Category Archive: Skrifað og skrafað

Molar um málfar og miðla 2014

MISFURÐULEGAR SENDINGAR OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (01.09.2016) : ,,Sæll, Á visir.is er frétt og í henni segir:   ,,Það eru misfurðulegar sendingarnar sem stoppa í íslenska tollinum á leið sinni inn í landið. Sem dæmi mætti nefna póstsendingu sem barst um daginn frá Ungverjalandi, en hún innihélt McDonald’s hamborgara.” http://www.visir.is/hamborgari-stoppadur-i-tollinum/article/2016160909929 Mætti halda að hamborgarinn væri á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2013

ENDURTEKIÐ EFNI Ótrúlega margir fréttaskrifarar virðast ekki skilja hvenær er verið að kjósa og hvenær er verið að greiða atkvæði um eitthvað, til synjunar eða samþykktar. Þetta hefur oft verið nefnt í Molum. Fyrirsögn af mbl.is (30.08.2016): Seðlabankinn kaus gegn bónusum. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/30/sedlabankinn_kaus_gegn_bonusum/ Fulltrúi Seðlabankans greiddi atkvæði gegn bónusgreiðslum. Það er út í hött og rangt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2012

MYNDBIRTINGAR Molavin skrifaði (29.08.2016): ,,Lögreglan lýsti í dag, mánudag eftir átta ára gamalli stúlku. Til að auðvelda almenningi að veita aðstoð var birt mynd af stúlkunni. Til allrar hamingju fannst hún skömmu síðar heil á húfi. Börn á þessum aldri eru viðkvæm fyrir umtali jafningja og það hefði verið við hæfi að draga til baka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2011

ÁHAFNARMEÐLIMIR OG FLEIRA  Áhafnarmeðlimir hafa ítrekað komið við sögu í fréttum að undanförnu. Hálfgert leiðindaorð ( d. besætningsmedlem). Stöku sinnum hefur þó verið talað um flugliða, – betra. Í Speglinum (26.08. 2016) var sagt: ,, Einkenni sem þeir flugliðar, sem veikst hafa um borð í vélum Icelandair lýsa svipað … afsakið, – svipar um margt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2010

FÖSTUDAGURINN LANGI Ingibjörg skrifaði (24.08.2016): ,,Ekki er Moggafólkið betra í ensku en í íslensku! Það veit ekki að Good Friday er föstudagurinn langi.,, Erlent | AFP | 24.8.2016 | 14:56 ,,Hermaður lagði á ráðin um hryðjuverk – Breskur hermaður var handtekinn í morgun grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Handtakan ten ist rannsókn á hryðjuverkum í Norður-Írlandi skv. upplýsing …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2009

ÞINGMANNAVIÐTÖL Í fréttum Ríkissjónvarps á þriðjudagskvöld (23.08.2016) var rætt við tvo þingmenn, varaformann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson og formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur. Guðlaugur Þór var fyrst spurður hvort ósamstaða væri í ríkisstjórninni. Hann vék sér fimlega undan að svara. Aftur var hann spurður um þau ummæli Katrínar, að stjórnarflokkarnir væru að færast fjær …

Lesa meira »

Molar um miðla og málfar 2008

SLÆMT Hvað segir það okkur hlustendum, þegar íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins les í aðalfréttatíma (22.08.2016): ,,LEIKUNUM í Ríó er nú borið saman við leikana í Atlanta 1996 og í Aþenu 2004, leikar sem gengu ekki alveg upp (!) ”. Það segir okkur, að viðkomandi hafi ekki gott vald á móðurmálinu. Ætti ekki að skrifa fréttir, nema undir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2007

  VISIR.IS SETUR MET Sigurjón Skúlason skrifaði (22.08.2016) og notaði fyrirsögnina ,,Hræðilegt frétt” : ,,Heill og sæll Eiður. Mig langaði að vekja athygli þína á frétt á Vísi.is sem birtist í dag, 22.08.2016. Fréttin ber öll merki þess að hafa ekki verið lesin yfir en vafalaust hefur hún verið þýdd beint af einhverjum erlendum miðli. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2006

ENN OG AFTUR Af dv.is (19.08.2016): ,,Annar þeirra katta sem drapst í Hveragerði í byrjun mánaðarins var byrlað sama eitur og þeir kettir sem drápust skyndilega í bænum fyrir rúmu ári. “ Enginn sér eða skilur, að því er virðist, að þetta er málfræðilega rangt. Ætti að vera: ,,Öðrum þeirra katta, sem drápust í Hveragerði í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2005

HANDLEGGUR OG BLÓÐ Margir hafa vakið athygli Molaskrifara á einkennilegum fyrirsögnum í Fréttablaðinu í gær (18.08.2016). Árni Gunnarsson, áður starfsbróðir í fréttamennsku og þingbróðir, fjallar um þessi undarlegu skrif á fasbók. Árni segir:,, ÞARF EKKI AÐ KOSTA HANDLEGG OG ANÍTA ER KOMIN MEÐ BLÓÐ Á TENNURNAR. – Þetta eru tvö dæmi um fyrirsagnir í Fréttablaðinu …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts