Category Archive: Skrifað og skrafað

Molar um málfar og miðla 1964

ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA – EKKI KOSNING Málglöggur lesandi skrifaði Molum (21.06.2016): ,,Hvað segir þú um þetta upphaf á forystugrein í Fréttablaðinu?   „Bretar kjósa nú á fimmtudag um áframhaldandi veru sína innan Evrópusambandsins. Kosningarnar eru tvísýnar, skoðanakannanir síðustu mánaða hafa verið meira og minna jafnar upp á hár.“   Er þetta ekki þjóðaratkvæðagreiðsla? Enginn talar um þjóðarkosningu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1963

SKIPIN SLÖKKVA Á SÉR Undarlega var að orði komist í fréttum Ríkisútvarps (09.06.2016) þegar var fjallað var um hremmingar skipa í breska flotanum vega mikils hita. Sagt var að breski sjóherinn væri í vandræðum vegna þess að skip hefðu slökkt á sér vegna hita. Skip slökkva ekki sér. Það hefur sennilega drepist á vélunum vegna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1962

,,NIÐUR LÆKJARGÖTU” Molavin skrifaði (15.06.2016): ,, Af fréttavef ruv.is (15.06.20169: „hófst eftirförin við Lækjartorg við Austurstræti. Ökumaður bifreiðarinnar ók á ofsahraða niður Lækjargötu í átt að Reykjavíkurtjörn.“ Nú hef ég aldrei heyrt talað um að Lækjargata liggi upp eða niður, líkt og t.d. Bankastræti, en þar sem hún er nokkurn veginn lárétt mætti ætla að rökréttara væri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1961

Stundarhlé hefur verið á Molaskrifum vegna fjarveru skrifara, sem brá sér af bæ, eins og þar stendur. Allmargar ábendingar hafa borist og verða þær birtar á næstu dögum, svo og almennar athugasemdir um málfar í fjölmiðlum , sem Molaskrifari hnaut um, þótt fjarri væri fósturjörðinni.   KNATTSPYRNUSKRIF OG LÝSINGAR Fyrrverandi starfsbróðir í fréttamennskunni skrifaði (16.06.2016): …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1960

HNÖKRAR Nokkra málfarshnökra mátti heyra í hádegisfréttum Ríkisútvarps á sunnudag (05.06.2016). Þar var meðal annars sagt: ,, … í útför hnefaleikakappans Mohammeds Ali sem gerður verður frá Louisville í Kentucky á föstudag.” , – sem gerð verður. Einnig var sagt: ,, Hinsegin framhaldsskólanemum líður mun verr en gagnkynhneigðum skólasystkinum sínum”. Skólasystkinum þeirra, finnst Molaskrifara að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1959

MJÖG TIL BÓTA Framsetning á veðurfregnum Ríkissjónvarpsins hefur tekið stakkaskiptum. Til hins betra. Mátti svo sem segja, að tími væri til kominn. Nú stendur Ríkissjónvarpið á þessu  sviði alveg jafnfætis því besta sem sést í veðurfregnum erlendra stöðva. Mér finnst veðurfræðingarnir okkar reyndar um margt gera betur en erlendir starfbræður þeirra, og er þá ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1958

    BEITUR Fyrirsögn úr Morgunblaðinu (01.06.2016): Sjö metra hákarl skorinn í beitu. Málkennd Molaskrifara segir honum, að hér hefði átt að segja að sjömetra hákarl hefði verið skorinn í beitur. Þar var ekki ætlunin að nota hákarlinn til beitu, sem agn fyrir fiska. Hann var skorinn í beitur til verkunar og átu, – bragðast …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1957

EKKI GOTT Velunnari Molanna benti skrifara á þessa frétt á fréttavef Ríkisútvarpsins (02.06.2016) : http://www.ruv.is/frett/okumadur-a-gjorgaeslu-eftir-bilveltu Í fréttinni segir meðal annars:,, Bíllinn hafi festist í fjallshlíðinni og þegar bílstjórinn reyndi að leysa bílinn úr hjólförum fór hann fram af brúninni og valt sex veltur. Konan og börnin voru þá farin úr bílnum og því maðurinn einn eftir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1956

RÖNG GREINING FRUMLAGS Molavin skrifaði (01.06.2016): ,,Það er nær daglegur viðburður að sjá í fréttaskrifum ranga greiningu frumlags í setningu. Sbr. þessi dæmi úr sömu frétt ruv.is í dag 1.6.2016: „Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu björguðu erlendum ferðamönnum… Lögregla fékk tilkynninguna um miðnætti og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita…“ Þarna var það lið sem bjargaði og lögregla sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1955

UM FYRIRSAGNIR Sigurður Sigurðarson skrifaði (29.05.2016): ,,Í Morgunblaðinu 27. maí 2016 segir í undirfyrirsögn og millifyrirsögn í grein um dóma Hæstaréttar: Dómur dyravarðar mildaður Að sjálfsögðu skilst þetta orðalag vegna samhengis við annað í greininni. Dyravörðurinn kvað ekki upp dóm sem síðar var mildaður. Líklega hefði verið réttara að orða þetta svona: Dómur yfir dyraverði mildaður. …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts