Einhvernveginn finnst mér ,að það ætti að vera sjálfgefið að kjöt af lömbum sem alin eru á hvönn hafi hvannarkeim eða hvannarbragð. Tvílemba,sem afi minn átti gekk í hvannastóði við Réttarholt í Garði sumarið 1948. Kjötið varð næstum óætt, svo megnt hvannarbragð var að því. Hélt annars að það væri bragð að mat en ekki …
Fréttir eiga ekki….
Fréttir eiga ekki að vera fíflagangur. Frétt sjónvarpsins í kvöld þar sem fréttamaður sat fyrir framan Seðlabankann og kastaði krónu í poll var ekki fyndin. Þetta var fíflagangur,sem ekki á erindi í vitiborna umræðu um mikilvæg mál. Þetta var eigilega brjóstumkennanlegt. Fréttin um „hefðarflugvélina“ var sett í skemmtilegt samhengi. Plús fyrir það.
SPRUNGIÐ GATNAKERFI
Það eru engin tíðindi, þegar sagt er að gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu sé sprungið. Það kemur engum á óvart. Þetta kom berlega í ljós í morgun, – betur en ég hef áður séð. Klukkan 08:05 fór ég úr Garðabæ,- átti tíma hjá rakaranum mínum í Bolholtinu klukkan 08:30. Þangað eru 8 kílómetrar. Það var samfelld …
Vel að orði komist
Alltaf gleðst gamalt blaðamannshjarta,þegar vel er komist að orði í fréttum. Það gerðist þegar í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkveldi var sagt, að vínbændur í Frakklandi væru kampakátir því uppskeruhorfur væru góðar og mikil spurn eftir kampavíni. Það vakti hinsvegar ekki gleði að heyra í fréttayfirliti Stöðvar tvö talað um að „íkveikjumenn“ væru valdir að skógareldunum …
HRÓSVERÐ AFREK
Þrennt hefur orðið mér umhugsunarefni núna um helgina. Í fyrsta lagi hversu vel var bersýnilega staðið að skipulagningu og leit að Þjóðverjunum tveimur sem týndust á öræfum Vatnajökuls. Leitin bar því miður ekki árangur ,en engum dylst, að við eigum harðsnúið lið björgunarmanna, sem eru vel tækjum búnir og þrautþjálfaðir. Þeir unnu afrek við …
Vel að orði komist
Það er vel að orði komist hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, þegar sagt er að fellibylurinn Dean sæki í sig veðrið á Karíbahafi. Prik fyrir það. Elsta bókaverslun landsins Eymundsson fær hinsvegar ekki prik fyrir auglýsinguna þar sem námsmenn eru hvattir til „að versla skólabækurnar“ hjá Eymundsson. Eymundsson verslar með bækur og margir kaupa bækur hjá Eymundsson. …
Orð í belg
Í þessum stopulu skrifum eru stundum gerðar athugasemdir við málfar fjölmiðla , – ekki síst Morgunblaðsins , Ríkisútvarpsins og netmiðilsins visir.is. Það er ekki af því að höfundi þessara lína sé eitthvað í nöp við þessa miðla , – öðru nær. Þetta er eingöngu gert til að benda á það, sem hefur farið úrskeiðis, í …