Molar um málfar og miðla 1681

  Í fréttum Stöðvar tvö (20.02.2015) var greint frá fyrirhugaðri gerð kvikmyndar um örlög flutningaskipsins Suðurlands. Í inngangi fréttarinnar las fréttaþulur: ,, … þar er greint frá hinum þekktu og hrikalegu örlögum flutningaskipsins Suðurlandi og áhöfn þess.” Hér er ófullburða hugsun að baki. Þulur hefði betur sagt: ,, .. þar er greint frá hinum kunnu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1680

    Í íþróttafréttum í hádegisfréttum Ríkisútvarps (19.02.2015) sagði fréttamaður að af sérsamböndunum væri starfsemi Knattspyrnusambandsins sú umfangsmesta á ársgrund velli. Ársgrundvöllur , títtnefndur, er ævinlega til óþurftar í fréttum. Svo var okkur sagt að framkvæmdastjóri sambandsins ætlaði að stíga til hliðar. Stíga til hliðar (e. step aside). Það hefði betur farið á því að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1679

  Af mbl.is (18.02.2015) : ,Ungt par sem ætlaði að krydda til­ver­una hjá sér í sum­ar­bú­stað í Borg­ar­byggðinni um liðna helgi með því að út­búa sér kanna­bis-ís, eft­ir upp­skrift af Net­inu, beit held­ur bet­ur úr nál­inni þegar það byrjaði að gæða sér á ísn­um”. Molaskrifari játar að hann áttar sig ekki á þessari notkun orðtaksins …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1678

  Molavin sendi þetta ágæta bréf (17.02.2015): ,,Það er trúlega blanda af öllu þessu; þekkingarleysi, hugsunarleysi og eftirlitsleysi. þegar fyrirsagnir af þessu tagi verða til: BETRA AÐ SOFA EN SNÚSA LENGI (Fréttablaðið 17.2.2015). Þessi „ísl-enska“ er þó höfð orðrétt eftir formanni Hins íslenska svefnrannsóknafélags. „Snooze“ er enska og merkir að dorma áfram, blunda eða sofa …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1677

  K.Þ. skrifaði (15.02.2015): Sæll Eiður, Eins og ég hef ítrekað bent á er orðið „tengdur“ nánast aldrei beygt rétt í fjölmiðlum. Ég læt hér fylgja tvö ný dæmi. „Sá sem rann­sakaði spill­ing­ar­mál þeim tengd­um …“ http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/02/13/glaepamenn_fundu_skjol_hja_hsbc/ „Lögmenn ákærðra í hrun-málum, það er málum sem nú hafa verið dómtekin sem tengjast hruni bankanna og viðskiptagjörningum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1676

  Fróðlegt var að hlusta á  Laugardagsviðtal Egils Helgasonar (14.02.2015) við Björn Bjarnason.  Björn er sjór af fróðleik um alþjóðastjórnmál og sögu. Hann fylgist vel með gangi heimsmála og er víðlesinn. Oft er Molaskrifari sammála Birni , en finnst hann þó draga rangar ályktanir af því sem hann les um Evrópumálin! En þetta var fínt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1675

  Trausti benti Molaskrifara á þessa frétt á dv.is ((12.02.2015): http://www.dv.is/frettir/2015/2/12/fekk-ofurbil-felagans-lanadan-og-klessti/ Trausti segir: „Hámarkshraði bílsins eru rúmlega þrjú hundruð kílómetrar á klukkustund. Töluverðar skemmdir urðu á bílnum en hann var sendur í viðgerð og kostaði hún litlar 261 þúsund pund.“ Trausti bætir við: ,,Hámarkshraði (eintala) … eru (fleirtölumynd) … litlar (kvenkynsmynd) … þúsund (hvorugkyn) … …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1674

  Það þvælist fyrir sumum að skrifa fréttir um jarðgöng. Í átta fréttum Ríkisútvarpsins á fimmtudagsmorgni  (12.02.2015) var fjallað um vandræðin við gerð Vaðlaheiðarganga, þar sem virðist hafa verið gengið fram af meira kappi en forsjá. Í fréttinni var talað um gangnagröft. Þessi villa heyrist aftur og aftur. Gangagröft, hefði þetta átt að vera. Eignarfallið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1673

Molavin skrifaði: „Tók þrjú ungmenni af lífi“ segir í fyrirsögn Morgunblaðsfréttar (11.01.2015) af Bandaríkjamanni, sem myrti þrjú múslímsk ungmenni. Af fyrirsögninni mátti skilja að um aftöku dæmdra hefði verið að ræða en ekki fólskuleg morð. – Rétt athugað, Molavin. Molaskrifari þakkar ábendinguna.   Í Bylgjufréttum klukkan níu (10.02.2015) var sagt: Hálka og hvassviðri eru víða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1672

Þórarinn skrifaði (09.02.2015) : ,Sæll, mig langar að nefna eftirfarandi orðalag sem fréttakona Ríkssjónvarpsins viðhafði í kvöldfréttum í kvöld 9/2, í frétt um Merkel og Obama. Þar sagði hún m.a.: ,,….takist friðarumleitanir ekki í þetta skiptið, VÍLI sambandið þó ekki FRÁ því að beita harðari refsiaðgerðum”. Ég hef heyrt að menn: víli eitthvað ekki fyrir …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts