Category Archive: Skrifað og skrafað

Molar um málfar og miðla 2004

AÐ AUSA OG PRJÓNA Þorvaldur skrifaði Molum (16.08.2016): ,,Sæll Eiður Í vefmogga er sagt frá því að fjörurra ára drengur hafi fengið í höfuðið framhóf á hrossi sem jós og fór upp á afturfæturna. Sagt er að hross prjóni þegar þau lyfta framfótum en ausi þegar afturfótum er lyft. Í viðtali við berjatínslumann fyrir nokkrum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2003

ÚRSKURÐUR – EKKI DÓMUR Molavin skrifaði (16.08.2016): ,, „Mennirnir voru báðir dæmdir í gæsluvarðhald til 9. september…“ skrifar Hjálmar Friðriksson á fréttasíðu RUV (16.8.2016). Það er eins og sumir fréttamenn læri ekki af ítrekuðum leiðréttingum. Hæstiréttur úrskurðaði umrædda bræður í gæsluvarðhald en rannsókn málsins er ekki lokið og þar af leiðandi hefur ákæra ekki verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2002

STJÓRNARRÁÐIÐ – STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ Fréttamenn ættu að hafa hugfast, að gamla fangelsið, hvíta húsið við Lækjartorg þar sem forsætisráðherra hefur skrifstofu og  þar sem ríkisstjórnarfundir eru venjulegast haldnir er ekki stjórnarráðið. Þetta hús hefur í áratugi heitið stjórnarráðshúsið, það eiga allir sæmilega upplýstir fréttamenn að vita. Stjórnarráðið er samheiti yfir öll ráðuneytin. Þess vegna er ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2001

HÖLDUM Í MÁLVENJUR Molavin skrifaði (11.08.2016): ,,Gott er að halda í málvenjur en láta ekki frá sér fréttatexta í flýti og hugsunarleysi. Í frétt á dv.is segir (9.8.2016): „Huddleston skilur eftir sig eiginkonu og son.“ Ekki er ólíklegt að leikarinn látni hafi skilið eftir sig ýmsar eignir en málvenja er nú að segja að hann hafi „látið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 2000

ÖÐRUVÍSI MOLAR Lengi hef ég haft dálæti á þessari málsgrein úr Eglu, Egils sögu Skallagrímssonar. Hún er á bls. 14 í Sigurðar Kristjánssonar útgáfunni frá 1910. ,, Norður á Hálogalandi heitir fjörður Vefsnir. Þar liggur ey í firðinum og heitir Álöst, mikil ey og góð; í henni heitir bær á Sandnesi. Þar bjó maður, er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1999

FÁ SITT FRAM Formaður fjárlaganefndar, skrifaði á fasbók, og Hringbraut birti einnig (07.08.2016) : , „Það er gríðarlegt ofbeldi sem beitt er í þinginu – frekjan er rosaleg – við höfum verið kölluð pólitískir hryggleysingjar og lindýr – ef þau fá ekki sínu fram – þá er þingið tekið í gíslingu – Svandís fer fyrir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1998

AÐ FLÝJA – AÐ FLYKKJAST Sveinn skrifaði (05.08.2016): ,, Sæll Eiður, þakka þér fyrir að taka ábendingar mínar til birtingar. Eitthvað er þá til í þeim. Að þessu sinni vakti athygli mína fyrirsögn í Netmogga, Fjárfestar flýja til Tyrklands. Fyrsta málsgreinin er eftirfarandi: ,,Hryðjuverkaárásir, blóðug valdaránstilraun, pólitískar hreinsanir. Flestir myndu halda að nú væri ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1997

HÖND – HENDI Molavin skrifaði (04.08.2016) : „Þessi sáttahendi danskra stjórnvalda…“ segir í frétt Kjarnans (3.8.16) þar sem fjallað er um danska fánadaga. Nefnifall orðsins *hönd* þvælist ekki aðeins fyrir mönnum þegar rætt um knattspyrnuleiki. Oft er réttilega sagt að leikmaður hafi verið dæmdur fyrir „hendi“ þegar bolti fer af hendi hans. Maður lætur líka …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1996

HEIMAMENN BRASILÍU OG GESTGJAFAR BRASILÍU ! Í fréttum Ríkisjónvarps á föstudagskvöld (05.08.2016) var sagt frá Ólympíuleikunum, sem átti að setja seinna það kvöld. Íþróttafréttamaður Ríkissjónvarpsins í Ríó var að lýsa því hvernig setningarathöfnin færi fram og sagði: ,, … síðastir koma heimamenn Brasilíu”. Heimamenn Brasilíu? – Hann hefði getað sagt til dæmis: Síðastir koma heimamenn, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1995

NEIKVÆTT OG JÁKVÆTT – EITT OG ANNAÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði (02.08.2016): ,,Sæll, Fjölmiðlafulltrúi frá samgöngustofu fullyrti um verslunarmannahelgina að slys hefði orðið á Snæfellsnesvegi við Skógaströnd. Þú bentir á að sama orðalag hefði verið í frétt hjá Ríkisútvarpinu. Landafræðiþekkingin er víða takmörkuð.   Í fyrirsögn á visir.is segir: „Sprengjan í Borgarnesi gerð óvirk með sprengjuhleðslu“. Þetta er einfaldlega …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts