Category Archive: Skrifað og skrafað

Molar um málfar og miðla 1974

  HVAÐ GERIR AÐ ….? Molalesandi spyr Molaskrifara á netinu: ,,Má ekki svipta menn ríkisfangi fyrir svona fyrirsagnir?” Fyrirsögnin er:,,Hvað gerir að Vigdís hyggst hætta?” Molaskrifara finnst það nú kannski full langt gengið, en alvarlegt tiltal ætti ritstjóri að veita þeim fréttamanni, sem ber ábyrgð á þessu. http://www.hringbraut.is/frettir/hvad-gerir-ad-vigdis-hyggst-haetta#.V3pTIeTsye8.facebook FRANSKAR KARTÖFLUR Á dögunum átti skrifari leið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1973

TÍMAPUNKTUR OG FLEIRA Sigurður Sigurðarson skrifaði (03.07.2016): ,,Sæll, Hvað finnst þér um þetta sem birtist á mbl.is? „Ég vissi að ég yrði að taka víta­spyrnu á ein­hverj­um tíma­punkti og ég var með hjartað í munn­in­um. Það er erfitt að setja þetta í orð en ég var yfir mig ánægður að sjá bolt­ann fara inn,“ sagði þessi 26 ára gamli leikmaður Köln­ar.   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1972

MÁNAÐARLEG BRÚÐARGJÖF! Rafn skrifaði (01.07.2016): ,,Þetta var á vef visir.is (30.06.2016). Er nokkur nema íslenzk fréttabörn, sem halda að brúðargjafir séu endurteknar mánaðarlega?? ,,Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf.,,Sjá: http://www.visir.is/telja-sig-fa-600-thusund-a-manudi-flytji-their-til-islands-og-giftist-islenskri-konu/article/2016160639860 Þakka bréfið, Rafn. Meira en lítið undarlegt. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1971

MAGNIÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði : ,,Sæll, Í Morgunblaðinu 30. júní 2016 bls. 23 er falleg mynd og undir henni er sagt frá stíflu og lóni í Kína. Þar segir meðal annars: Mikið magn af botnfalli getur aukið líkur á flóðum og er þessi aðgerð því framkvæmd á hverju ári. Þegar ofangreint er þýtt á íslensku verður merkingin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1970

GRÁTVEGGURINN Í fréttum Ríkisútvarpsins kl. 16 00 á mánudag (27.006.2016) var talað um helgistað Gyðinga í Jerúsalem, grátvegginn. Nú hefur það verið föst málvenja í íslensku í áratugi, ef ekki aldir, að tala um grátmúrinn, EKKI grátvegginn. Þetta er álíka og ef allt í einu væri farið að tala um Kínavegginn, ekki Kínamúrinn. Mikilvægt er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1969

FLJÓTASTA VÍTIÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði (26.06.2016) :,, Sæll, Á mbl.is segir eftirfarandi: Írland fékk víta­spyrnu eft­ir eina mín­útu og 58 sek­únd­ur, sem er fljót­asta víti í sögu Evr­ópu­móts­ins.  Átt er við að aldrei áður í sögu keppninnar hafi víti verið dæmt jafn snemma í leik. Vítið eitt og sér setti engin met, hljóp hvorki né skoraði mark. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1968

VERÐI LOKAÐ Rafn skrifaði eftirfarandi (24.06.2016): ,, Á vefmogga má sjá fyrirsögnina: (Inn­lent | mbl | 23.6.2016 | 19:30 | Upp­fært 24.6.2016 0:00) Verði lokað inn­an þriggja mánaða Ekki er ljóst hvernig fyrirsögnin tengist viðkomandi frétt eða hvers vegna er í fyrirsögn hvatt til lokunar einhvers ótilgreinds innan þriggja mánaða. Í fréttinni er þvert á móti fjallað um, að fréttaefnin (eigendur tveggja húsa) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1967

NÝJUM FORSETA FAGNAÐ Þjóðin hefur kjörið sér nýjan forseta. Þann sjötta í sögu lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing. Molaskrifari fagnar kjöri hans og færir honum einlægar árnaðaróskir og veit að honum mun vel farnast í vandasömu starfi. Í kosningabaráttunni var stundum sótt að honum með undarlega ómaklegum hætti. Hann varðist vel og lét það ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1966

VANDRÆÐALEGUR VIÐTENGINGARHÁTTUR Sumir eiga sífellt í erfiðleikum með að nota viðtengingarhátt rétt. Dæmi um þetta var í fyrirsögn á mbl.is (23.06.2016): Fóstureyðingum fjölgi um 108% Eins og verið verið að hvetja til þess að fjölga fóstureyðingum um 108%.: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/06/23/fostureydingum_fjolgi_um_108_prosent/ Svo var þó auðvitað ekki, en þetta var síðar lagfært. Villur af þessu tagi sjást of …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1965

  LÉST EÐA VAR DREPINN? Sigurður Sigurðarson skrifaði (20.06.2016): ,, Þessi frétt er varla boðleg á visir.is. Í upphafi fréttar segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, blaðamaður: „Anton Yelchin lést í bílslysi fyrr í dag.“ Og svo heldur hún áfram:   „Leikarinn Anton Yelchin var drepinn í örlagaríku bílslysi snemma í morgun,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni hans. „Fjölskylda …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts