byrjar dauflega og rennur einhvern veginn út í ekki neitt. Endar í einhverskonar áherslu lausu tómarúmi. Gamla stefið var gott og ekkert …
ELF villimenn
ELF samtökin misnota hið góða nafn náttúruverndar. Þau og þeirra lið á ekkert skylt við umhverfisvernd eða náttúruvernd. Þetta eru margdæmdir brennuvargar og lögbrjótar sem fá útrás fyrir skemmdarfýsn undir yfirskini náttúruverndar. Þetta fólk hefur oft stofnað mannslífum í hættu og enginn eðlismunur er á aðgerðum þess og aðgerðum hermdarverkamanna. Þetta hefur lengi verið lýðum ljóst. …


